Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 24
10 SÆNSKIR HÖFÐINGJAR N. Kv. og vera hylltur sem konungur alls Svía- veldis. Haraldur blátönn konungur í Dan- mörku, þurfti að rá aðstoð Styrbjarnar og Jömsvíkinga. Hann gifti honum því dóttur sína. En samt gat Styrbjörn aldrei gleymt hinni göfuglegu skjaldmey í höll Eiríks sigursæla. Hann hugsaði oft til liennar. Og í hvert sinn varð skap hans harðara. Að endingu hugðist hann að láta nú til skarar skríða. Og með hótunum neyddi hann Har- ald konung tengdaföður sinn til að koma sér til liðveizlu með ekki minna en tvö hundruð skip. Hin mikla höfn í Jómsborg hafði ekki einu sinni rúm fyrir allan þann skipaflota, sem Styrbjörn nú dró að sér. Og þegar hann var búnn, hélt hann með þrjú hundr- uð herskip í einum flota norður um Eystra- salt og nálgaðist hinar björtu nætur og hina skógivöxnu hólma, sem hann þekkti og þráði. Þegar hann hafði skipað mönnuin sínum á land á strönd Melarvatnsins, bar hann eld í skip sín og brenndi þau öll. — En er Har- aldur konungur, sem enn var ekki kominn að landi með sinn flota, sá eldinn, gaf hann öllum skipstjórannnönnum sínum fyrir- skipanir í skyndi. Var síðan öllum flota Dana snúið við. En byr var blásandi og létu þeir ganga, sem mest máttu þeir, heim aft- ur til Danmerkur. Styrbjörn missti samt ekki kjarkinn, heldur byrjaði þegar herferðina yfir land, ruddi sér braut gegnum skógana og hélt öllu liði sínu á Fyrisvöllu. — Annað hvort sit ég nú bráðlega í há- sætinu í Uppsölum eða þá í haugi opnum í jörð þeirri, sem átti að vera mín með full- um rétti! tautaði hann við sjálfan sig. 5. Orrustan á Fyrisvöllum. Eiríkur konungur sigursæli var bardaga- maður mikill og stjórnsamur höfðingi. Þegar honum var borin hersaga lét hann þegar skera upp herör og safnaði öllum her Svía. — í tvo lieila daga stóð orrustan á völlunum og mátti ekki á milli sjá, hver sigra mundi. Þegar leið að nóttu síðari daginn, blót- aði Styrbjörn Þór til fulltyngis sér. Sá hann ]iá rétt í svip mann birtast í hinum rauð- leita skýjamekki. Hann var í rauðum kyrtli og rauðskeggjaður, og virti hann Styrbjöm fyrir sér með sorgarsvip. — Eg sé, að þú boðar mér dauðann, mælti Styrbjörn og beygði höfuðið. — Mikið hefir þú veitt mér — aðeins ekki það, sem ég þráði mest og sóttist eftir. — En þannig eru örlög manna. A meðan þessu fór fram gekk Eiríkur konungur í blótlundinn hjá Uppsölum og inn í hið mikla goðahof, sem að utan var prýtt listum allt um kring, er líktust gull- festum. En inni var þar myrkt og grafið í jörðu, varð að ganga niður fleiri þrep, áð- ur en komið var að líkönum goðanna. Það var líkast því að gengið væri niður til und- irheima. — Þess strengi ég heit, Óðinn, hvíslaði konungurinn hljóðlega, að gefir þú mér sigur í þessari onustu, þá gef ég þér sjálfan mig og líf mitt að tíu árum liðnum! Þegar hann hafði mælt þessum orðum, stóð allt í einu einevgðum maður með síð- an hatt á höfði frammi fyrir honum. — Svo á ég yður þá alla! mælti hann og rétti konungi spjót, um leið og hann hvarf aftur. Þegar dagur ljómaði næsta morgun, fór Eiríkur konungur upp á hæsta sandhólinn. Við hlið hans stóð hinn tryggi Þorgnýr lög- maður, sem oft hafði verið með honum í mannraunum og lagt honum mörg viturleg ráð. Lúðrarnir gullu, er blásið var her- blæstri. Og rykskýin þyrluðust upp, því að á öllum haugum, vegum og ökrum rauk sandur og mold undan fótum manna og hesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.