Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 47
N. Kv. DYVEKE 181 einstöku frjóangar og kvistir fari forgörð- um.“ Sigbrit fékk því áorkað, að götur Kaup- mannahafnar voru steinlagðar. Hún lét fó- getann ganga ríkt eftir, að hlýtt væri reglu- gerð þeirri, er inæiti svo fyrir, að öllu götu- sorpi skyldi aka burt á hverjum föstudegi, og hún bannaði að reka nautpening um göt- ur borgarinnar. Þótt herrarnir í ríkisráðinu vrðu að kann- ast við, að margar tilskipanir Sigbritar væru góðar, hötuðu þeir hana þó engu að síður. Oft og einatt, þegar þeir þurftu aðhittahans náð að máli, fengu þeir þau svör hjá Albrekt von Hohendorf, að konungur væri staddur hjá Sigbritu og þar skyldu þeir leita hans. Svo urðu þeir að bíða þangað til honum gafst tóm til að sinna þeim. Stundum urðu þeir að standa utan við hliðið í kalsa og rigningu til háðungar fyrir almenning, sem hæddist að þeim og hló að reiðisvipnum á þeim. Oft urðu þeir að leita Sigbritar sjálfr- ar í málum, sem voru þeim brýn, en kon- ungur hafði skotið undir úrskurð hennar. Hún kinkaði náðulega kolli til þeirra, þegar þeir komu og hneigðu sig fyrir henni með fýlusvip. Hún var stuttorð og krafðist hins sama af öðrum, fljót að hugsa og lið- ugra um málbeinið en flestum þeirra, og ef henni fannst erindið ganga of seint, þá fór hún að skammast, rétt eins og hún ætti við þjóna sína eða þernur. Sá þeirra, sem sízt kvartaði, var Mogens Gjöe, og þó var hann einhver voldugasti maður í ríkinu. Hann bar nokkurs konar virðingu fyrir Sigbritu, síðan hann heim- sótti hana í fyrsta sinn á Hvíteyri, og af því að hann var marksálkur ríkisins og hirð- stjóri, þurfti hann að semja við hana um ýmis mál. Samt varð hann að lokum leiður á hroka hennar. ,,Ef hún léti sér nægja að sjá um götu- hreinsunina, skyldi eg sannarlega vera henni innanhandar," mælti hann. Og svo ráðfærði hann sig við hina, hvernig þeir ættu að losast við Dyveke, því aðþeirhugðu, svo sem von var til, að hún ætti sök á völd- um Sigbritar. Hann og hinir herramenn- irnir voru í leynimakki við hirðina í Búrg- und, og margar voru uppástungurnar, sem lutu að því að rýma Dyveke burt. Loksins gerðu Jreir Mogens Gjöe, ábótinn í Sórey og priorinn í Antvorskov heilt samsæri, í þeim tilgangi að fá páfann til að skerast í leikinn, og þeir sendu leyniboða til Róma- borgar. En Diðrik Slaghök átti kunningja á þeim vettvangi, komst fyrir allt ráðabrugg- ið og spýtti því óðara í Sigbritu. Sigbrit Willums lét á engu bera við kon- ung, en hún gaf herra Mogens í skyn, að hún vissi allt saman, og upp frá því forðaðist hann hana sem mest hann gat. „Ef vald hennar væri að sínu leyti eins og viljinn, þá yrði eg hengdur á hæsta gálga,“ rnælti hann. Hann var orðinn lénsmaður á Skander- borg, jók stöðugt auðæfi sín og völd og var maður konunghollur eins og áður, þó að hann kæmi sjaldan til hirðarinnar. Sigbrit kallaði hann konunginn í Norður-Jótlandi og hallmælti honum við konung, þegar svo bar undir, en það bar engan árangur. Satt að segja gerðu það fleiri en Sigbrit. Hún bar skyn á að velja menn til verka, Itvort sem þeir áttu að gegna embætti eða leika á óvini hennar. Hún mælti sjaldan með mönnum, sem hann tók ekki gilda, og aðeins örsjaldan þurfti hann að sjá eftir því. Jörgen Hansen var í Björgvin, og kon- ungur var mjög ánægður með stjórn hans. Annar skjólstæðingur Sigbritar var Hans Tolder, sem hafði áður verið bæjarfógeti í Odense, en var þá orðinn lénsmaður á Ála- borgarhúsi. Hann var hrottamenni, heimti inn hvern skilding af sköttunum og skýrði konungi greinilega frá högum józka aðals- ins, sem alltaf var óánægður og hafði aldrei hætt að fullu samningamakki við Friðrik hertoga af Gottorp. Svo voru bræður tvcir, sem hétu Páll og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.