Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Page 48
34
VITASTÍGURINN
N. Kv.
heimilum? Þú ert svo barnalegur, Gottlieb!
Hefði ég verið lamadýr, myndi ég hafa spýtt
á þig, nú ætla ég að fyrirlíta þig í hálfa
klukkustund!“ Sören kastaði til höfðinu,
einbeittlega, svo að hárið þeyttist frá aug-
unum, og gekk síðan brattur og hnarreistur
og með flögrandi hálsbindi inn í stofuna.
Gottlieb fór á eftir honum og tautaði í
hljóði: „Það er ekki til neins að tala við
þessi gení, þau gera bara eins og þeim sýn-
ist í það og það skip'.ið!"
Sören nam staðar á miðju gólfi og litað-
ist um. Hann leit björtum augum öll Ijós-
in, flöskurnar, blikandi glösin og rétti síð-
an armana til Krögers og hrópaði upp yfir
sig:
„En sú háleita hugsjón hjá þér, virðulegi
arftaki Æskuláps, að stofna til gildis fyrir
okkur i kvöld! Við þúumst auðvitað, er
ekki svo? í Paradís þúast allir, og hérna er
paradís. Hvílíkt ljóshaf, lof mér að faðma
þig!“ Hann faðmaði Kröger, og virtist því
næst verða mjög forviða, er hann varð var
Adams Stolz, sem brosti rólega til hans.
„Dásamlegi samferðamaður, sem ég mætti
nýlega á einu vegamóti lífsins, lof mér að
þrýsta hönd þína!“ Hann greip báðar hend-
ur Adams og hristi þær hjartanlega.
,,Þú ert líka ljósberi, þú átt vel við hér!“
Hann skákaði sér niður í stóra hægindastól-
inn frammi fyrir arninum, teygði frá sér
fæturna og brosti.
„Hér er gott að vera,“ sagði hann ánægju-
lega.
„Já, tilveran er yndisleg," sagði Adam
hlýlega.
„Ég brýt annars aldrei heilann um tilver-
una, göfugi ljósberi. Hvers vegna ætti ég að
gera það. Ég er í hátíðaskapi, því að mér er
lífið hátíð. Allir geta komizt í hátíðaskap, ef
þeim aðeins skilst að grípa hvert lítið tæki-
færi. Þegar ég fór upp brekkuna héma í
dag, sátu tveir steinhöggvarar fyrir utan
hús Ámdals, garðyrkjumanns. Þeir sátu á
sinni steinahrúgunni hvor og muldu grjót.
Ég hugsaði sem svo: Ja svei, hvílík vinna að
sitja hérna með blá hlífðargleraugu og
höggva stein, gráan, leiðinlegan og tilbreyt-
ingarlausan stein fyrir fimm krónur ten-
ingsmetrann. Einasta gleði þeina eða
ánægja hlýtur að vera það, ef þeim tækist
að snuða eftirlitsmanninn á málinu, — en
Jrað hlyti að vera hrífandi, — Jrað kom líka
í ljós. Ég stóð lengi og glápti á þá, heimsk-
um augum og barnalegum, þangað til þeir
allt í einu fleygðu frá sér hömrunum, bláu
gleraugunum og leðurpjötlunum, sem þeir
hafa í lófunum til verndar gegn blöðrum.
Þeir tóku sér sæti á breiðum tröppum fyrir
framan náðlrús Ámdals. Síðan tók annar
þeirra flösku upp úr bakpoka sínum. Það
var'sá eldri, og hann drakk fyrst, lengi og
rækilega, þurrkaði svo af stútnum á ermi
sinni og rétti síðan hinum. Hann kinkaði
kolli og drakk. Svo létu þeir í pípur sínar
og kveiktu í þeim, og blár reykurinn þyrl-
aðist um rauð og útitekin andlit þeirral
Þeir brostu við lífinu, hlógu dátt að þeim
þrem fjórðaparts rúmmetra, sem þeir höfðu
snuðað eftirlitsmanninn á, — í stuttu máli:
þeir skemmtu sér kostulega í eyðimörk lífs-
ins! Skemmtun og gildi eru öllum jarð-
bundnum þrælum grænar vinjar í eyði-
mörk lífsins, þ. e. a. s. moldvörpunum. . . . “
Hann kinkaði kolli til Gottliebs.
„Moldvörpunum, hö-hö-hö,“ hló Gott-
lieb.
„Við erum allir moldvörpur að meira eða
minna leyti. Það er dýrseðli okkar að skríða
um allt og snuðra og grafa í moldinni og
öllu, sem henni heyrir til, meðan við erum
hér neðra.“
Það virtist sjálfsagt og eðlilegt, að Sören
væri miðdepill þessa litla hóps. Hann hélt
liðskönnun á rykugu flöskunum gömlu,
gældi við þær og ávarpaði þær samkvæmt
stéttartign þeirra og virðingu. Sumum
þeirra þakkaði hann fyrir síðast, og portvín-
inu frá 1839 sýndi hann alveg sérstaka virð-
ingu. Æskuþrungið andrúmsloft streymdi