Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Qupperneq 37
N. Kv.
HUGLEIÐINGAR UM BÆKUR
23
En þótt hagirnir hafi breytst, er þó enn
margt til þeirra manna, sem kunna að meta
það ljós, sem lestur bóka færir þeim, jafn-
vel þótt það sé ekki nema lítil týra. Þeim
mönnum er bókin annað og miklu meira en
stundargaman, sem hægt er að fleygja frá
sér á sömu stundinni og hún var tekin. Og
jafnvel þótt bókin sé í þeirra augum
„slæm“, þá bera þeir engu að síður þá virð-
ingu fyrir því starfi, sem til þess hefir farið
að skapa hana, að þeir geta ekki fleygt
henni í sorpið né troðið hana fótum. Þeim
mönnum, sem svo er farið, er bókin „langra
kvelda jólaeldur“, og þeir eru verðugir arf-
takar þeirrar þjóðmenningar, sem aldrei
gleymdi því, að í bókunum, verðmætum
andans, átti þjóðin sína dýrustu fjársjóði.
Ur akri þeirrar menningar var sprottin sú
eljusemi, sem engu færi sleppti til að auðga
anda sinn, og skapa tilbreytingu í hinn fá-
tæklega hversdagsleika með lestri og bók-
iðju.
En kvæði Davíðs túlkar þó fremur öllu
öðru skoðanir safnarans, bókaunnandans,
sem ekki getur hugsað sér, að nokkurt letr-
að blað lendi í glatkistuna. Ýmsum þykir
að vísu lítt koma til þeirrar iðju, og svo
mundi þeim fara, sem fleygja bókunum í
eldinn að loknum lestri, ef þeim þykja þær
».slæmar“, en hvað mundi hafa orðið um
ýmsa dýrgripi fornbókmennta vorra, ef
ekki hefði notið við safnenda á öllum öld-
um.
Hverfum nú aftur að orðum H. K. L.
Þau eru sem töluð úr hjarta hinna lífs-
Þreyttu, nýjungagjörnu manna, sem alltaf
leita út á við í brauk og braml. Það eru
Þeir menn, sem leita sér hvíldar og sálubót-
ar í kvikmyndahúsum eða við dynjandi
»»jazzmúsik“. í þeirra augum er bókin og
kyrrlát hugsun yfir efni hennar fjarstæða
ein. Þeir spyrja sem svo: Hvers vegna eig-
Unr vér að sitja yfir þykkum doðranti tím-
unum saman, þegar vér getum fengið allt
efni hans í myndum á skammri stundu og
það meira að segja kryddað með hljómleik-
um og alls konar fjörefnum? Þannig hugsa
margir, og aldarandi nútímans stefnir þang-
að hröðum skrefum, og á hin fullkomna
tækni, sem nútímamenningin hefir skapað,
drjúgan þátt í því. Greinar á þeim meiði
eru kvikmyndir og útvarp. Hvort tveggja í
raun og veru dásamleg afsprengi mannlegs
anda, sem þó er vafasamt að séu jafnfull-
komin menningarverðmæti og oft klingir
í eyrum. Því verður ekki með rökum neit-
að, að öll vélmenning nútímans stefnir
meira að hópmyndun manna en þróun ein-
staklingsins, og þar í liggur hætta hennar
fólgin. Þar er ekki stefnt að þvi, að hver
einstaklingur fái af eigin ramleik metið
það, sem honum er boðið, kosið og hafnað
eftir vild. Heldur verður hann að taka það,
sem honum er rétt. Hann fær viðfangsefnið
í hendur tilreitt af skoðun kvikmyndastjór-
ans, eða mótað af stefnu ráðamanns út-
varpsins, og svo hratt eru réttirnir fram-
reiddir, að hann verður að gleypa allt eða
þá hafna öllu. En þegar maður situr yfir
bókinni gefst ætíð tími til að gagnrýna það,
sem hún flytur.
Það var talið, er prentlistin fannst og hún
gerði hið ritaða orð almenningseign, að þá
væri fundið hið hættulegasta áróðurstæki.
Og víst er um það, að mörg hásæti liafa rið-
að við áhlaup hins ritaða orðs, en þó er
ólíkt farið áróðurstækni bókanna og útvarps
og kvikmynda. Því verður ekki neitað, sem
fyrr var á drepið, að bókin og lestur henn-
ar krefst áreynslu nokkurrar, og einmitt
vegna þess mun það vera, sem svo margir
hafa gerzt fljótir til að varpa lienni fyrir
borð, en gripið fegins hendi útvarp og kvik-
mynd í hennar stað. En þau ágætu tæki
hafa því miður í því umróti heimsins, sem
nú stendur yfir, orðið ein áhrifamestu
vopnin til að hneppa heilar þjóðir í spenni-
treyju einstrengingslegra skoðana ráða-
manna þeirra. Og nú er svo komið, að bók-
in og hið prentaða orð er orðin ein helzta