Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Qupperneq 31
N. Kv.
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
17
sinn og unnustu, varð hann frá sér num-
inn af gleði. Vafði hann Skógarblóm örm-
um og ætlaði aldrei að geta sleppt henni
aftur.
„Hvar er Jámhönd?" mælti Ruben, þeg-
ar honum fannst nóg komið af ástarhótun-
um. ,,Og hvað getur þú sagt mér um afdrif
hacíendunnar?"
„Járnhönd er fangi pekoanna og hací-
endan á valdi þeirra. Ibúárnir Iiafa allir
verið drepnir að tveim undanskildum,"
svaraði Nevado þungbúinn.
„Hverjir eru það?“ spurði Ruben.
„Börn don Rodriques eru bæði á lífi, en
þau eru einnig fangar pekoanna."
„Við verðum að gera allt, sem í okkar
valdi stendur, til þess að frelsa þau öll,“
mælti Ruben.
„Vissulega," svaraði Nevado. „Nokkur
hluti Indíánanna er lagður af stað til Placer
Barranko, til þess að ræna þar og rupla.
Með þeim hóp er Don Jaime og Donna
Dolores. Járnhandar er gætt af þeim, sem
eftir urðu. Þeir héldu strax eftir fall hací-
endunnar áleiðis til indíánaþorpsins."
„Við verðum nú þegar að snúa við,“
mælti Rul)en. „Við megum engan tíma
missa.“
„Hvar eigum við að skilja Skógarblóm
eftir?“ spurði Nevado áhyggjufullur.
„Eg fer með ykkur,“ mælti hún, „þar sem
Nevado er, þar vill Skógarblóm vera. Eg
vil ekki skilja við þig frarnar."
Nevado leit spyrjandi til félaga síns.
„Við lofum henni að fara með okkur,“
mælti hann. „Við finnum vissulega eitt-
hvert fylgsni handa henni, þegar við nálg-
umst indíánaþorpið.“
Síðan héldu þau áleiðis til indíánaþorps-
ms, sömu leið og Ruben og Skógarblóm
höfðu komið. Á leiðinni sagði Ruben frá
því, hvernig honum tókst að ná Skógar-
blómi úr klóm indíánanna .
XXVIII.
JÁRNHÖND OG CASATA HITTAST.
Eins og áður er frá sagt, var Járnhönd
fluttur til þorps pekoanna, eftir fall hací-
endunnar. Þar sem hann nú lá í böndum,
hafði hann nægan tírna til þess að hugsa
ráð sitt. Útlitið var skuggalegt, því bar sízt
að neita. Þó var fjarri því að hann léti
hugfallast. Oft hafði hann komizt í hann
krappan, og ávallt borið sigur af hólmi, yf-
ir hverskonar örðugleikum. Hví skyldi
hann ekki einnig nú reynast sinnar gæfu
smiður? Trú hans á að sér tækist að sleppa
frá böðlum sínum vár óbiluð. Honum var
Ijóst, að honum bar einnig skylda til að
frelsa Don Jaime og systur hans, sem Svarti-
fálki hafði komið með til bækistöðva sinna,
skömmu eftir að hann sjálfur var tekinn til
fanga og fluttur þangað.
Don Jaime lá í böndum aðeins skammt
frá Járnhönd. Þeir höfðu tekið tal saman
og Járnhönd gerði allt, sem hann gat til að
telja kjarkinn í hinn unga mann. Ennfrem-
ur sagði hann honum hvað á dagana hefði
drifið síðustu vikurnar og frá því, er þeir
Nevado hættu veiðurn sínum handan við
Colorado og héldu í áttina til indíánaþorps-
ins, í þeim tilgangi að ná Skógarblómi úr
höndunr pekoanna. A leiðinni hefðu þeir
hitt hinn dularfulla Ruben úrasala, er hafði
fengið þá til að taka þátt í vörnum hacíend-
unnar del Rodriques. Sjálfur lrefði hann
skuldbundið sig til að færa þeim Skógar-
blónr að launum. Járnhönd sagði hinunr
unga manni einnig frá falli hacíendunnar,
og hvernig leiðir þeirra Nevado skyldu.
„Hvernig nrá það vera,“ mælti Don
Jainre, er hlýtt hafði þegjandi á frásögn
Járnhandar, „að Ruben úrasali lrafi beðið
ykkur að koma hacíendunr i til bjargar. Þar
hafa eflaust verið svik í tafli.“
„Af hverju heldur þú það? Þekkir þú
þennan Ruben?“
3