Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Page 51
N. Kv.
VITASTÍGURINN
37
væri; en þá hrundi öll brúin ofan í gjána.
Nú var hann laglega settur! Það lá við, að
honum hrytu á ný blótsyrði af munni, en
hann stillti sig. Skynsamlegast væri auðvit-
að að lyfta upp aftur brúarsporðinum, og
ekki yrði það gert með blótsyrðum. En það
var nú ekki hlaupið að því, enda varð hann
þess brátt var, þegar hann tók í handriðið
og reyndi að lyfta brúarsporðinum. Hann
gæti því allt eins vel stokkið niður í gjána.
Þar var að vísu líka vatn, en blautur var
hann áður, svo að það gerði hvorki frá né
til. Hann setti nú bakið undir brúna og
ætlaði að reyna að lyfta henni þannig, en
hún rann jafnharðan niður aftur. Þá datt
honum það ráð í hug að hlaða steinum und-
ir brúarsporðinn. Hann flutti saman
nokkra stóra steina og hlóð úr þeim, en það
var ekki hlaupið að því að fá þá til að
liggja kyrra í hleðslunni. En honum þótti
samt gaman að þessu á vissan hátt. Hann
bisaði og stritaði og fór að lokum úr olíu-
kápunni. Nú skyldi brúin þó svei mér upp
á stallinn, hvort sem henni væri ljúft eða
leittl Ákafi hans og þróttur magnaðist, og
happið og þrákelknin sauð í honum. Verst
var þó, að hann sá svo illa gleraugnalaus.
Honum varð svo heitt, að hann svitnaði og
fann nú, að það tók í bakið. Þegar hann
rétti úr sér til að blása mæðinni, rak hann
augun í lítinn, snoðklipptan drengjakoll,
sem gægðist upp fyrir næstu klapparbrún.
Andlitið var alveg kringlótt, rautt og hvítt,
— sannkallað smámána-smetti.
• Þetta var auðsjáanlega einn af græðling-
um Adams Stolz.
.,Hvað ert þú að gera?“ var spurt að ofan.
>,Eg er að lagfæra það, sem ég hefi rifið
niður,“ svaraði Kröger brosandi.
„Þess þarf ekki.“
„Jú, drengur minn, það er blátt áfram
skylda mín að gera það.“
„Dæmalaus grasasni geturðu verið!“ var
nú sagt skýrt og ákveðið.
Kröger brá við, en varð samt að hlæja.
Hann vissi ekki, hverju svara skyldi. Ef til
vill var hann grasasni?
Nú kom allur drengurinn í ljós: bústinn
og ferskorinn eins og Adam sjálfur. Hann
settist á rassinn og renndi sér ofan eftir
klöppinni.
„Þú eyðileggur buxurnar þínar,“ kallaði
Kröger til hans.
„Nei, þær eru þessu vanar, þær eru úr
skinni.“
„Hvað heitirðu?"
„Roosevelt Stolz.“ Hann rétti fram litla,
skitna hendi og hló með öllu andlitinu.
Síðan stakk hann báðurn liöndum í buxna-
vasana á karlmannavísu. Allt í einu spýtti
hann í dálítinn poll rétt hjá og sagði:
„Getur þú spýtt svona langt?“
Nei, það gat Kröger ekki.
„Geturðu þá ekki nokkurn skapaðan
hlut?“
„Það er því miður ekki margt, en samt
er ég ekki eins mikill grasasni, og þú held-
ur, Roosevelt!"
„Jú, það ertu einmitt, fyrst þú fórst út á
gömlu brúna. Komdu, nú skal ég sýna þér.“
Hann tók í höndina á Kröger og fór með
hann umhverfis klapparþrepin, og þar var
ný og traustleg brú yfir gjána.
„Hérna er nýi vegurinn,“ sagði Roosevelt
afar rogginn.
Nú gengu þeir saman upp að vitanum. Á
leiðinni óð allt á Roosevelt: hænsin hennar
mömmu og hvítu endurnar tvær, sem pabbi
sagði, að þau ættu að borða á jólunum, en
hann hélt nú samt, að það yrði ekkert úr
því.
„Það er strekkings-vindur í dag,“ sagði
hann og horfði út á sjóinn, „hann er vest-
lægur, — suðvestan stinnur."
„Hvernig veiztu það?“ spurði Kröger.
„Heldurðu kannske, að ég kunni ekki
kompásinn?“ Hann fór að þylja: Norður-
norður til austurs, — norð-norð-austur, —
norð-austur til norðurs------“ En þá kom
Adam Stolz út og heilsaði lækninum.