Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Qupperneq 50
36
VITASTÍGURINN
N. Kv.
vitringanna, og væri því ráðlegast að losa
sig við hann. Og er þeir höfðu borið saman
ráð sín um hríð, fleygði Gottlieb steininum
upp í brunnþróna. Og að því loknu taldi
hann sig mun léttari í skapi í tilliti til Ám-
dals garðyrkjumanns. Hann hafði nú ann-
ars enn frekari þörf fyrir útrás bundinna
krafta sinna og litaðist urn eftir „Porra“
eða einhverjum hinna eyrarvinnu-karlanna.
En það var því miður of snemma dags enn.
Fiskbryggjan var mannauð og tóm.
Þegar þeir komu að ferjustaðnum, borg-
aði Gottlieb ferjustjóra fimm krónur fyrir
að setja ferjuna á fulla ferð, meðan Gott-
lieb stæði á bryggjunni og héldi í fangalín-
una og reyndi að halda ferjunni. Það tókst,
og Gottlieb drundi ,,hö-hö-hö!“
Á leiðinni yfir sundið sofnaði Sören á
bekknum. Gottlieb vildi ekki vekja hann,
heldur tók hann upp á handlegg sér og bar
hann heim. Þegar þeir komu heim að „Mál-
arakassanum“, vaknaði Abla og opnaði fyr-
ir þeim. Gottlieb rétti Sören að henni og
sagði: „Sko, Abla, hvað hann sefur vært,
alveg eins og barn í fangi móður sinnar!“
„Hann er fullur, Bramer, komdu honum
í rúmið,“ svaraði Abla og gat mjakað þeim
inn um dyrnar.
IX.
Nokkrum dögum síðar var símað til
Krögers læknis ofan frá vitanum, síðara
hluta dags, og hann beðinn að koma þang-
að upp eftir, því að eitt barnanna væri
veikt.
tJti var stinnings-stormur af hafi og rign-
ing, svo að læknirinn varð að fara í olíu-
kápu og suðvest. Honum geðjaðst vel að
þess háttar veðri; það svalaði honum svo
yndislega, þegar hann tók af sér suðvestinn
og gekk berhöfðaður. Annars leið honum
nú miklu betur eftir nætursvallið síðast.
Læninga-aðferð Gottliebs var ekki svo frá-
leit. Auðvitað hafði hann fengið ofurlítinn
afturkipp, öðru hvoru; en liitt var þó ótví-
ræð staðreynd, að hann var tekinn að líta
öðrum augum á lífið og tilveruna yfirleitt.
A leiðinni upp að vitanum varð hann að
nema staðar nokkrum sinnum og hlæja. Það
var eins og hann væri að tala við sjálfan
sig: — Það er annars skringlegt, að ég, sem
nær daglega verð að miðla taugaveikluðu
fólki hollráðum, skyldi sjálfur vera orðinn
svo ruglaður, að ég varð að leita hjálpar hjá
Gottlieb! Já, Gottlieb, sem veit ekki einu
sinni, hvað taugar eru!
Vitastígurinn var ljóta vegleysan. Öðru
hvoru ráku klappirnar upp kryppuna í
miðjum stígnum. Og þær voru sléttar og
hálar eins og hvalbakur. Kröger reyndi að
stikla yfir þessa hvalbaka, en það reyndist
furðu erfitt. Hann rann til og rak sig á
klapparbrúnirnar, og honum lá við að snúa
aftur. „Þetta er ekki mannavegur, heldur
máva.“ Hann sá þá fljúga yfir höfði sér. Og
garg þeirra líktist einna mest hæðnishlátri
yfir því, að hann skyldi ekki geta beitt
vængjum eins og þeir! En það var ekki um
annað að gera, hann varð að halda áfram.
Nú kom hann að sundi, sem alltaf var hálf-
gert fen í votviðrum. Nokkrir stórir hnull-
ungar höfðu verið lagðir í röð yfir sundið,
svo að hægt væri að stökkva stein af steini.
Kröger miðaði og stökk, og allt gekk vel í
fyrstu; en svo skrikaði honum fótur, og
hann rann niður í bleytuna. Hann blotnaði
í báða fætur, og svo hafði hann misst nef-
klemmurnar sínar. Honum hrutu nokkur
blótsyrði af vörum, en áttaði sig þegar.
Þennan ávana hélt hann sig hafa lagt niður
fyrir mörgum árum.
Loksins komst hann þó yfir mýrarsundið
og sá nú hilla undir vitann upp yfir efstu
klapparbrúnirnar; en nú lá stígurinn yfir
klettagjá dálitla, og yfir gjána lá brúar-
nefna með lélegu handriði. Áður en Kröger
hætti sér út á brúna, tók hann stinnings-
fast í handriðið til að reyna, hve traust hún