Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Síða 24
10
SÆNSKIR HÖFÐINGJAR
N. Kv.
og vera hylltur sem konungur alls Svía-
veldis.
Haraldur blátönn konungur í Dan-
mörku, þurfti að rá aðstoð Styrbjarnar og
Jömsvíkinga. Hann gifti honum því dóttur
sína. En samt gat Styrbjörn aldrei gleymt
hinni göfuglegu skjaldmey í höll Eiríks
sigursæla. Hann hugsaði oft til liennar. Og
í hvert sinn varð skap hans harðara. Að
endingu hugðist hann að láta nú til skarar
skríða. Og með hótunum neyddi hann Har-
ald konung tengdaföður sinn til að koma
sér til liðveizlu með ekki minna en tvö
hundruð skip.
Hin mikla höfn í Jómsborg hafði ekki
einu sinni rúm fyrir allan þann skipaflota,
sem Styrbjörn nú dró að sér. Og þegar
hann var búnn, hélt hann með þrjú hundr-
uð herskip í einum flota norður um Eystra-
salt og nálgaðist hinar björtu nætur og hina
skógivöxnu hólma, sem hann þekkti og
þráði.
Þegar hann hafði skipað mönnuin sínum
á land á strönd Melarvatnsins, bar hann eld
í skip sín og brenndi þau öll. — En er Har-
aldur konungur, sem enn var ekki kominn
að landi með sinn flota, sá eldinn, gaf hann
öllum skipstjórannnönnum sínum fyrir-
skipanir í skyndi. Var síðan öllum flota
Dana snúið við. En byr var blásandi og létu
þeir ganga, sem mest máttu þeir, heim aft-
ur til Danmerkur.
Styrbjörn missti samt ekki kjarkinn,
heldur byrjaði þegar herferðina yfir land,
ruddi sér braut gegnum skógana og hélt
öllu liði sínu á Fyrisvöllu.
— Annað hvort sit ég nú bráðlega í há-
sætinu í Uppsölum eða þá í haugi opnum
í jörð þeirri, sem átti að vera mín með full-
um rétti! tautaði hann við sjálfan sig.
5.
Orrustan á Fyrisvöllum.
Eiríkur konungur sigursæli var bardaga-
maður mikill og stjórnsamur höfðingi.
Þegar honum var borin hersaga lét hann
þegar skera upp herör og safnaði öllum
her Svía. — í tvo lieila daga stóð orrustan á
völlunum og mátti ekki á milli sjá, hver
sigra mundi.
Þegar leið að nóttu síðari daginn, blót-
aði Styrbjörn Þór til fulltyngis sér. Sá hann
]iá rétt í svip mann birtast í hinum rauð-
leita skýjamekki. Hann var í rauðum kyrtli
og rauðskeggjaður, og virti hann Styrbjöm
fyrir sér með sorgarsvip.
— Eg sé, að þú boðar mér dauðann,
mælti Styrbjörn og beygði höfuðið. —
Mikið hefir þú veitt mér — aðeins ekki
það, sem ég þráði mest og sóttist eftir. — En
þannig eru örlög manna.
A meðan þessu fór fram gekk Eiríkur
konungur í blótlundinn hjá Uppsölum og
inn í hið mikla goðahof, sem að utan var
prýtt listum allt um kring, er líktust gull-
festum. En inni var þar myrkt og grafið í
jörðu, varð að ganga niður fleiri þrep, áð-
ur en komið var að líkönum goðanna. Það
var líkast því að gengið væri niður til und-
irheima.
— Þess strengi ég heit, Óðinn, hvíslaði
konungurinn hljóðlega, að gefir þú mér
sigur í þessari onustu, þá gef ég þér sjálfan
mig og líf mitt að tíu árum liðnum!
Þegar hann hafði mælt þessum orðum,
stóð allt í einu einevgðum maður með síð-
an hatt á höfði frammi fyrir honum.
— Svo á ég yður þá alla! mælti hann og
rétti konungi spjót, um leið og hann hvarf
aftur.
Þegar dagur ljómaði næsta morgun, fór
Eiríkur konungur upp á hæsta sandhólinn.
Við hlið hans stóð hinn tryggi Þorgnýr lög-
maður, sem oft hafði verið með honum í
mannraunum og lagt honum mörg viturleg
ráð. Lúðrarnir gullu, er blásið var her-
blæstri. Og rykskýin þyrluðust upp, því að
á öllum haugum, vegum og ökrum rauk
sandur og mold undan fótum manna og
hesta.