Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Qupperneq 53
'N. Kv.
VITASTÍGURINN
39
„Því miður eigum við það ekki til — hér
hafa aldrei fyrr verið veikindi á heimilinu."
Svipur hennar var þrunginn af sorg og ör-
væntingu.
„Ég á vatnshelt léreft heima, Tínus veit,
hvar það er. Haldið þér, að þér getið staul-
ast ofan Vitastíginn í þessu veðri, Stolz?
Þá gætuð þér sótt það. Skeð gæti, að stöð-
ugur hiti drægi úr kvölunum í bakinu
litla.“
„Ég skal fara undir eins,“ sagði Adam og
fór að færa sig í frakkann.
En Fía var skjótari í snúningum:
„Nei, nei, ég er kunnugri veginum, og
ég get verið komin aftur að hálfri stundu
liðinni! Það verður vonandi í tæka tíð,
læknir?"
Adam hljóp til hennar og ætlaði að stöðva
hana.
,,Þú færð ekki að fara, Fía. Ég banna þér
það! Heyrirðu það! Hann greip í gráa sjal-
ið, sem hún hafði vafið um höfuð sér. Hún
sleit sig af honum og þaut út. Hann stóð
eftir aleinn og vandræðalegur með sjalið í
hendinni. Hann rétt aðeins grillti í Fíu
langt niðri á Vitastígnum, berhöfðaða og
hlífðarlausa, en hún hvarf brátt. í myrkrið
°g hrakviðrið.
„Móðurást," sagði Kröger.
„Hún myndi fórna sér svona fyrir hvern
sem er,“ sagði Adam. „Hún hefir oft farið
ofan í bæ seint á kvöldin, þegar hún hefir
h"étt, að einhver kunnugur væri veikur.
Fía er svona gerð. Hún er stundum dálítið
hvassyrt, en hjartalag hennar er óskeikult."
„Drottinn hefir skapað margvíslegar út-
gáfur manna," sagði Kröger.
„Hann hugsar líklega sitt með því. En nú
verð ég víst að bregða mér upp í tuminn og
líta eftir Ijósinu." Hann nam staðar í dyr-
ttnum og tautaði: „Hlífðarfatalaus í öðru
æins veðri! Ég skil ekkert í henni Fíu að
hugsa ekki út í þetta!“
„Hún hugsar ekki,“ sagði Kröger og fór
inn aftur til Benediktu. Hann staðnæmdist
við rúmið og virti fyrir sér dráttfast barns-
andlitið. „Kynborningur“, hugsaði hann.
Hinar sterku og drátthreinu augnabrúnir
og arnarnefið litla hlutu að vera erfðir frá
Adarn Weidermann Stolz, admírál. Hann
þekkti aftur drættina frá myndinni inni í
stofunni. Benedikta var ofurlítið rólegri
rétt í svipinn, og hann hélt, að hún svæfi,
en hitinn var svo mikill, að hann varð
áhyggjufullur á svip og hristi höfuðið.
Skömmu síðar kom Fía aftur. Hún hafði
verið nákvæmlega hálfa klukkustund.
„Hérna er það, læknir!" Hún rétti hon-
um böggul, en var svo þreytt og móð, að
hún hneig niður í annan hægindastólinn.
Hún dró andann ótt og títt, og hjartsláttur
hennar var heyranlegur í kyrrðinni.
„Lifir hún ennþá, læknir?“ spurði hún
með ákafa.
„Já, víst lifir hún. Verið þér nú skynsöm,
frú Stolz! Munið eftir, að þér eigið bæði
mann og börn, þér megið því ekki sprengja
sjálfa yður.“
Hún horfði á hann, og augnaráð hennar
var fast og sterkt: „Við mæður hugsum ekki
um okkur sjálfar. Fari með okkur, sem
verkast vill.“
Kröger sagði, að nú skyldi hún fara inn
og hvíla sig.. Fía kont eigi með neinar mót-
bárur; henni skildist, að gagnvart Kröger
lækni tjáði ekki annað en blind hlýðni. Að
vísu brá fyrir löngun til andmæla, en liún
þagði. Hér var um líf Benediktu að ræða.
Læknirinn var inni hjá sjúklingnum og
bjó um hitabakstrana .Þeir virtust draga úr
þjáningunum, því að henni varð öllu létt-
ara um andardráttinn. Hann gaf nákvæm-
an gaum að hverri hreyfingu hennar, þar
sem hann sat við litla rúmið og laut fram
yfir hana. Skömmu síðar kom Adam ofan
úr turninum.
„Hvernig líður, læknir?" hvíslaði hann.
„Von er, meðan varir líf, Stolz.“ Þeir sátu
þögulir og hljóðir sinn hvorum megin við
rúmið og störðu á sjúklinginn. Á veggnum