Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Qupperneq 34

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Qupperneq 34
20 DÆTUR FRUMSKÓGARINS N. Kv. og þú sérð, þá er ég bundirm, og get því ekkert rnein gert þér.“ En indíánastúlkan sinnti ekki kalli hans. Eitthvað óvænt hafði komið fyrir. ,,Blóðsugan!“ var orðið, sem kom öllu í uppnám. Indíánarnir voru lostnir meiri skelfingu, en orð íái Kst. Blóðsugan hafði sézt niður við vatnið. Hún var á leiðinni ;nn ; þorpið. Fréttin barst eins og eldur í unu milli indíánanna. Höfðingjarnir tól u saman ráð sín í skyndi og ákváðu að fela þremur ungum indíánum að gaeta bandingjans Allir aðrir vopnfærir menn skyldu halda á móti Blóð- sugunni og gera tilraun til að ráða niður- lögum hennar. Hófu þeir upp trylltan stríðssöng og æddu síðan af stað. Konur og börn flýðu til kofa sinna. Casata tók vel eftir öllu, sem fram fór. Hún sá að indíánarnir þrír, sem gættu Járn- handar, aðgættu vandlega böndin, sem hann var bundinn með, og lögðu síðan af stað upp á hæð nokkra í nágrenninu. Þaðan þóttust þeir betur geta fylgst með því, sem gerðist niður við vatnið. Casata sá að þeir sneru baki að bandingj- anum og einblíndu niður skógarjaðarinn. Nú er stundin komin, hugsaði hún, greip byssu, sem hékk á kofaveggnum og flýtti sér hljóðlega yfir að píslarstaurnum. Járnhönd þekkti hana strax og brosti þakklátlega til hennar. Casata skar í skyndi á böndin, sem Járn- hönd var bundinn með og fékk honum síð- an hnífinn og bvssuna. Hnífnum stakk hann í beltisstað, hengdi byssuna um öxl sér og tók síðan í hönd Casötu og leiddi hana af stað. Fóru þau hljóðlega eftir mætti og reyndu að láta girðingar og kofa skýla sér sem mest á Tiðinni. Þ;,nnig tókst þeim að komast út úr þorpinu án þess að varð- mennirnir yrðu þess varir. Fyrir utan þorp- ið tóku við maísakrar og eftir það þurftu þau ekki að óttast að séð yrði til þeirra. Að lokum náðu þau inn í dalbotninn. Þar fyrir innan tók skógurinn við. Þau stönsuðu andartak til að hvíla sig. Casata kastaði sér í faðm Járnhandar, örmagna af þreytu. Hann vafði hana blítt að sér og kyssti hana aftur og aftur. En það var að- eins stundar fróun. Járnhönd greip Casötu í fang sér og hljóp léttilega með hana á fram þangað til hann var kominn kippkorn inn í frumskóginn, þar sem hann var þéttastur og veitti bezt skjól. Þar nam hann aftur staðar og lagði Casötu niður í mosann og settist hjá henni. Járnhönd var ljóst, að ekki var lengi til set- unnar boðið. Indíánarnir mundu fljótlega hefja leit að flóttaflókinu. Jafn dýrmætum fanga og honum sjálfum mundu þeir vissu- lega ekki vilja sleppa, fyrr en í fulla hnef- ana. „Nú sleppi ég þér aldrei framar,“ mælti Járnhönd og vafði Casötu að sér. „Strax og þú ert orðin konan mín, yfirgef ég þetta veiðimannalíf og sezt að meðal siðaðara manna.“ „Þú veizt að ég er gift,“ svaraði Casata angurvær, og meðan maðurinn minn lifir, get ég ekki orðið þín, hversu heitt sem ég elska þig.V „Á Marano, þetta fúlmenni, að eyði- leggja bæði lífshamingju mína og þína?“ mælti Járnhönd örvinglaður. „Svo lengi sem hann lifir get ég ekki til- heyrt neinum öðrum.“ „Hvernig veiztu að Marano er á lífi?“ „Ég sá hann í Campo del Sol. Hann dvaldi þar aðeins stuttan tíma. Hann er nú í Placer Barranko. Ég sá þig líka tvívegis í Campo del Sol, en ég þorði ekki að liitta þig.“ Casata brosti angurvært og vafði örm- unum um háls Járnhandar. „Þú getur þó alltaf verið hjá mér?“ mælti Járnhönd. „Já, alltaf," svaraði hún. „Nú verðurn við að halda af stað,“ mælti Járnhönd og reisti Casötu á fætur. „Indí- ánarnir geta verið á hælum okkar. Ég vona
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.