Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 12
146 PÁLL SVEINSSON í GEITAVÍK N. Kv. að Dallandi í Húsavík í Borgarfjarðar- hreppi, nafnkunnur krafta- og hraustleika- maður, vel greindur og listhneigður hag- leiksmaður á marga hluti. Sigríður Árna- dóttir, kona Sveins Bjarnasonar, var meðal- kona að vexti, fríðleikskona hins mesta, góð- leg, vel greind, stillt og háttprúð, verkkona ágæt og hög vel og hin vinsælasta. Hún var skrifari góður, og sendibréf, sem til eru eftir hana, sýna frásagnargáfu ágæta og óvenju- lega stílfærni af óskólagenginni alþýðu- konu. Fyi-st bjuggu þau hjón, Sveinn og Sigríður, nokkur ár í Loðmundarfirði á bæjunum Árnastöðum og Nesi, og eitt ár á Heykollsstöðum í Hróarstungu, úður en þau fluttu til Húsavíkur. Þegar þau fluttu til Húsavíkur voru fædd fjögur börn þeirra: Bjarni, fæddur 1886 að Árnastöðum, Páll, fæddur að Heykollsstöðum 1888, Jón, fædd- ur að Ámastöðum 25. nóv. 1889, og Þórhild- ur, fædd 1894 á Nesi. Eimmta barn þeirra hjóna, Arnbjörg, fæddist í Húsavík árið 1896. Öll voru þessi systkin óvenjulega gerfileg og öll vel greind. Á öðru búskapar- ári sínu í Húsavík varð Sveinn fyrir því óhappi að meginið af fjárstofni hans féll, og bjó hann þar því lengi við þröng kjör. Frá Húsavík fluttist hann árið 1904 að Bakka í Borgarfirði og bjó þar og að Geitavík í sama hreppi í nokkur ár. Þá fluttu þau hjón í þorpið á Bakkagerði í Borgarfirði. Bjarni, elzti sonur Sveins, býr enn á Bakkagerði. Jón gekk í skóla og var lengi bæjarstjóri á Akureyri, en er nú skattamáladómari. Þór- hildur er gift kona á Bakkagerði í Borgar- firði, Ambjörg giftist Guðmundi Jónssyni frá Hvanná og fluttist með honum að Mýr- arlóni í Glæsibæjarhreppi og dó þar árið 1929. ' Páll Sveinsson mun hafa verið mesta eftir- lætisbam foreldra sinna, og jafnframt sér- staklega mikið afhaldinn af öllum systkin- um sínum. Meðan foreldrar hans bjuggu, fylgdi hann þeim jafnan og varð síðan heim- ili hans eftir að hann fór að sjá um sig sjálf- ur áframhald af heimili foreldranna, og hjá honurn dvaldist faðir hans lengstum til dauða og móðir hans einlægt, þar til hún dó árið 1928. — 15. október 1911 kvæntist Páll Þuríði Gunnarsdóttur ættaðri af Suður- fjörðum, greindri myndarkonu. Fóru þau þá að búa á Borg í Njarðvík í Borgarfjarðar- hreppi og þar bjuggu þau til þess árið 1922. Börn þeirra Páls og Þuríðar eru fjögur: Daníel, bóndi í Geitavík, tók við búi þar eft- ir föður sinn, Sigrún, skólastýra á Bakka- gerði í Borgarfirði, Þorbjörg, gift kona á Gilsárvöllum í Borgarfirði og Sigurður við skólanám. Eg, sem þessar línur skrifa, kynntist fyrst Páli haustið 1909. Fluttist eg þá búferlum til Bakkagerðis í Borgarfirði og hélt þar unglingaskóla. A kvöldin kenndi eg og nokkrum fullorðnum mönnurn á líku ald- ursreki og eg var sjálfur. í þeim flokki voru þeir bræður Bjarni og Páll. Varð eg þess strax vís, að þeir voru báðir námsmenn ágætir, sérstaklega þó á reikning. í 12 ár, sem eg bjó á Bakkagerði, hafði eg mikið sarnan að sæla við þá bræður báða, og allt á eina vísu. Þeir voru báðir drengir hinir beztu, einarðir og traustir, en Páll var sér- stakur fjörmaður, jafnan glaðvær og skemmtilegur. Hann var mikill íþrótta- maður á yngri árum og glímumaður góður. — Þegar Kaupfélags Borgar- fjarðar var stofnað árið 1917, voru þeir bræður, Páll og Bjarni, meðal aðalforgöngu- manna að stofnun þess. Þá var fyrir aðeins ein verzlun á Boargarfirði, útbú frá „hinum sameinuðu íslenzku verzlunum“. Var verzl- un þessi dýrseld og vantaði oft nauðsynjar. Fyrir lienni stóð þó þá duglegur, greindur og vel kynntur maður, Óla'fur Gíslason, en yfirboðurum hans mun hafa verið að kenna en ekki honum, hvað vöruverð verzlunar- innar var hátt og vöruvöntun tíð. Ibúar Borgarfjarðar voru þá flestir efnalitlir inenn og því í stórræði ráðist að stofna kaupfélag-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.