Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 13
N. K\. PÁLL SVEINSSON í GEITAVÍK 147 ið', enda af andstæðingum spáð, að það myndi fljótt lognast út af. En þeir bræður, Páll og Bjarni, og þeir Grundarfeðgar, Ás- grímur og Halldór (nú kaupfélagsstjóri á Vopnafirði og alþingismaður), sem mest beittu sér fyrir stofnun kaupfélagsins, létu hrakspárnar ekki á sig fá. Þeir Grundai'feðg- ar og Bjarni voru fyrst í stjórn félagsins, en Páll kom inn í stjóm þess árið 1921 og var formaður stjórnar þess frá 1923—1933, en í stjórn þess allt þar til þess, að hann hneig að velli. Kaupfélagið í Borgarfirði náði brátt undir sig allri verzlun þeirri, sem samein- uðu verzlanirnar liöfðnu áður liaft, bæði í Borgarfirði og á Úthéraði, og bætti verzlun- arliætti stórlega, og þar átti Páll Sveinsson góðan þátt í með drengilegum stuðningi sín- um. Fleiri trúnaðarstörf hafði hann í sveit sinni. Hann var lengi forðagæzlumaður og í skóJanefnd frá 1940. í skattanefnd sat hann mörg ár. Páll var áliugamaður um landsmál, og frá þeim tíma, er Framsóknarflokkurinn var stofnaður, fylgdi hann honum að mál- um. Vorið 1922 fluttu þau, Páll og kona hans, með börn sín og lieimili að Stóru-Breiðuvík í Borgarfjarðarhreppi og þar bjuggu þau til ársins 1938. En Stóra-Breiðuvík er stór jörð og erfið. Er þar óþurrkasamt og þokur tíðar, graslendi mikið og útbeit góð er nær til jarðar. Erfitt er með aðdrætti alla, yfir fjöll að sækja. Sjávarbeit er þar góð, en hættur við sjóinn og lending slæm og brimasöm. Allvel komst Páll af í Breiðuvík, en trúað get eg því, að leiðzt liafi lionum, livað þar var fáferðugt, því að Páll var gestrisinn maður. Frá Breiðuvík flutti Páll með heimili sitt til Geitavíkur í Borgarfirði og bjó á jörð- inni hálfri, er liann þá keypti. Er Geitavík vel í sveit sett, og þar mun Páll hafa unað vel. Gat liann þar betur notið sín en í Breiðuvík. Frá Geitavík sézt vel inn um all- an Borgarf jörð og strendur hans báðar. Er fjallahringur Borgarfjarðar mjög fagur og óvíða fegurn en frá Geitavík. í suðri blasa við Geitfell, Svartafell, Staðarfjall o. fl. fjöll. Eru það flest líparítfjöll, nema Svartfell. Sýnist því jalna nsólskin í fjöllum þessum, þótt skýjað sé. En í vestur frá Geitavík gnæfir Ytra-Dyrfjallið, kolsvart blágrýtis- fjall, en eitt hið tignarlegasta fjall landsins. Þessi fjallaluingur var í samræmi við eðlis- einkunnir Páls, traustleika í skapi en sól í sinni. Fjárhagur hans í Geitavík var góður, enda voru nú börn lians þá flest uppkomin. Páli þótti vænt um jörðina og mun hafa hugsaðsem Gunnar forðum: „Fögur er hlíð- in og mun eg livergi fara.“ Páll var for- sjáll bóndi, hafði jafnan nóg hey og eldivið og fóðraði vel skepnur sínar. Þarna ætlaði hann sér að vera til æfiloka og það auðnað- ist lionum. Hinn 1. júlí s.l. var Páll í mógröf og kom lieim um kveldið, glaður og reifur að venju. Kona lians var ekki heima, var hún stödd suður í Seyðisfirði. Settist hann niður á rúm lyjá Daníel syni sínum, tók dagblað og fór að lesa í því. En rétt á eftir hneig hann nið- ur og var þegar örendur. Og hin fagra sveit, Borgarfjörður, átti nú einum góðum dreng færra en áður, nema í sjóði minninganna. Þ. M. J. Ný bók. Fáar bækur, sem þýddar hafa verið á ís- lenzku, liafa náð jafn almennum vinsældum og bækur norsku skáldkonunnar, Margit Ravn. Hefur liinn góðkunni rithöfundur Helgi Valtýsson þýtt þær. Er nú nýkomin út sagan „Anna Kristín", og er hún 11. í röðinni af sögum Margit Ravn, er gefnar hafa verið út á íslenzku. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.