Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 16
150 TUT-AN K-AMON OG GRÖF HANS N. Kv. flokkurinn liefði fengið því breytt í Amon við það tækifæri, enda kom sú breyting fram síðar. Verið getur líka, að þessi börn hafi verið keyrð í hjónaband að konungi ný- látnum, til þess að greiða Tut-ank-Aton leiðina upp í konungssætið. Bæði voru þau börn að aldri. Ank-es-en-pa-Aton var fædd á áttunda stjórnarári föður síns og gat því ekki eklri verið en tíu ára, og Tut-ank-Aton var líka á bamsaldri. Þegar svona var í haginn búið, rná geta nærri, að Tut-ank-Amon hafi ekki ráðið neinu. Valdið tóku menn þeir, sem höfðu sett hann í hásætið, þeir Ay æðstiprestur og Hor-em-heb hershöfðingi, og það voru karl- ar, sem kunnu að bjarga sér, því að báðir urðu þeir síðar konungar í Egiptalandi, þótt hvorugur þeiiæa hefði rétt til ríkiserfða. Báðir voru þeir áhrifamiklir embættismenn við hirð Amenofiss IV.; Ay var einkavinur konungs, og kona hans var fóstra drottning- arinnar. Þegar þess er gætt, að Ay varð eftir- maður Tut-ank-Amons í hásætinu og lét letra það í grafhýsi hans, að hann hefði haft allan veg og vanda af jarðarför hans, þá er ekkert líklegra en að Ay hafi sett Tut-ank- Amon í hásætið og haft stjórn ríkisins á hendi þau sex eða sjö ár, sem hinn síðar- nefndi bar konungsnafn; þá liggur líka næiTÍ að halda, að Ay hafi sömuleiðis átt sök á því, að Tut-ank-Amon lifði ekki leng- ur en raun varð á. Margur kynni að spyrja, hvers vegna Ay hafi þá ekki hrifsað til sín völdin að Am- enofis IV. látnum. Hann virðist ekki hafa látið sér allt fyrir brjósti brenna, og honum tókst að setjast í hásætið síðar, þótt erfðarétt hefði hann engan. Svarsins er ekki langt að leita. Einkennilegt er, að eina merka stjórn- artilskipunin, sem þekkist frá stjómarárum Tut-ank-Amons, er sú, að trúkerfi fyrirrenn- ara hans sknli afnumið. Ay hefur enginn draumóramaður verið eins og konungur- inn, vinur hans. Hann hefur séð, að þessi siðaskipti vöm alls staðar óvinsæl og hlutu að stranda fyrr eða síðar, ef ekki var tekið í taumana og breytt um stefnu. En af því að hann var einkavinur konungs, æðstiprestur rg háttsettur embættismaður, var hann sam- ábyrgur í máli þessu, og ef hann hefði farið að hafa sig mikið í frammi eða sækjast eftir konungstign að Amenofis IV. nýlátnum, hefði hann mátt búast við svo öflugri andúð allra stétta, að hann mundi varla hafa feng- ið borgið lífi sínu. Hann þurfti því á skálka- skjóli að halda, og til þess valdi hann dreng- inn Tut-ank-Amon. í skjóli hans sagði hann skilið við Aton og fylgjendur hans, en setti Amon í staðinn; en þegar þvervendingin var urn garð gengin og hafði heppnazt að fullu, var drengurinn að verða fullorðinn, og verið gat, að hann færi þá að láta til sín taka og verða of sjálfstæður. Þá var tími til kominn, að Ay hæfist handa — og Tut-ank- Amon dó ungur! Eigi er kunnugt, hvaða mannsefni Tut- ank-Amon var, en hitt er víst, að drottning hans, Ank-es-en-pa-Amon, var skörungur, og verður vikið að því síðar. — Smurlingur Tut-ank-Amons ber að vísu engin merki um áverka, en árin frá 1385—1350 f. Kr. b. vom óeirðarár í Egiptalandi, þótt oftast væri allt slétt og fellt á yfirborðinu; en brögðum og undirferli var óspart beitt á bak við tjöldin. Þá komust þeir lengst, sem voru duglegir og létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna, eins og Ay og Hor-em-heb, en ekki draumóramenn, eins og Amenofis IV., eða börn, eins og Tut- ank-Amon. Ekki er annað kunnugt um stjórn Tut- ank-Amons en brevtingin í trúmálum frá því, sem áður var. Bæði drottningin og hann breyttu nafni sínu þannig, að Amon kom í stað Atons, stjórnarsetrið var flutt frá Tell-et-Amarna aftur til Þebu og must- eri gömlu guðanna voru ræst upp að nýju; Amon var alls staðar settur í stað Atons. Fundizt hefur áletrun á steinplötu, þar sem Tut-ank-Amon skýrir f:rý þessum endurbót- um sínum: „Ég sá að mustérin voru í rúst-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.