Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 46
180
DYVEKE
N. ICv.
En þótt hann væri í húsinu, var ekki þar
með A’íst, að hann væri hjá Dyveke. Hann
fór oft fram hjá herbergi hennar og settist
inn í sofu Sigbritar, sem nú var af ýmsum
köluð „stjórnarskrifstofan liennar Sigbrit-
ar.“ Þegar hún heyrði til konungs á tröpp-
unum, leit hún oft út í gættina og kallaði á
hann inn til sín, til þess að ræða um og ráða
fram úr vmsu, og oft sátu þau svo lengi á
rökstólum, að Dyveke varð út undan. Þegar
hann svo loksins kom inn til liennar, lagði
hún hendur um háls honum og sagði, að
hann glevmdi sér vegna móður sinnar.
„Dyveke, litla dúfan mín,“ svaraði hann
þá. „Konungurinn verður að gæta landa og
ríkja, og allir vegir til landa og ríkja liggja
bráðurn gegnum stofu móður þinnar.“
Á sama hátt sem konungur fór ekki í fel-
ur með ást sína á Dyveka, dró hann ekki
heldur dulur á, að hann hefði Sigbritu í
ráðum með sér. Áður hafði hann verið gæt-
inn, til þess að storka ekki ríkisráðinu; þótt
hinir dramblátu herrar hefðu að vísu feng-
ið smjörþefinn af áhrifavaldi sölukerlingar-
ingarinnar, þá liafði hans náð þó ekki núið
þeim nafni hennar um nasir eins og hann
gerði nú orðið. Allt, sem hann gat yfir kom-
izt, gerði hann út um í eigin nafni með Sig-
britu og skýrði ríkisráðinu frá því á eftir, ef
honum fannst þess þurfa. Oft kom hann
fram með uppástungur í ráðinu og sagði
blátt áfram, að þær væru frá Sigbritu; og
þótt þeim herrunum gremdist, þá gátu
þeir sjaldan maldað í móinn, því að Krist-
ján konungur hafði enn sem komið var
aldrei gengið á forréttindi aðalsins. En til-
lögur Sigbritar voru yfirleitt svo gagnlegar
þrifum og fjárhag ríkisins, að ríkisráðið
mátti naga sig í handarbökin yfir því að
hafa ekki látið sér detta þær í hug.
Um þessar mundir voru út gefnar svo
margar reglugerðir til að ýta undir verzlun
og aðra atvinnuvegi, að slíkt hafði ekki sézt
um langan aldur. Námumenn frá Þýzka-
landi voru ráðnir til að koma lagi á nám-
urnar í Noregi. Bannað var prelátum, fó-
getum, bændum og umferðakaupmönnum
að kaupa upp yxn og selja þau aftur, þvi
að lögum samkvæmt áttu borgararnir einir
að gera það. Bannað var erlendum kaup-
mönnum, sein til borgarinnar komu, að
selja vörur sínar í smásölu, svo að þeir
gætu ekki keppt við innfædda kaupmenn.
Stofnaðar voru púður- og olíumylnur. Sleg-
in var góð og gild mynt. Gefnar voru út
reglugerðir um síldveiði, þannig að bann-
að var að draga á með of litlum möskvum.
Eengnir voru að erlendir kaupmenn, sem
komu með peninga til landsins og gátu
kennt landsmönnum að verzla í heildsölu,
svo að þeir gætu losað sig t ið Hansastaðina,
er tímar liðu. Allt þetta og enn fleira kom
frá skrifstofu Sigbritar. Hún kom því líka
til leiðar, að tollar á öli og víni voru hækk-
aðir, og olli það mikilli þykkju.
„Þeir venjast því,“ mælti hún. „Peningar
verða að vera í ríkissjóðnum, og engir skatt-
ar eru eins góðir og tollarnir, enginn hugs-
ar um þá, þegar þeir hafa staðið um hríð.“
Hún lét flytja Eyrarsundstollinn frá Hels-
ingjaeyri til Kaupmannahafnar og fékk öll
tollmál í sínar hendur. Svo fékk hún kon-
ung til að ráða til sín nokkra landa hennar
sem áttu að kenna Dönum garðyrkju.
„Erfitt er að útvega nóg grænmeti á borð
yðar náðar,“ mælti hún, „Þá vöru skortir
yður á við óbrotinn kaupmann í Amster-
dam.“
Svo komu Hollendingarnir, og Sigbritu
o 7 o o
fannst hentugast, að þeir byggju á Amakrí.
Því varð ekki við kornið á annan hátt en að
reka bændurna á brott, og þegar konung-
ur horfði í það, yppti Sigbrit öxlum.
„Ef þér hlustið á allar kvartanir, þreytist
þér fljótt og fáið engu framgengt," mælti
hún. „Bændurnir mega kvarta og prelátarn-
ir biðja. Konungurinn verður að rífa upp
með rótum og ryðja land, þar sem kornið á
að gróa. Hann má ekki horfa í það, þó að