Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Síða 54
40
VITASTÍGURINN
N. Kv..
hékk gömul átthyrnd skipsklukka. Læknir-
inn horfði á hana annars hugar, unz augu
hans héngu við sekúndu-vísinn. Það var
annars skringilegur flauta-þyrill! Hann
skoppaði hring eftir hring með þvílíku
óðagoti, að læknirinn komst að þeirri nið-
urstöðu, að slagæð hans hlyti að vera held-
ur en ekki í ólagi. Þetta væri ekki „normal
púls“. Veggklukkan hlyti að vera með hita!
— Stundirnar verða langar á næturverði,
sérstaklega á milli tólf og fjögur, enda kalla
sjómenn það „hundavöku".
Adam og læknirinn læddust öðru hvoru
inn í stofuna, en þar var dimmt inni. Hið
eina, sem þeir sáu, var hið skæra ljósblik
vitans, aðra hvora mínútu. Því svipaði helzt
til fágaðs stáls, sem stungið er eldsnöggt í
brjóst andstæðingsins. Stormurinn hnykkti
og sleit í veslings apalinn, sem studdist upp
við þakbrúnina. Það skrjáfaði í greinum
hans, áþekkt og þegar ltundur klórar í
hurðina og biður um að sleppa sér inn. Það
var aðeins apallinn, sem stormurinn tókst
á við, því að á öðru þar efra náði hann eigi
fangbrögðum. Turninn var sívalur og háll
og harður, og húsið stóð svo fast upp að
turnfætinum, að eigi var tökum á að ná.
Stormurinn þeyttist í loftköstum yfir kletta-
bungurnar. Þær voru dansgólf hans, fágað
og hált af alda-tuga núningi. . . .
„Nú gengur hann meira til vesturs, því
að brimið eykst þarna neðra,“ sagði Adam;
hann benti á gluggarúðurnar, sem sjórokið
lamdi á og rann niður yfir í stríðum straum-
um. Fyrir utan var niðdimm nóttin, aðeins
ljóssverð vitans, sem brugðið var með vissu
millibili.
Benedikta kveinkaði sér:
„Mamma, mamma, mér líður svo illa. Ég
næ ekki andanum."
Læknirinn varð alvarlegur á svipinn.
Hann tók upp litla sprautu, athugaði hana
gaumgæfilega, en lagði hana frá sér aftur.
Hann ásetti sér að bíða stundarkorn enn.
Adam hafði nána gát á öllum hreyfingum
hans, kvíðinn og hryggur í bragði. Þeir sett-
ust á ný sinn hvorum megin við rúmið. Þeir
sátu grafkyrrir og horfðu á baráttu þá, sem
geisaði í litla líkamanum.
,,Á ég að biðja Fíu að koma?“ hvíslaði
Adam.
Læknirinn hristi höfuðið. Aftur varð
þögn. Þeir sátu báðir og lutu fram yfir rúm-
ið. En að hurðarbaki stóð Fía eins og stein-
gervingur. Þeir sáu hana ekki.
Stormurinn hvein og hvæsti. Þeir heyrðu
nú greinilega brimgnýinn á vestanverðri
eynni. Rokið buldi nú á rúðunum. Þá kvað
við skotdynur utan af hafi.
Adam stóð upp. Hann spennti greipar,.
lyfti upp höndunum og hvíslaði:
„Ó, Guð minn góður, hjálpaðu oss, aum-
um mönnum!"
Stormurinn æstist í sífellu og geisaði fár-
trylltur um klappir og bergskalla eyjarinn-
ar. Fía var komin fram í dyrnar. Hún
studdi sig við dyrastafinn og hvíldi höfuð
sitt á öðrum handleggnum. Adam stóð upp
og varð hennar var.
„En Fía, sefurðu ekki?“ Hann gekk til
hennar og strauk blíðlega yfir hár hennar
nokkrum sinnum.
„Hver getur sofið núna?“ svaraði hún
lágt og rétti úr sér og augnaráð hennar var
sterkt og bjart.
Fyrir aftan stóra skápinn í eldhúsinu,
rétt hjá dyrunum, stóð lítill drengur og
gægðist fram forvitnislega. Það var Óskar,
sem hafði vaknað við skotin. Hann stóð
þarna í tómri skyrtunni og honum var kalt,
en sagði ekki orð. Honum skildist, að eitt-
hvað ægilegt fór hér fram, bæði úti og inni.
Þarna varð enginn hans var.
Adam stóð um hríð og hlustaði eftir
stormköstunum. Svo sagði hann:
„Ég held, að hann sé að lægja ofurlítið.“
„Hvað ætlið þér þá að gera?“ spurði
læknirinn.
„Ég ætla að ganga ofan á Tangann. Ég
orka ekki að sitja hér lengur, án þess að