Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Page 23

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Page 23
N. Kv, SÆNSKIR HÖFÐINGJAR 9 Hjálmdís og hélt áfram að hlæja. — En vita skaltu það, að ég átti einnig föður, sem þú. Og enda þótt hann væri tíu sinnum dauð- uur, skal hann samt spyrja það einhvern tíma, að ég hafi borið bóndaspjót lians með jafn miklum heiðri, og þó að ég hefði verið sonur hans. Tygjaðu þig í herklæði föður þíns, Styrbjörn, og láttu ekki konur hæða þig- Styrbjörn hélt nú til skipa sinna við ár- ósinn, og einn morgun í dögun skriðu þau frá landi. Seglin á stærstu og fegurstu skip- unum voru stöfuð með rauðum og gulum röndum, og hljóðlega og tignarlega skriðu þau meðfram sefgrónum ströndum. En þeg- ar þau komu út á Melarvatnið milli hinna grænu hólma, þar sem nautin stóðu og gláptu á þau, fengu þau mótvind. En þá voru lagðar út þrjátíu árar á borð á hverri snekkju, sem nú gengu hratt og stefndu til ókunnra stranda. — Geti ég ekki einhvern tíma orðið kon- ungur yfir þessu landi, þá vil ég ekki lifa! 4. Styrbjöm í víking. Styrbjörn sigldi nú langa lengi um höfin, fór hann víða og vann bæði borgir og lönd. Hann varð hinn mesti kappi og fékk viður- nefnið hinn sterki. — Eitt sumar hélt hann til eyjarinnar Wollin í Eystrasalti. Þar stóð þá Jómsborg, hinn nafnfrægasti kastali Jómsvíkinga. Jómshorg var talin óvinnandi með öllu, og manna á milli gengu sagnir um, að inn- an múranna væri herskipalægi svo stórt, að tvö hundruð langskip gætu legið þar í einu borð við borð. Styrbjörn sendi njósnara inn í borgina, og á þann hátt komst hann að því, að þar væri höfðingjalaust fyrir. Eggjaði hann nú menn sína að duga sem bezt og róa fram til atlögu. Þvert yfir hafnarmynnið var múruð hvelfing, bæði mikil og traust og lokuð með járnbentum liurðum og digrum slagbrönd- um. En yfir hvelfingunni var turn til vam- ar, og þaðan rigndi stórgrýti og vellandi vatni niður yfir hvern þann, er óboðinn reyndi að brjótast inn í höfn borgarinnar. Með dynjandi, æðisgengnu Iierópi lögð- ust allir menn á skipi Styrbjarnar á árarn- ar í einu og knúðu svo fast að snekkjan flaug áfram yfir hvítfyssandi vatnið eins og ör flýgur af bogastreng. Skeiðin rann á hið lokaða hafnarmynni svo að ekkert stóðst fyrir. Eikarbjálkarnir er halda skyldu hurðunum aftur, hrukku sundur með braki svo rniklu, eins og fjall helði rofnað. Hlið- ið opnaðist. En svo var höggið mikið, að skip Styrbjarnar klofnaði að endilöngu. Víkingar lögðust þá hver á sína ár og syntu inn í kastalann, en hin skipin ívlgdu eftir. Varð lítið um vörn, þegar inn var komið, og urðu Jómsvíkingar að gefa sig á vald Styrbjarnar hins sterka, taka hann til höfð- ingja yfir sig og sverja honum eiða. Enginn var tekinn í flokk Jómsvíkinga, sem var yngri en fimmtán vetra né eldri en fimmtíu. Hver maður varð að vera hertur í allskonar mannraunum og svo djarfur, að hann aldrei hopaði fyrir tveimur í bardaga. Fyrir slíka menn var það ánægja að fylgja höfðingja eins og Styrbirni. Aldrei sat hann um kyrrt, alltaf stöðugt fylgdi leiðangur eftir leiðangur. — Eftir að hann nú var orð- inn Jómsvíkingur, mátti hann aldrei láta í ljósi neina óánægju, aldrei kvarta né æðr- ast, Iivað sem mætti honum. Á hinum stöð- ugu víkingaferðum voru heldur ekki marg- ar stundir til slíks. En það heyrðu menn hans, að hann oft bylti séj andvaka í húð- fati sínu nótt eftir nótt. Hann hafði nú fengið bæði auð metorð og völd, frægð og oiðstír — allt það, sem sæ- konungur gat óskað sér — aðeins ekki það einasta, sem hann þráði og óskaði af alhug, það sem hann dreymdi um í svefni og vöku: Að standa á haugi föður síns við Uppsali 2

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.