Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Síða 27
N. Kv.
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
13
við runna og beið átek.ta. Hann hafði heyrt
skrjáfa í liminu skammt frá.
Fram úr skóginum kom nú hópur apacha-
indíána. Tveir fóru fyrir og var annar
þeirra búinn að hætti indíánahöfðingja. Á
eftir þeim komu fjórir og báru líkbörur á
milli sín. Lík gamals indíána var á börun-
um. Ruben taldi sjö börur bornar þannig
gegnum skógarrjóðrið. Innan stundar var
fylkingin horfin út í skóginn.
Ruben reis á fætur og hélt í humátt á
eftir, en gætti þess vandlega að láta ekki til
sín heyrast.
Þannig hélt hann á eftir líkfylgdinni sex
mílur vegar, unz skóginn þraut og fram
undan lá dalverpi nokkurt. Klettaborgir og
ásar luktu um þ- ð á alla vegu. Allstórt vatn
var í miðjum dalnum og á bökkum þess
var þorp pekoanna. Byggingarnar voru að-
eins fátæklegir strákofar, Istrútmyndaðir.
Autt svæði var í miðju þorpinu, þar voru
ráðstefnur indíánanna að jafnaði haldnar.
Kvekaranum tókst að fylgja líkfylgdinni
eftir heim undir þorpið. Þegar hann ekki
þorði lengur að veita þeim eftirför, leitaði
hann fylgsnis bax við nokkur tré í dalbrún-
inni. Gat hann þaðan fylgst vel með öllu,
sem gerðist í þorpinu
I dögun gekk líkfylgdin inn í þorpið.
Indíánakonur, sem voru við vinnu sína á
nálægum ökrum bórðu sér á brjóst og
þustu síðan heim í þorpið, til þess að flytja
vinum sínum og venslamönnum sorgartíð-
indin.
í þorpinu var uppi fótur og fit. Felmtri
miklu hafði slegið á þorpsbúa við þessa
síðustu atburði. Ruben skemmti sér vel við
að horfa á uppþotið. F.n allt í einu sá hann
hvar gamall indíáni kom skálmandi. Ru-
ben þekkti hann samstundis. Það var Ma-
kamsch, hinn iliræmdasti af öllum indíána-
höfðingjum, og faðir Svarta-Fálka.
Indíáninn virtist ekki verða kvekarans
Var og hélt sniðhallt fram hjá fylgsni hans.
En þá spratt Ruben á fætur. Indíáninn
heyrði harkið og vatt. sér snöggt við. Hóf
hann samstundis tomahawk-öxi sína á loft
og réðist á móti kvekaranum
„Hvíldu öxi þína, gamli Makamsch,“
mælti kvekarinn rólega á apaclia-máli. ,,Ég
er Ruben úrasali og fer með friði. Ég hefi
margoft gist bæ pekoanna og hefi auk held-
ur vegabréf frá Svarta-Fálka, syni Ma-
kamasch."
„Sonur minn, Svarti-Fálki, hefir skorið
upp herör gegn öllum hvítum mönnum.
Vegabréf þitt er einskis virði og þú verður
að deyja,“ svaraði Makamsch.
„Þú virðist hafa nauman tíma, gamli
maður. Hefir þú ekki hugleitt, að ég er
þrisvar sinnum hraustari en þú?“
„Makamsch er gamall," svaraði höfðing-
inn, „en hann er hraustur hermaður og
vissulega skal hann taka líf hins hvíta
manns.“
Og öldungurinn gerði sig líklegan til að
keyra öxina í höfuð kvekarans, en hann bar
af sér lagið með byssuskeftinu. Hönd indí-
ánans hné máttlaus niður og öxin féll
glymjandi til jarðar. Samtímis flaug Ru-
ben á hann og varpaði honum til jarðar.
Kosta ætlaði að koma húsbónda sínum
til hjálpar, en hann bægði honum frá.
„Fyrir mörgum árum síðan,“ hóf Ruben
hvíslandi mál sitt, „réðist þú og menn þín-
ir inn á heimili bónda nokkurs. Þið særð-
uð hann hættulega, drápuð móðir hans,
svívirtuð konu hans og drápuð hana síðan.
Elzta son hans drápuð þið líka og tveim
yngri börnum hans rænduð þið. Ekkert
hefir síðan til þeirra spursr. Konurnar tvær
hengduð þið naktar upp í tré, og skemmt-
uð ykkur við að misþyrma þeim örendum.
Þið svarðflettuð þá dauðu og bóndanum
ætluðuð þið sömu örlög. Þið hugðuð hann
dauðan. En þegar til átti að taka var
hann horfinn. Hann komst undan við illan
leik og síðan þessir hræðilegu atburðir
gerðust, hefir það verið eina köllun hans í
lífinu að ná hefndum. Margan dag hefnd-