Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Qupperneq 53

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Qupperneq 53
N. Kv. ALÞÝÐUMENNINGIN OG BÓKMENNTIRNAR 135 megnugur að skapa lífvænar bókmenntir og að vert er að hvetja hann til að sinna því hlutverkinu. í þeim tilgangi hefi ég skrif- að grein þessa, treystandi því, að aðrir menn og áhrifameiri taki í sama strenginn, áður en það er um seinan. ATHUGASEMD. Grein þessi var skrifuð rétt eftir áramót 1942, og var svo til ætlast að hún kæmi út í tímaritinu Dvöl. En þar kom hún aldrei, af þeirri ástæðu, að Dvöl hætti að koma út um líkt leyti og greinin var send henni. Bækur. Guðmundui Finnbogason: Huganir. Rvík 1943. Útg. ísafoldarprent- smiðja. Það munu vera fáir íslendingar, sem rit- að hafa og rætt um jafn margbreytilega hluti og dr. Guðmundur Finnbogason. í ritgerðum sínum og bókum hefir hann rök- rætt um flesta hluti milli himins og jarðar og fáir hafa verið trúrri en hann þeirri reglu, að láta sér ekkert mannlegt óviðkom- andi. Ef einhver skyldi efast urn, að þetta sé rétt hermt, þá ætti sá hinn sami að taka sér í hönd hina nýjustu bók dr. Guðmundar, sem hér verður gerð að umtalsefni. Hún er einskonar hátíðarrit til minja um sjötugsaf- mæli höfundar, og hún sýnir betur en nokk- uð annað rit hans, hversu víða hann hefir leitað til fanga um viðfangsefni sín. Huganir, en svo þýðir dr. G. F. erlenda orðið „essay“, er safn ritgerða, sem hann hefir valið úr því, er hann lrefir ritað í nær- fellt fjóra tugi ára. Og þó bókin sé allstór, er hún ekki nema brot af öllum hugunum dr. Guðmundar. Þess gætir þó, að meira er hér af ritgerðum seinni ára en frá yngri ár- um höf. Annars er safn þetta furðulega fjöl- breytt. Nafn nokkurra greina sýna þetta, og eru þau gripin af handahófi: Ingólfur Arn- arson, um aktaskrift, andlitsfarði, þorsk- hausarnir og þjóðin, bölv og ragn, vinnu- hugvekjur, bjartsýni og svartsýni, satt, fag- urt og gott og hvers vegna orti Egill Höfuð- lausn? En þó að svo víða sé komið við, er öllum þessum greinum það sameiginlegt, að þær eru hugvekjur. Þær vekja lesandann til um- hugsunar og opna honum ný sjónarmið. Það er óvíst að lesandinn verði höfundi ætíð sammála, enda gerir það minnst til, ef hann einungis fæst til að hugsa og brjóta við- fangsefnin til mergjar. Og vel mætti svo fara að huganir dr. G. F. gætu fætt af sér aðrar huganir, þótt þær e. t. v. komi ekki fyrir almenningssjónir. Annað má einnig nefna, sem þeim er all- flestum sameiginlegt, þrátt fyrir sundurleitt efni. Þær stefna að því marki, að vernda og styðja það, sem bezt er með einstaklingun- um og þjóðinni. í því sambandi má benda á greinarnar: Smáþjóð — stórþjóð og hreint mál. Hin fyrri sýnir hvern tilverurétt smá- þjóðirnar eiga og geta skapað sér í heimin- uum, og hún verður lögeggjan til þegna smáþjóðanna um, að skapa þeim þennan rétt með starfi sínu og framkomu. Hreint mál er hvatning til þess að halda tungunni hreinni jafnframt því, sem höf. sýnir, hversu rökrétt og fögur íslenzk tunga er. Er Jrað og alkunna, að dr. G. F. er einn hinn orðhagasti íslendingur og ritar tíðum hið glæsilegasta mál. Þarfar hugvekjur eru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.