Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 27
N. Ky. ÖLDUKAST 161 aði kjötsnúða út af fyrir sig og jós yfir þá olíu, ecliki og öðru kryddi og tók nú að ryðj- ast um með olnbogaskotum, og lá við sjálft að hann ræki olnbogana upp í andlitin á þeim, er næstir sátu, og lét sér nægja stutt- lega að biðja þá fyrirgefningar, án þess þó að líta við þeim. — Frúin horfði með sljófgu brosi á þessar aðfarir bónda síns, hélt svo áfram að smá dreypa í bjórinn sinn milli þess sem hún virti fyrir sér demantshring- ana á fingrum sér. Dóttirin litla skaut sér niður undir borðið og lék sér þar við hvolp- inn sinn. Nú kemur læknirinn frá Bern inn, tekur sér sæti og fer þegar, að því er virðist, af miklum áhuga að lesa réttaskrána og safna að sér ýmiss konar kryddi og ídýfum til að strá yfir hina ýmsu rétti til að gera þá enn lostætari. Er hann hefur lokið hverjum rétti, strýkur hann höndunum um magann, svo sem sé honum það hið ríkasta áhugamál, að allt lendi á sínum rétta stað. Við hlið honum situr aldurhnigin, ensk hefðarkona með af- ar mikið hár og brjóst svo mikil, að hún á næsta örðugt með að sjá niður á diskinn sinn og gengur því borðhaldið henni frem- ur ógreiðlega. Aftur á móti gætir lrún þess að hafa glasið sitt í mátulegri fjarlægð og ber það hægt og gætilega að vörum sér, án þess að reka það á eða sigla því í strand á brjóstum sér, þessum miklu hvelfdu brjóst- um, sem gárungarnir líktu við höfða eða skaga, sem gæta yrði allrar varúðar við að reka sig eigi á. Annars var „höfði“ þessi eða „skagi“ allur blómum skreyttur, borða- lykkjum, brjóstnálum og minnispeningum, og ekki að gleyma úrfestinni miklu úr skíru gulli, sem eins og hlekkjafesti virtist eiga að tengja „höfðann" saman. — Við hlið hennar er autt sæti; það sæti á ungur Rússi, er eink- um leitar sér taugastyrkingar á því, að bergja óspart á ódáinsveigum Bakkusar. Hann er veikfelldur og álítur sig fá bezt borgið heilsunni með því, að láta ekkert á mó.ti sér, og þá eigi heldur að taka fyrir hina óstjórnlegu löngun sína til að sitja tím- um saman við áhættuspil og kampavíns- drykkju. En af þessu leiðir aftur, að hann oft kemur seint til máltíða. í dag kemur liann þó til snæðings rétt á eftir að menn eru seztir undir borð. Dökku augun leiftra órólega í djúpu augnatóftunum á hinu tærða, föla andliti. Hárið, sem er hrokkið og þykkt, hangir í lokkum niður á ennið. Hann er frammyntur og varirnar svo þunnar, að nálega má telja tennurnar í gegnum þær. Hann hneigir sig í allar áttir og kvenfólkið spyr eftir líðan hans, og þær fá eigi með orð- um lýst hve nrjög það gleður þær, að hann er. á batavegi — og nú verður hann að leika fyrir þær á mandólín í kvöld í tunglsljós- inu. Hann rennir augunum þreytulega um- hverfis borðið og sezt svo niður í hlé við „höfðann“. Við hliðina á Rússanum situr frú Fanny Gran. Hann lýtur henni sérstaklega, og hann lýsir því fyrir henni með miklum fjálgleik, að hann eigi gat leikið fyrir hana á mandólínið sitt á fæðingardegi hennar og hve mjög honum þótti þetta leitt. Hún brosir og hristir höfuðið. „Hvað er hann að segja, Karl?“ spyr hún. „Hann talar á frakk- nesku og svo fljótt, að eg skil hann eigi vel.“ „Mér finnst þú geta látið orðagjálfur hans og glamuryrði sem vind um eyrun þjóta,“ svaraði Gran kuldalega og hélt áfram að tala við Englendinginn, er æfinlega við borðið ræddi við hann um ferðir sínar um Alpa- fjöllin. Vínflöskurnar áttu að fyrirmynda „Die Jungfrau“, „Mont blanc“ og „Matter- horn“, og með gaffal og hníf reyndi hann svo að gera Gran skiljanlegt, hvernig ferða- lagið gekk og honum tókst að komast hærra og hærra — hér varð fyrir honum hál jökul- bunga, annars staðar jökulsprunga, svo komu djúpir skaflar af nýföllnum snjó og loks snjóflóð, unz honum á endanum tókst, þó með talsverðri lífshættu, að komast alla leið upp — á flöskutappann, „You see?“ — Já, Gran lét sem hann væri mjög hrifinn af 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.