Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Side 60

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Side 60
N. Kv. INGER BENTZON: Sumarfrí greifafrúarinnar. — Öðm hvoru verður maður að fá að njóta lífsins! — Þrjár stofuþernur á léttum skóm höfðu þegar lengi verið önnum kafnar við hrein- gerningu og að taka til, er einkaþernan læddist inn í svefnherbergi greifafrúarinn- ar og dró gluggatjöldin frá gluggunum, sem sneru út að trjágarðinum. Hún bland- aði í baðkerið, sótti silfurbakkann með te- inu og ristu brauði og lagði fram fötin og annað, er heyrði klæðnaðinum til, meðan greifinnan var í baðkerinu. Svo rétti hún henni fötin, hvert plaggið á fætur öðru, kraup niður og færði hana í sokka og skó, burstaði hið þykka hár hennar fyrir fram- an spegilinn, færði hana í léttan morgun- kjól, dreypti vitund af Kölnarvatni í vasa- klút hennar, sem bún rétti henni að lokum. Greifinnan fór ofan til að borða. Þjónn lauk upp hurðunum á leið hennar, annar gekk um beina við borðið, og sá þriðji gekk í virðulegri fjarlægð á eftir henni, er hún eftir á gekk í garðinum sér til hressing- ar. Er hún kom lieim, beið einkaþernan hennar með þurra skó og annan kjól. Þjónninn kom með nokkur bréf á silfur- bakka. Er greifinnan hafði lesið þau, fór hún að skoða blómaskrautið, sem garð- yrkjumaðurinn hafði borið inn úr vermi- skálunum og blómgerðinu. Svo borðaði hún litlaskattinn, og þá gengu tveir þjónar um beina. Eftir á kom þernan með yfirhöfn hennar, og stóri bíllinn beið við aðaldyrn- ar. Allir þrír þjónarnir stóðu teinréttir á tröppu-þrepinu, er hún ók af stað. Greif- innan ætlaði í fáeinar heimsóknir, nafn- spjalda-veski hennar með gull-fangamark- inu á lá eins og vant var í öðrum hliðarvasa bílsins. Greifinnan gerði skyndi-heimsókn á þremur stöðum — og þar voru garðstofurn- ar allar eins; hún skoðaði þrjá garða — þar sem sömu skrautjurtirnar og blómin voru gróðursett; hún lét skila körfu með smá- kökum í á barnahæli, þar sem öll börnin voru vel greidd og sápuþvegin í tilefni af heimsókninni, og ók svo heim aftur til hallar sinnar, þar sem allir þrír þjónarnir stóðu á sama þrepinu og áður, eins og þeir hefðu ekki lireyft sig þaðan á meðan hún var í burtu. Greifinnan skrifaði tvö-þrjú smá-bréfr prjónaði fáeinar umferðir á sjali handa gamalli konu á Elliheimilinu, fór svo upp til að baða sig á ný og láta hafa fataskipti á sér undir miðdegisverðinn, borðaði fjóra rétti, sem þrír þjónar framreiddu, drakk kaffi í garð-salnum, lagði kabal og las ofur- lítið í gamaldags róman, þangað til kominn var háttatími. Það var tunglsskin úti, og Iiana langaði til að ganga sér til skemmtun- ar í lystigarðinum, en þernan beið hennar, og greifinnan varð að fara upp til að láta hana hjálpa sér að afklæðast og bursta hárið. Og loksins lá greifinnan bleik og þreytt í rúmi sínu. Greifinnan var að snúast í tveggja her- bergja íbúð við að gera hreint og taka til! Hún var í stórum, grófgerðum slopp utan- yfir kjólnum, og hafði klút bundinn um hárið. Hún lét ryksuguna suða glaðlega, þerraði ryk, þvoði upp eftir morgunverð-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.