Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Qupperneq 56
42
VITASTÍGURINN
N. Kv.
ofurlítið," svaraði hann mannalega. Adam
brosti og var hreykinn af drengnum sínum.
Hann hafði líka buslað í fjörunni og í bátn-
um, frá því hann hafði komizt á legg og var
því sjóvanur.
Loksins komu þeir ofan að sjónum. Það
braut upp yfir Tangann. Hefði naustið
ekki verið boltað niður í bergið, þá myndi
sjórinn liafa sópað því á burt fyrir löngu.
„Eigum við ekki að reyna að setja fram
prammann, pabbi?“ spurði Óskar.
„Heldurðu að hann fleyti sér í þessum
sjó, drengur minn?“
„Hann fyllir kannske, en þá verðum við
að ausa,“ sagði hann borginntannlega.
„Það er svo mikið maurildi í kvöld,“ taut-
aði Adam í hljóði.
„Mamma segir, að þá sé ekki eins kalt í
sjónum."
„Það er gott fyrir aumingjana, sem nú
liggja úti á skipsflaki einhvers staðar,“ sagði
Adam.
Þeir sátu nú lengi og rýndu út í myrkrið
á svarta og hvíta bylgjukambana, sem geist-
ust að landi. Þeir hleruðu eftir kalli, en
heyrðu ekkert.
„Ég held, að okkur hafi misheyrst þarna
upp frá, drengur minn. Það hefir víst ekk-
ert verið."
Þeir gengu nú alveg út á Tanga-oddann,
en urðu að hlaupa undan ólögunum í hvert
sinn, er stærstu öldurnar brotnuðu á klapp-
arbrúnunum og þeyttu brimlöðrinu langt
upp á land. Þeir störðu út í sortann til að
athuga, hvort nokkurt rekald kynni að ber-
ast að landi. Það vildi stundum til, að ein-
hver skipsbrotsmaðurinn bjargaði sér á
hurðarfleka eða tveim-þrem árum. En það
var sjaldgæft að komast lífs af á Hross-
hólmaboðunum.
Óskar þreif snöggt í handlegg föður síns.
„Pabbi lítt’ á, þarna, er þarna ekki eitt-
hvað svart, sem er á reki?“ Þeir gengu eins
langt fram á Tangann og auðið var og héld-
ust í hendur.
„Mér sýnist það vera mannsltöfuð,
pabbi!“
„Við verðum að reyna að setja fram
prammann, Óskar; annars ber'straumurinn
j)að suður og fram hjá Tanganum, og þá er
úti um joað. Hreyfir það sig? Heldurðu, að
Jrað sé eitthvað með lífi?“
„£g get ekki séð það. En við skulum
setja út prammann, pabbi. Togaðu í fanga-
línuna, svo skal ég ýta á eftir,“ kallaði
Óskar.
Hann setti bakið undir gaflinn og ýtti,
en Adam brá fangalínunni um herðar sér
og dró af öllum mætti. Pramminn kipptist
til á hlunnunum og rann síðan áfram niður
í flæðarmálið. Hlémegin við Tangann var
nærri J)ví lágdautt, og þar komu þeir
prammanum loks á flot.
„Þú getur ausið, drengur minn. Taktu
blikkfötuna, sem hangir á veggnum. Svo
skal ég róa,“ sagði Adam.
Þegar kom út fyrir oddann, mættu þeim
hvítfyssandi öldurnar. Adam spyrndi við
fótum og reri af öllum mætti. Olíustakkur-
inn rifnaði um þvert bakið af átökunum,
því að Adam varð að taka löng áratök og
þung. Óskar jós af öllum mætti, en austur-
inn flaut yfir þiljurnar.
„Sérðu J^að núna, Óskar?“ kallaði Adam.
Drengurinn rétti úr sér, sem mest hann
mátti, og liélt sér í borðstokkinn.
„Þarna er það — þarna — þarna, tvö þrjú
áratog í burtu, nei, suður á við, pabbi!
Taktu í árina á stjórnborða!“
Drengurinn var alveg æstur. Hann ýtti á
árarnar til að hjálpa föður sínum og kallaði
í sífellu: „Hertu þig, pabbi, hertu þig, nú
erum við komnir þangað — róðu með hægri
árinni, með stjórnborðsárinni, heyrirðu!"
Óskar teygði sig út yfir gafl prammans eins
langt og hann gat og var viðbúinn að grípa.
„Dettu ekki útbyrðis, drengur, gáðu að
þér,“ kallaði Adam.
Óskar heyrði ekki, hann starði aðeins
niður í dimmgrænt djúpið, sem ólgaði um-