Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Page 57
N. Kv.
VITASTÍGURINN
43
hverfis prammann. Svo þreif hann allt í
einu báðum höndum í eitthvað utanborðs
og dró það upp í prammann. Það var hund-
ur. Stór, dökkbrúnn skipshundur, hrokk-
inhærður. Hann sleikti hönd drengsins, en
gat varla hreyft sig. Adam var algerlega
þraut-uppgefinn í handleggjunum, og
hann verkjaði í úlnliðina. Hann varð því
að snúa bátnum aftur til lands. Það var á
einkis manns færi að halda lengra í þessum
ofsa.
Hann bar hundinn í land og lagði hann
á poka inni í naustinu .Svo stóðu feðgarnir
um hríð og rýndu út á sjóinn.
,,Það koma kannske fleiri, pabbi,“ sagði
Óskar.
,,Það held ég því miður ekki. Það er að-
eins hundur, sem getur bjargað sér alla leið
hingað utan frá Hrosshólmum."
Adam stóð um hríð hugsi. Hann horfði
ástúðlega og lengi á drenginn sinn, sem hélt
sér í naustið, meðan hann rýndi út á sjóinn
Það var viljaþrek Fíu og fórnfýsi, sem í
drengnum bjó. Hann var líka sterkur eins
og bjarnarhúnn! Og aðeins tíu ára gamall
— nei, ellefu ára. Það brá fyrir angurværð í
svip Adams. Frumhlaup foreldranna bitn-
aði vonandi ekki á drengnum. Svo hefni-
gjarn væri Guð ekki. Nei, fyrir það yrðu
þau sjálf að svara. — — — Síðan sneri hann
sér við og sagði:
;,Komdu, nú skulum við fara heirn aftur,
drengur minn. Hér er því miður ekki
meira fyrir okkur að gera, og þér er orðið
svo kalt, að það glamra í þér tennurnar.“
„Æ, getum við ekki beðið ofurlítið enn,
pabbi, það gæti þó skeð------“, hann gekk
fram í dyrnar og horfði út.
„Við getum auðvitað dokað við ofurlítið
enn, fyrst þú vilt það endilega," sagði
Adam.
Þeir stóðu nú um hríð í hlé við húsið, en
öldurnar geistust látlaust að landi eins og
áður. Eina veðurbreytingin var sú, að nú
hafði hætt að rigna, og rofaði lítið eitt til í
lofti, öðru hvoru, og sást til stjarna.
„Nú held ég, að hann sé farinn að vera
nokkuð andstyttri," sagði Adam.
„Hver er andstyttri?“ spurði Óskar.
„Vindurinn, auðvitað, hann er heldur að
lægja, að því er mér virðist. — Nei, nú verð-
um við að fara heim, því eru þó takmörk
sett, hvað svona angi eins og þú getur þol-
að. Ég sé, að þú hríðskelfur. Komdu nú!“
Hann tók í hönd drengsins.
„Já, auðvitað er mér dálítið kalt, en getir
þú þolað það, get ég Jrað líka. Hann barði
sér rösklega, eins og hann hafði séð sjó-
mennina gera til að hita sér. Storminn
lægði nú óðum, með hrotum og hviðum.
Það er sem sé vani, að hljómsveitin leiki
nokkra sterka fall-liði, áður en tjaldið er
dregið upp, og áður en kyrrð er fallin á í
salnum. Nú var skammt til morgruns. Him-
O
ininn tók þegar að roðna í austri.
Feðgarnir héldu heim á leið. Nú veittist
Jreim auðvelt að halda stígnum, Jdví að þeir
sáu turninn og húsið greinilega fram und-
an sér. Þegar jreir voru komnir spölkorn
upp eftir, stóðu þeir við til að gá út á hafið.
Þeir grilltu nú allvel jaðarlínur Hross-
hólmanna. Óskar fullyrti, að hann sæi reyk-
háf á gufuskipi upp úr sjónum fram undan
syðra hólminum, en Adarn hélt, að honunr
missýndist.
Hundurinn gat aðeins gengið fáein spor
í einu, og það var blóð í förunum. Þófarnir
voru rifnir til blóðs á framfótunum. Senni-
lega hafði hann á leiðinni yfir sundið reynt
að klifra upp á eitthvert skerið, en brimið
skolað lionum út aftur; en á skerjum þess-
um er fullt af hrúðrum og egghvössum
brúnunr. Adam tók nú hundinn upp og bar
lrann í fanginu, og hundurinn leit upp á
liann skærum, þakklátum augum. Það er
svo einkennilegt um dýrin. Augu þeitTa
lýsa tryggð og angurblíðu. Adam varð hugs-
að til selanna, sem hann hafði skotið ein-
6*