Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Page 32

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Page 32
18 DÆTUR FRUMSKÓGARINS N. Kv. Don Jaime sagði nú Járnhönd, hvernig Ruben liaíði varizt allra frétta, er þeir Ban- deras höfðu komizt að því að lionum var kunnugt um morð Don Rodriquez. ,,Ef þú lieldur, ungi maður„“ svaraði Járnhönd, ,,að úrasalinn sé morðingi föð- ur þíns, þá skjöplast þér stórlega. Banderas, mexikanski hershöfðinginn, er morðing- inn. En Ruben sá sér ekki fært að ákæra hann á heimili þínu, þar sem honum var kunnugt urn hvílíkt traust faðir þinn bar til þessa illmennis." Don Jaime var sem steini lostinn. Nú rifjuðust í upp huga hans vms atvik síðustu vikna, sem styrkt gátu þessar ásakanir Járn- handar. Sjálfum hafði honum alla tíð verið lítt gefið um Banderas. „Þegar við hittum Ruben, sagði hann okkur að hershöfðinginn væri í hacíend- unni, en þegar við komum þangað var hann allur á burt. Eg er sannfærður um að hann hefir hvorki verið drepirn né tekinn til fanga. Nei, hann hefir haft vit á að koma sér undan, áður en það yrði um seinan. Ef til vill hefir hann verið í vitorði með apaca- indíánunum. Honum væri trúandi til þess. En við eigum eftir að gera upp við hann reikningana, þó síðar verði.“ Rétt í þessu bar Svartaíálka þar að, sem þeir lágu. „Bleiki hundur!" hóf hann mál sitt, „nú er stóri gammurinn unninn og á sama hátt og ég hefi látið stríðsmenn mína leggja hann í rústir, munu þeii einnig tortíma þér. Ég er voldugri en þú hélzt. Nú fer ég til Placel Barranko með hluta af liði mínu. Þegar ég kem aftur mun ég hvílast eftir sigra mína, og hafa það mér til dægrastytt- ingar að sjá þig kveljast við pílsarstaurinn. Þú ert stærztur höfðingi hvítra manna, og Svarta-Fálka verður það sérstök gleði að sjá þig kveljast." „Þú ert heimskingi, Svarti-Fálki,“ svaraði Járnhönd, „og áður en þér auðnast að sigra Placer Barranko, mun ég vera frjáls ferða minna. Sömuleiðis þessi ungi maður, sem hjá mér liggur, og svstir hans. Heimskingi ertu, Svart-Fálki, ef þú heldur, að þú getir upprætt alla bræður mína af þessum slóð- um. Nei, þú getur launmyrt einn og einn, en sú stund kemur fyrr en þig grunar, er hvítir menn safnast saman og umkringja Jiorp Jiitt og brenna þig og hyski þitt inni, eins og melrakka í grenjum." Svarti-Fálki var þrútinn af reiði, er hann svaraði: „Þú syngur ekki jafn fagurt, þegar búið verður að binda þig við píslarstaurinn, Járnhönd.“ Svarti-Fálki hélt nú með röskan helming ] iðs síns til Pleacer Barranko og tók Don Jaime óg Donnu Dolores með sér. Járn- hönd var falinn í umsjá þess hluta liðsins, sem halda átti til þorps pekoanna. í þorpinu var allt á ringulreið er þangað kom. Svarta-Fálka mundi vissulega hafa brugðið í brún, ef hann hefði vitað allt, sem þar hafði gerzt. Einn elzti og voldugasti indíáninn, Makamsch, hafði fundizt myrt- ur skammt frá þorpinu og sömuleiðis ung- ur indíáni, sem á verði stóð. Skógarblóm liafði verið numin á brott, þrátt fyrir stranga gæzlu. Indíánarnir voru ekki í nein- um vafa um, að hér hefði Blóðsugan verið að verki — eins og áður. Strax og indíánarnir, sem höfðu Járn- hönd meðferðis, komu til þorpsins, var haf- inn undirbúningur hinna hræðilegu písla, er Járnhandar biðu. Eftir að hafa komið píslarstaurnum vel fyrir á hinu auða svæði í miðju þorpinu, var Járnhönd leiddur fram og reirður við staurinn. Konur og börn indíánanna gerðu hróp að honum, rifu í hár hans og skegg og spýttu framan í hann. Það væri synd að segja, að Járnhönd væri í sólskinsskapi. Allar bjargir virtust vera bannaðar. Aðeins kraftaverk gátu héð- an af bjargað lífi hans. Engar líkur voru til þess að hann gæti sloppið af eigin ram-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.