Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Qupperneq 25
N. Kv.
SÆNSKIR HÖFÐINGJAR
— Gef ég yður alla Óðni! hrópaði Eirík-
ur sigursæli og skaut spjóti sínu, og í sömu
andrá þutu örvarnar af öllum bogastrengj-
um í þéttri drífu.
Þegar sandský mikið nálgaðist á vellin-
um héldu þeir, Styrbjörn og víkingar hans,
að þar færi riddaralið. Þeir feldu spjótin til
þess að stöðva það og standast áhlaupið. En
í stað ríðandi hermanna geystust út úr hinu
gula mistri trylltir uxar og ótamdir hestar,
sem voru bundnir saman margir í röð.
Okin, sem þeir höfðu á hálsunum, voru al-
sett hnífsblöðum, spjótsoddum og hvössum
krókum. Öskur nautanna hlandaðist við
vopnagnýinn og jörðin varð öll blóði drif-
in....
Styrbjörn, sem minna óttaðist dauðann,
en að menn hans skyldu flýja með skömm,
rak merkisstöng sína fast niður í jörðina og
varði merkið, þrátt fyrir að hann þegar var
aðframkominn af sárum og þreytu.
Þá sá hann allt í einu eins og glampa af
mörgum blysum inni í hringiðu misturs-
ins. Var það skjaldmeyjarflokkurinn, sem
nú þeysti fram með blikandi spjótin á lofti.
Þar fremsta þekkti hann þegar Hjálmdísi á
ljósa hárinu, sem flaksaðist í vindinum.
Hann kallaði til Iiennar og sagði, að
hefði hún fylgt honum forðum, þegar hann
bað hana um það, mundu þau nú hafa rið-
ið samhliða til sala Óðins. — Hún svaraði,
að enn gæti vel orðið úr þeirri samfvlgd, og
að ekki væri óhugsandi, að hún yrði hon-
um vinveittari þar, en hér hefði verið. —
Bráðlega heyrðu þau þó ekki hvort til ann-
ars. — Og Styrbjörn féll, þar sem hann stóð,
mitt í örvadrífunni.
Eiríkur sigursæli stóð enn á ltæðinni, þar
sem hann hafði tekið sér stöðu um morgun-
inn, og nú hafði hann son sinn, hinn unga
Ólaf, við hönd sér. — Meðal hirðmannanna,
sem voru með konunginum var íslending-
urinn, Þorvaldur Hjaltason, sem skundaði
upp á efsta topp hæðarinnar. Hann bar
höfuðið hátt og augu hans leiftruðu. Og
11
liann, sem aldrei áður hafði getað ort, fékk
nú stutta stund senda frá Óðni þá hrifn-
ingu andans, sem skáldgáfan sprettur upp
af. Hann hóf upp raust sína og kvað. Ei-
ríkur konungur dró gullhring af hönd sér
og gaf honum að 'launum. En augu Þor-
valds sáu langt — og hann hélt áfram og
flutti af mikilli snilld einasta kvæði, sem
hann kvað á allri ævi sinni — hina miklu
og voldugu drápu um orrustuna á Fyris-
völlum.
Kvæðið hljómaði út í dauðaþögnina, sem
nú ríkti yfir vígvellinum. — Hrafnaflokk-
arnir sýndu, hvar Valkyrjurnar nú leiddu
hesta sína fram til þess að sækja hinar
föllnu kempur og flytja þær til Óðins. —
Að lokum komu meyjar Óðins þangað, sem
bardaginn hafði verið harðastur og örfa-
drífan mest, og þar staðnæmdust þær um
stund í aðdáun. Þar lágu nú hinar tólf
skjaldmeyjar hlið við hlið á jörðinni. Allar
voru þær jafn fagrar í dauðanum.
Ein af Valkyrjunum lyfti Hjálmdísi á
hestinn fyrir frarnan sig og hleypti með
hana yfir Bifröst, regnbogabrúna, að hlið-
um himinsins.
Hinn mikli hófadynur vakti Hjálmdísi
eins og af svefni. Og þegar hún lauk upp
augunum, sá hún fvrst Ijómann, yfir hinum
skrautlegu salarkynnum Freyju, þá sá hún
hina rauðleitu klettaborg, sem var bústaður
Þórs, heyrði hún þaðan þrumur og reiðar-
slög. — Og að lokum var henni lyft af hest-
inum, og hún leidd inn í Valhöll.
Veggirnir voru alþaktir hvössunt sjtjót-
um og gylltum skjöldum. Og Einherjarnir
reistu sig upp frá bekkjunum til að fagna
sonum og frændum og göinlum vopna-
bræðrum, sem fallið höfðu í orrustunni os:
til þess að spyrja nýtt neðan af jörðinni.
En lengst burtu sat gamall, einmana mað-
ur, án þess að hreyfa sig, eða taka eftir
neinu. Hann andvarpaði þungt og mælti
við sjálfan sig:
— Ég get ekki búizt við að fagna neinum
2*