Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Page 29

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Page 29
N. Kv. DÆTUR FRUMSKÓGARINS + 15 Þau áttu heima í Boston. Ruben varð hlut- skarpari í ástamálunum og hlaut hina ungu læknisdóttur, sem var óviðjafnanlega fögur. Gonsalvo hvarf á braut og Ruben hafði engar fréttir af honum haft síðan. Ruben tók við búgarði föður síns, eftir að hann hafði gengið að eiga hina ungu heit- mey sína. Miklar skuldir hvíldu á búgarð- inum og fór svo að lokum að hann gat ekki undir þeim risið og neyddist til að selja hann. Fluttust þá ungu hjónin til Vestur- ríkjanna og settust að á litlu en snotru býli, er hann keypti í nánd við Rio Grande. Á þessum búgarði var það, að apacha- indíánarnir lögðu líf hans í auðn. „Ekki verður annað sér,“ tautaði hann við sjálfan sig, „en að einhver grimmlynd örlög hafi dæmt alla ætt mína til að falla fyrir indíánum. Móður mína, konu mína, elzta son minn hafa þeir myrt. Rauðskinni var einn af morðingjum bróður míns, og nú er lífi barna hans ógnað af rauðskinn- um. Eilíf bölvun hvílir yfir ykkur, rauðu djöflar! Krossför hefndarinnar er að vísu löngu hafin, en síðasti þátturinn er eftir, og þá skuluð þið fá öll ykkar níðingsverk margfaldlega endurgoldin.“ Degi var nú tekið að halla. Ruben hélt þó enn lengi kyrru fyrir í fylgsni sínu. LTm lágnættið fór hann loks á kreik. Kosta fylgdi honum eftir. Skreið hann á fjórum fótum yfir hið auða svæði milli hlíðarinnar og akranna sem að vatninu lágu. Yfir akur- inn gekk þeim ferðin greiðlega og þegar þeir náðu vatninu gátu þeir auðveldlega dulist í hinu háa sefi er óx á bökkum þess. Ruben varð fljótlega var við að indíáni hélt vörð milli vatnsins og þorpsins. Sá hann varðmanninn greinilega gegnum sef- ið. Hann virtist vera ungur og ekki líklegur til stórræða. Studdist hann fram á öxi sína og starði óaflátanlega út á vatnið. Allt í einu hrökk hann við. Eitthvert ■ókennilegt hljóð barst að eyrum hans. Og vel má geta sér þess til, hve undrandi og skelfdur liann var, er hann sá gamla indí- ánahöfðingjans, Makamsch, sem dauður hafði fundist skömmu áður, standa frammi fyrir sér. „Já, vissulega er það gamli Makamsch, sem þú sérð. Blóðsugan drap mig. Veiztu það?“ „Já,“ stamaði indíáninn. „Hinn rnikli andi,“ hélt hinn áfram, sem var enginn annar en kvekarinn, „hefir fal- ið mér að vara ykkur við Blóðsugunni og vera ykkur til verndar. meðan Svarti-Fálki er fjarverandi. Áður en ég var drepinn, hóf ég tomahawk-öxi mína gegn Blóðsugunni. En engin vopn vinna á henni. Hún er refsivaldur hinna hvítn manna, og mun ekki láta staðar numið fyiT en kynflokki okkar er útrýmt, ef ekki verður að gert í tæka tíð. Varið ykkur að troða henni ekki um tær.“ „Já,“ stamaði indíáninn. „Þekkir þú Skógarblóm?“ hélt öldungur- inn áfram. „Höfðingi minn ætti að vita að svo er,“ svaraði indíáninn. „Veiztu hvað sonur minn ætlar að gera við liana, jregar hann kemur aftur?“ „Hann ætlar að taka hana f'yrir konu, ef geggjun hennar læknast, en hún hefir ekki verið mönnum sinnandi í seinni tíð.“ „Ef svo er, bá verður að gæta hennar vel. Hvar er hún í nótt?“ „Þar sem hún er vön að vera." „Hver vakir yfir henni?“ „Gömul kona, sem Svarti-Fálki valdi til þess.“ „Nú býð ég þér að sækja hana,“ mælti gamli höfðinginn skipandi röddu, „og koma með hana á minn fund. Ég vil sjálfur vaka yfir henni, þangað til sonur minn kemur heim. Skógarblóm skal búa í gamma mínum, sem nú er auður. Ég skal halda vörð fyrir þig á meðan. Flýttu þér aðeins og komdu Skógarblómi á minn fund. Ég mun síðan sjálfur fylgja henni til gammans.“

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.