Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Qupperneq 18
4
FRÁ INGJALDI PRESTI JÓNSSYNI
N. Kv.
Jóns „háleggs" á Syðrafjalli, en föðurbróðir
Baldvins „skálda“ Jónssonar, er sumir hafa
nefnt „Kvenna-Baldvin“, og dvaldi víða í
Þingeyjarsýslu framan af ævi, en síðar vest-
ur í Skagafirði. — Guðmundur var for-
söngvari í Nes-kirkju, liagmæltur maður og
skemmtinn. Þessa vísu kvað Guðmundur
eitt sinn til séra Ingjaldar, og munu þeir
þá hafa verið við skál:
Þú ert prestur, það er verst.
Þér var bezt að vera
eins og ég a allan veg, '
en ekki tegund séra.
Fleiri l jóð munu þeim hafa á milli farið,
þótt nú séu gleymd.
Þessi vísa er og eftir Guðmund á Fjalli,
er mörgum hefir þótt vel kveðin:
Þó að svelli um þanka stig
þræla hvellur rómuT.
innra hrellir ekki mig
annarra fellidómur.
Verner von Heidenstam:
Sænskir höfðingjar.
NOKKRAR SOGUR HANDA UNGUM OG GÖMLUM.
FRIÐRIK ÁSMUNDSSON BREKKAN
heíir endursagt á íslenzku.
SKJ ALDMÆRIN.
1.
í mánaskini.
Þorgrímur hét bóndi auðugur. Hann var
ríkastur bænda í Róslögum.1)
Eitt kveld sat hann í skála sínum og
ræddi við gesti sína. Blysin, sem voru úr
kvóðuríkum furuvið. voru fest á veggina.
Þau brunnu út og slokknuðu hvert eftir
annað, eftir því sem á kveldið leið. — En
máninn skein niður í gegnum Ijórann á
þakinu og varpaði skærum og mildum
bjarma yfir borðið og hásætið.
Hin síðustu ár höfðu gerzt mikil tíðindi
með Svíum og Gautum, og nú var rætt um
afreksverk og ævintýri, því að gestirnir, sem
sátu í skála bóndans, voru nýkomnir heim
úr leiðangri.
Skyndilega kom þræll hlaupandi inn í
skálann. Hann hélt á hjálmi í báðum hönd-
um fyrir framan sig, og er hann kom að
borðinu frammi fyrii húsbóndanum, setti
hann hjálminn þar.
Þegar Þorgrímur bóndi leit niður í
hjálminn, sá hann að í honum lá meybam
nýfætt og baðaði út höndunum og fótun-
um og grét.
Þrællinn tók þá til máls og sagði:
—Miklar jarðeignir átt þú, húsbóndi
minn; en hver á að taka arf eftir þig og
rækta hinar miklu lendur þínar? Hingað
til hefir þú verið barnlaus, en nú á þessu
J) Nú: Rosalgen, svo nefnist Upplandsströndin.