Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Síða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Síða 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR • JAN.—MARZ 1944 • XXXVII. ÁR, I,—3. HEFTI. Frá Ingjaldi presti Jónssyni. (Har.drit Konráðs Vilhjálmssonar frá Hafralask. Sögn Jóhannesar Guðmundssonar frá Fellsseli o. fl. heimildir). 1. Ætt og uppruni Ingjaldar prests. Faðir séra Ingjaldar var Jón prestur í Glæsibæ, Þorvarðarson bónda á Björgum í Kinn, Þórðarsonar bónda á Sandi norður, Guðlaugssonar. En systir Þorvarðar á Björg- um og dóttir Þórðar á Sandi var Steinunn, kona Björns sýslumanns Tómassonar i Garði, (d. 1796), og móðir Þórðar sýslu- manns í Garði Björnssonar (d. 11. febrúar 1834). Voru þeir því að öðrum og þriðja, Þórður sýslumaður og Ingialdur prestur. Séra Ingjaldur er talinn fæddur 15. Júlí 1786. En ekki fæ eg séð, hvar hann er fædd- ur, af prestakalla-röð föður hans, því að fæddur var séra Ingjaldur, áður en faðir hans vígðist, en það var 1791. Þá vígðist séra Jón að Svalbarði í Þistilfirði, og er þar prestur til 1799. Þá fær hann Myrká í Hörg- árdal og er þar til 1802, síðan Glæsibæ 1802 — 1817, og loks Breiðabólsstað í Vesturhópi 1817—1846. Á næsta ári (1847) andaðist Iiann eftir 55 prestsskaparár og er þá talinn 87 ára að aldri. Ingjaldur prestur var vígður 1811, fær Reynistaðar-klaustu" 1815. og heldur Jrað til 1827. Það ár fékk hann sér veitt Nes í Aðaldal, en hrökklaðist þaðan eftir fjög- urra ára þjónustu, sökum barneignar-brots, eftir því, er Davíð Níelsson ritar, vestur að Stað á Reykjanesi til bróður síns, Friðriks prófasts Jónssonar. Dánarár séra Ingjaídar er talið 1844. — Jón prestur Þorvarðarson var fóstraður upp hjá Ingjaldi presti gamla í Múla (1776—1804), Jónssyni. Hefir Ingjaldur prestur hinn yngri, sem hér verð- ur mest um rætt, verið heitinn eftir hon- um. — Fjórir urðu þeir prestar synir séra Jóns Þorvarðarsonar: 1. Séra Ingjaldur í Nesi, 2. séra Jón Reykjalín eldri á Ríp (1839—1857), 3. séra Friðrik Jónsson prest- ur á Stað á Reykjanesi (1830—1840), áður- nefndur og 4. séra Þorvarður Jónsson prest- ur að Hofi á Skagaströnd (1834—1841), en síðar í Holti undir Eyjafjöllum (1847— 1862). 2. Lýsing séra Ingjaldar. Ingjaldur prestur var manna fríðastur sýnum, söngmaður ágætur sem bræður hans, hagmæltur vel, Joótt vísur lians muni nú flestar gleymdar, og Jrjóðliagasmiður. Að öllu var hann vel að sér gjör, því er honum var ósjálfrátt, en búmaður var hann enginn. Sá löstur þótti einkum á ráði hans, að hann var í frekasta lagi til kvenna, og varð ]:>að honum að embættismissi einu sinni eða tvisvar. — Þess er og getið um Jón prest Reykjalín á Ríp, bróður hans, að hann missti hempuna fyrir barneignar- brot. — Þessara bresta þeirra bræðra getur Bólu-Hjálmar þannig í ljóðabréfi: Lukkuglys með gáfunum gengur á mis í heiminum, Þungt er kvis á þrautunum. — Þeim er að slysast prestunum.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.