Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Qupperneq 35
'N. Kv.
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
21
að ég hitti fljótlega vin minn, Nevado.
Hann er áreiðanlega hér í nánd. Sjakala-
öskrið kannaðist ég við. Á máli okkar
Nevados þýðir það: Hjálpin er í nánd. Og
svo varst það þú, litla Casata sem frelsaðir
mig . Þú ert lífgjafi minn. Ég skal ekki
gleyma því.“
Hann þrýsti lienni enn einu sinni að
brjósti sínu og kyssti hana ástríðufullt.
„Hver er þessi Nevado? Ung stúlka, sem
með mér var í þorpi pekoanna, og kölluð
var Skógarblóm, sagði mér frá unnusta sín-
um, sem hét þessu nafni.“
„Já,“ mælti Járnhönd, „það er sami mað-
urinn. Það er kynblendingur, sem ég er bú-
inn að þekkja lengi. Hann er veiðifélagi
minn og bezti vinur. En segðu mér hvernig
Skógarblómi líður í þorpi indíánanna.“
„Hún er horfin þaðan," svaraði Casata
raunamædd, „hún hvarf nóttina áður en þii
varst fluttur til þorpsins. Enginn veit með
hvaða hætti hún komst burtu. En ungur
indíáni, sem stóð á verði niður við vatnið
þessa nótt, fannst dauður um morguninn.
Indíánarnir sögðu að Blóðsugan hefði ver-
ið þar að verki. Kannske hún hafi einnig
numið Skógarblóm á brott og grandað
henni.“
„Ekki óttast ég það. Það mun vera sanni
nær að Nevado, eða þó öllu fremur vinur
okkar Ruben hafi verið valdur að hvarfi
hennar. Og þá er hún í góðra manna hönd-
um.“
Járnhönd og Casata héldu nú af stað
lengra inn í frumskóginn.
(Framhald).
Steindór Steindórsson frá Hlöðum:
Hugleiðingar um bækur.
Svo virðist, sem íslendingar hafi verið
Tókelskir og bókhneigðir allt frá því að þeir
fyrst lærðu leturgerð og bóklestur. Glöggt
vitni þess eru hin miklu ritstörf og bóka-
gerð forfeðra vorra, sem orðið hafa hinn
dýrasti arfur, er þeir létu niðjum sínum í
té og seint verður fullþakkaður sem skyldi.
Málshættir eins og „betra er berfættur en
bókarlaus að vera eða blindur er bóklaus
maður“, bera einnig því vitni, hversu mjög
þjóðin hefir litið upp til bókanna og talið
þær mikilsvirði.
Prentöld hófst hér á íslandi furðu
snemma, þegar á það er litið, hversu lítið
var unnið hér að verklegum framkvæmd-
um, og hve öll tækni var sein að berast til
landsins.
Allt fram á daga núlifandi manna hefir
þó bókakostur í landinu verið af skornum
skammti og einhæfur að efni. Öldum sam-
an var lítið prentað annað en guðsorð og
svonefndar uppbyggilegar bækur. Voru í
því að vísu margar ágætis bækur en samt
fór fjarri, að þær fullnægðu fróðleiksþrá
þjóðarinnar. Það kom bezt í ljós annars veg-
ar í því hverja feikna vinnu menn lögðu á
sig til að eignazt handrit af fornritum og
rímum og síðar erlendum þýðingum, en þó
engu að síður hinu, með hverri áfergju al-
þýða manna gleypti í sig þau rit, sem á
markaðinn komu, þegar fjölbreytnin fór að
aukast í bókaheiminum íslenzka. Allt var
lesið og lesið vandlega. Menn létu sér ekki
nægja að hlaupa í gegnum bækumar til