Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Qupperneq 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Qupperneq 16
2 FRÁ INGJALDI PRESTI JÓNSSYNI N. Kv. Auðs hjá lín lekk yndis-mók, Amors pínan mjög var klók. Rel'sing sína og raunir jók Reykjalín, þá fram hjá tók. Er hér meint til séra Jóns. En síðar í sama Ijóðabréfi er þessi vísa, og mun þar vikið að Ingjaldi presti, er Jrá mun hafa haldið Reynistaðarklaustur, og þá samhér- aðsmaður Hjálmars, — en þaðan kom hann að Nesi.1) Hans hefir hlýri á kvenmanns kvið kosið dýran stundarfrið. Sæmd mjög rýra situr við. — Svona flýr út mannorðið. Voru þeir engir vinir, Hjálmar og Jón prestur. Höfðu orðið með þeim ýmsar greinir, og jafnvel handalögmál. (Sbr. Bólu- Hjálmars sögu, Eyrarb. 1911, 8.-9. kap.). 3. Frá smíðum Ingjaldar prests. Ingjaldur prestur var ágæta-vel hagur, sem áður er sagt. Lét hann reisa kirkju í Nesi á þeim árum, er hann var þar, og vann nokkuð að smíðinni sjálfur. En yfirsmiður var ísfeld snikkari Eyjólfsson. Mælt var, að ísfeld þætti lítil og fátækleg tilföng til kirkjusmíðarinnar, og kirkjan yrði jrví veigalítil. Á hann að hafa kveðið svo að orði, að bygging sú væri, ,,eins og krækt væri saman kattarrifjum". Séra Ingjaldur smíðaði einkum innan í kirkju þessa, svo sem milligerðina milli J) Kvæntur var séra Ingjaldur, en ekki hefi eg nafn konu hans. En hennar mun vera getið í Prestaævum Daða Níelssonar og Sighvats Borg- firðings, og næ eg nú ekki til þeirra rita. Börn þeirra verða því heldur ekki talin hér, ef einhver hafa verið. En talið er að séra Jakob Guðmunds- son (á Sauðafelli frá 1868) hafi verið launsonur sr. Ingjaldar. En hann var faðir Guðmundar Jak- obssonar byggingameistara í Rvík, föður þeirra hljóðfærasnillinganna, Þórarins Guðmundssonar og Eggerts Gilfers. — Sjá Bólu-Hjálmarssögu bls. 19. — K. V. kórs og framkirkju, er Jóhannes gamli Guðmundsson (f. 1829, d. 1922), hrepp- stjóri í Saltvík á Tjörnesi, síðar bóndi í Fellsseli í Kinn, mundi vel eftir, útskorinni og grænmálaðri. Einnig smíðaði Ingjaldur prestur til kirkju þessarar ljósakrónu, rennda úr birki, er hékk í Neskirkju lengi liam eftir árum, eða fram undir aldamótin 1900, og man sá, er þetta ritar, vel eftir henni. Benedikt Þórarinsson (skálds og prests í Múla 1804—1816), ritari Þórðar sýslu- manns í Garði, fyrrnefnds, (síðar prestur í Heydölum 1851—1856, og víðar eystra), hafði og unnið eitthvað að kirkjusmíð þess- ari með þeirn Ingjaldi presti. Var séra Benedikt sá faðir Halldórs bónda á Skriðu- klaustri. Hann dó í Heydölum 1856, 62 ára, eftir 35 embættisár. 4. Frá Helgu Gottskálksdóttur. Svo bar til eitthvert sinn, þá er séra Ingjaldur var í Nesi, að hann ferðaðist norður í Öxarfjörð. Á heimleiðinni gisti hann undir Fjöllum í Kelduhverfi. Þar bjó þá Gottskálk hreppstjóri Pálsson, mikils metinn maður, og góður bóndi. Gottskálk átti fjölda barna: 9 eða 10 syni og 2 dætur. Hét önnur dóttir hans Helga, og var mælt, að hún hefði þjónað presti til sængur um kvöldið. Lék mönnum grunur á, að upp frá því hefði þau séra Ingjaldur og Helga fellt hugi saman. — Að morgni hélt prestur áfram ferð sinni inn yfir Reykjaheiði, og segir ekki frekar af því. En tveim dögum síðar, eða þrem bar svo til á Fjöllum, að Helga bóndadóttir hvarf skyndilega að heiman. Vissi enginn, hvað af henni var orðið, og liðu svo nokkurir dagar, að ekki spurðist til liennar. Fréttist þó brátt innan yfir heiði, að Helga frá Fjöllum hefði verið þar á ferðinni, og ætl- að að Nesi. Létti hún og eigi ferð sinni, fyrr en þangað kom, og dvaldist hún þar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.