Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Side 58
44
VITASTÍGURINN
N. Kv.
mitt á þessum sömu slóðum, þar sem þeir
liöfðu nú dregið upp hundinn.------
„Ég vildi óska, að Benediktu liði nú bet-
ur,“ sagði Adam, er þeir voru komnir upp
að vitanum. Hann hafði ekki nefnt hana,
og ef til vill ekki einu sinni haft hana í
huga, meðan hann var úti í ofviðrinu. Eft-
irvæntingin og erfiðið höfðu bundið alla
orku hans, hug hans og krafta. Feðgarnir
stóðu stundarkorn og vörpuðu mæðinni,
áður en þeir gengu inn. í morgunskím-
unni sá Adam nú fyrst, hve drengurinn var
fölur. Fötin hans voru rennblaut og klesst-
ust inn í kroppinn.
„Bara að þú verðir nú ekki dauðveikur
ofan á allt saman, drengurinn minn. —
Þetta hefir verið mikil áreynsla fyrir svona
lítinn peyja!“
„Puh, ég hefi nú svo sem verið blautur
oft áður,“ sagði Óskar, um leið og hann
svipti af sér olíustakknum.
„Já, en — en — samt,“ sagði Adam. Hann
fór úr stígvélunum og hellti úr þeim.
„Bara að henni Benediktu líði nú betur,“
sagði hann á ný í hljóði.
Kröger læknir kom á móti þeim. Hann
brosti til þeirra og sagði:
„En hvað þið urðuð lengi — ég var farinn
•að verða smeykur-------“
„Benedikta?" sagði Adam og horfði á
lækninn spurnaraugum.
„Hún sefur rólega og vært núna. Sótt-
brigðin eru um garð gengin------", hann
náði ekki að segja meira. Adam féll á kné
við dragkistuna yfir i horninu. Hann
spennti greipar, lyfti höndunum upp á
móti litlu Kristmyndinni hvítu og sagði
upphátt:
„Þökk — þökk sé þér, drottinn minn og
Guð!“
Óskar stóð grafkyrr og horfði á föður
sinn, en svo virtist honum, að hann yrði
líka eitthvað að segja; hann rétti Kröger
lækni höndina sína og sagði: „Kærar þakk-
ir.“ Læknirinn brosti til hans, klappaði
honum á kollinn og sagði:
„Þú ert á réttri leið, drengur minn.“
Eftir á sagði hann við Adam, að sér virtist
þetta hafa verið allt of þung raun fyrir
svona ungan dreng.
„Þér hafið rétt að mæla, læknir, en hann
er eins og Fía; hún heldur áfram, þangað
til hún hnígur niður. Það hefir hún ætíð
gert, og það mun hún gera ævina á enda,“
mælti Adam.
Hundurinn var stór og fallegur. Feldur
hans var þétthrokkinn og brúnn á lit. Á
plötu á hálsbandi hans var grafið: „E/S.
Sancho". Morguninn eftir var hann búinn
að ná sér, en var þó ofurlítið haltur og sár-
fættur á öllum fótum. Roosevelt sagðist
undir eins eiga hundinn, og hann teymdi
hann með sér um allt og kallaði hann
„Sancho“. Roosevelt gat ekki skilið, hvers
vegna hundurinn vildi endilega fara ofan
að nausti, en þar gat hann staðið stundum
saman og horft ýlfrandi í áttina til Hross-
hólmanna.
Nú var orðið nærri því lygnt, og sólin
blikaði á breiðar og geysilangar undiröld-
urnar langt á haf út; en á hólmum og skerj-
um braut enn með dimmum, þungum gný.
Læknirinn og Adam höfðu lokið morg-
unverði. Þeir stóðu nú uppi í vitaturninum
og horfðu út á hafið til skiptis í sjónaukann
stóra.
„Það stendur heima með það, sem Óskar
liélt, að hann hefði séð úti við Hrosshólm-
ana.“
„Nú?“ sagði læknirinn í spurnarróm.
Reykháfur á sokknu eimskipi. Ég sé hann
nú greinilega.“
„Það er sennilega rekald víða eftir annað
eins ofviðri?" sagði Kröger.
„Æ já, það rekur ýmislegt á land, hingað
og þangað."