Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 20
154 TUT-AN K-AMON OG GRÖF HANS N. Kv. að hlaða heilu fjalli yfir grafir sínar, og inn í grafhýsunum höfðu þeir haugað saman öllum þeim auðæfum, sem þá langaði til að flytja með sér yfir í annan heim. En Egiptar voru alltaf sérstaklega lagnir á að ræna graf- ir, — auðæfin ginntu og freistuðu ti! að leggja líf og fjör í hættu, — og innan fárra mannsaldra var smurlingnum spillt og auð- æfunum stolið. Allar ráðstafanir — stórgrýti í göngunum, leynigrafir, rangalar til að villa ræningjana o. s. frv. — reyndust gagns- lausar. Ræningjarnir sigruðust á öllum hindrunum, og ef þeim tókst það ekki upp á eigin spýtur, þá tókst það með því að ganga í félag við grafarsmiðina og gæ7.1u- mennina. Um 1600 árum f. Kr. b. var varla til sú konungagröf í Egiptalandi, sem hafði ekki verið rænd. Sorgleg tilhugsun fyrir egipzkan konung! En Thotmes I. þóttist eiga ráð við því. Hann ætlaði að fela gröf sína nokkurn spöl frá musterinu, þar sem greftrunarathafnirn- ar fóru fram. Húsameistari hirðarinnar, In- eni að nafni, segir svo frá í æviágripi sínu, sem fundizt hefur í gröf hans sjálfs: „Eg stjórnaði aleinn útmeitluninni á klettagraf- hýsi hans hátignar, án þess nokkur heyrði það eða sæi.“ Hann minnist ekki einu orði á þá hundrað verkamenn, sem hljóta að hafa unnið að þessu, en gera má ráð fyrir, að þeir hafi verið herfangar og orðið að týna lífinu fyrir vitneskju sína um mesta leyndarmál konungsins. Tliotmes I. varð þó fyrir vonbrigðum. Leyndarmá! hans hefur komizt upp, því að þegar grafhýsi hans fannst 1899, var þar ekk- ert eftir nema steinkistan; smurlingurinn var löngu flufctur þaðan. Konungamir héldu þó þessum sama greftrunarsið um margra alda skeið, en gáfust alveg upp á að fela graf- hýsin. í þess stað treystu þeir því, að hver sá konungur, sem með völdin færi, hlyti að láta sér annt um að verja grafir í dalnum fyrir ræningjum. Tálvon! Eigi voru liðin nema 10—15 ár frá dauða Tut-ank-Amons, þegar óboðnir gestir gerðu honum heim- sókn, og vér vitum, að Hor-em-heb konung- ur varð að láta ræsta að nýju grafhýsi Thothess IV. eftir eina slíka lteimóskn. í það skipti voru ræningjarnir reyndar staðnir að verki og hafa vafalaust komizt að því full- keyptu. Meðan skörungar sátu í konungssæti, gekk allt sæmilega vel. Aðrir höfðingjar, veraldlegir valdsmenn og prestar voru jarð- aðir hundruðum saman í Konungadalnum, varðmenn voru látnir gætá grafanna, og smurlingarnir fengu að liggja í kistum sín- um í friði innan um allt skrautið og dýr- gripina. En er tímar liðu fram, þreklitlir konungar sátu að ríkjum og allur hagur þjóðarinnar var í hnignun, gekk varzlan í handaskolum, og grafræningjarnir fengu að stunda atvinnu sína í náðum; og þeir voru ekki einir um hituna, því að oft og einatt voru gæzlumenn og varðmenn grafanna í vitorði með þeirn, ýttu undir óhæfuverkin og hirtu svo sinn hluta af fengnum. Loksins leið að því að stjórnin sá engin önnur ráð en að flytja smurlingana úr einni gröf í aðra, — og það reyndist líka gagnslaust. Ramses III. var t. d. jarðaður þrívegis. Að lokum voru þrettán konungakistur látnar inn í grafhýsi Ameofiss II., og þar fengu þær að liggja kyrrar, en aðrar konungakist- ur voru fluttar á brott úr Konungadalnum og f'aldar í afskekktu klettagrafliýsi. Þar fengu þær að hvíla í friði í þrjú þúsund ár, því að staðurinn gleymdist. Jarðað var í Konungadalnum um fimm alda skeið, en eftir það var löngum fáförult þangað út í auðnina. Þó settist hópur ein- setumanna þar að á annarri til fjórðu öld eltir Krists burð. Héldu Jjeir ti! í grafhýs- unum, og einu þeirra breyttu þeir í kirkju. Síðar lögðu Arabar Egiptaland undir sig, allar aðstæður breyttust, og Konungadalur- inn seig niður í djúp gleymskunnar um aldaraðir. Fyrsti Norðurálfumaðurinn, sent kom í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.