Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 49
N. Kv.
ALÞÝÐUMENNINGIN OG BÓKMENNTIRNAR
131
nokkuð brysti á að þetta væri gert, en nú
bendir ýmislegt. til þess, að aftur sæki í rétt
horf. Sú hreyfing, sem komizt hefir á um
ritun héraðssagna, og hófst í Skaftafells-
sýslu, mun væntanlega örva heilbrigðan
metnað í þessu efni, og fyrir allra hluta sak-
ir er hún svo merkileg og lofsverð, að sjálf-
sagt er að hlúa að henni á allan hátt.
Það er vitaskuld skáldskapurinn, sem fyrst
og fremst kemur til greina. Við höfum talið
hann óðal okkar, og í fágun og festu Ijóða-
formsins hafa íslendingar komizt svo langt,
að það er öðrum þjóðum varla öfundlaust.
Þá eigum við og svo svipnrikið og mynd-
auðugt skáldamál að í höndum þeirra
skálda, sem nreð það kunna að fara, ber það
langsemrilegast af því, sem nokkur þjóð á
önnur. Eívort tveggja virðist nú vera í
nokkurri hættu. Hinir dýru og fáguðu hætt-
ir eru erfiðir þeinr, sem litla hagmælsku
hafa, og þegar það fer að leyfast átölulaust,
að leita undan hrekkunni á þessari götu, þá
verður það ýnrsum freisting að gera svo. í
þeim efnum er jafnvel svo langt komið að
þeir, sem bágt eiga með að ríma, yrkja
„kvæði í óbundnu máli.“ Þá list kunni
hvorki Jónas né Matthías,' og sunrir lrafa
ætlað, að það væri eitt af því, senr ekki einu
sinni guð almáttugur rnegnaði að gera. Unr
málið er jrað að segja, að nú getur það líka
borið við, að skáld fái beinlínis hrós fyrir
að hafa klætt hugsanir sínar í „duggara-
peysu daglegs máls,“ eins og Guðmundur
Finhogason orðaði það. Ekki óraði Egil
fyrir þessu, þegar hann „bar út ór orðhofi
mærðar timbr máli laufgat,“ og fráleitt
heldur Hallgrím, þegar hann orti Aldar-
hátt.
Það er atlryglisvert, að þetta undanhald
kemur ekki frá alþýðuskáldunum, heldur
einmitt hinum, sem eitthvað eru skóla-
gengnir. Og það má mikið vera, ef ]rað
verða ekki einmitt alþýðuskáldin, sem
stöðva flóttann — ef hann verður stöðvaður.
Vonandi þarf ekki að slá varnagla við
því, að alþýðuskáld og smáskáld sé látið
merkja hið sama. Það væri hin mesta fjar-
stæða. Þannig voru tvö hin ágætustu höfuð-
skáld nítjándu aldarinnar, Bólu-Hjálmar
og Sigurður Breiðfjörð, óskólagengnir
menn, sem alla ævi lifðu við hin fátækleg-
ustu kjör. Og svo að tekið sé dæmi úr sam-
tíðinni, þá er Guðmundur Friðjónsson út-
kjálkabóndi og hefir þá eina skólamenntun
lilotið, sem nú er talin sjálfsögð hverjum
unglingi. Samt mundu fáir neita því, að
hann sé eitt að rnestu liöfuðskáldum sinnar
tíðar; svo stóran sjáum við hann. Þó mun-
um við, senr lifað höfum honum samtíða,
allt frá því er hann fyrst stóð frammi fyrir
þjóð sinni, aldrei sjá hann í fullri stærð. Sú
sýn er öðrum geymd. Stephan G. Stephans-
son var einnig bóndi og kom aldrei inn fyr-
ir skóladyr. Nú er risamynd hans að hefja
sig svo að hún gnæfir við „himin sjálfan."
Og ekki er það duggarapeysumálið, sem
hann vakli sínum ljóðum, heldur gnestur
þar í stálinu. Aldrei hefir heldur Jón Magn-
ússon haft af skólagöngu að segja og þarf
þó ekki orðum um það að eyða, hvílíkri
vitsmunakyngi mörg af ljóðurn hans eru
mögnuð. Söguljóð þessa almúgamanns,
Björn á Reyðarfelli, eru vitnalega einstætt
leiðarmerki í nýjustu bókmenntum okkar.
— Nei, lærdómur er góður og æskilegur, en
ekki er það hann, sem gerir menn að skáld-
um.
Ég er hér að tala um þá samtíð, sem er að
fæða af sér framtíðina. Athyglisverðasta
hendingin um það hjálpræði, sem ástæða er
til að vænta bókmenntunum af alþýðunni,
er ljóðasafn það eftir fimmtíu þingeysk
skáld, sem gefið var út á Húsavík fyrir
tveim árum. Því vel ég það sérstaklega til
vitnis, enda er sú aðferðin handhægari en
að smala út um hvippinn og hvappinn. All-
ir eiga höfundarnir heima í einu héraði,
ekki fjölmennu, og þótt þeir séu þetta
margir, ber öllum sögnum saman um það,
17*