Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 35
N. Kv. ÖLDUKAST 169 að draga líkingu milli hinnar ungu konu sinnar og náttúrufegurðarinnar þarna. Einnig hjá henni fann hann þennan geisla- röðul, þetta leiftrandi, logandi, sískiptandi í öllum litbreytingum. Það voru hrópleg rangindi af hans hendi að heimta, að hún Hktist fremur hinum þungbúnu, einmana- fegu skógum, eða óbrotnu, dauflegu lyndis- einkunn hinna norðlægu landa. Það var hin mesta fjarstæða af honum að ætla sér þá dul, að honum nokkurn tíma tækist að.am- skapa eða hafa áhrif á skapferli hennar og framkomu. Nei, hitt var það eina rétta, það eina, sem hann átti að gera, að elska hana svona eins og hún nú einu sinni var gerð með kostum og löstum. Já, þetta var hið eina skynsama, að hrista nú þegar með öllu af sér allar þungar hugsanir, allar grillur og brjóta á bak aftur sínar fyrri skoðanir á líf- inu og fara að njóta þess og þeirra margvís- legu þæginda og glaðværða, sem það getur veitt, með henni! Síðan þau kynntust hafði hann eiginlega mest eða jafnvel eingöngu lmgsað um sjálfan sig, það sem bezt ætti við hann, en ekkert tillit tekið til hennar. Hann hafði sýnt sig óþjálfan og smámunalega stirfinn gagnvart henni og það gat engri góðri lukku stýrt er fram í sækti. Nei, á þessu skyldi nú verða gagnger breyting upp frá þessu. Hvað var eðlilegra en að umgang- ast glaðlega þá, er menn voru samvistum við, sýna þeim alúð og kurteisi og ávinna sér velvild Jreirra í staðinn. Þetta var nú allt og sumt sem hin unga kona hans hafði gert sig seka í, og henni varð sannarlega eigi fundið það til foráttu. Hann gekk nú inn í kirkjugarðinn, er Jrar var rétt við veginn. Hár og skuggalegur grátviður benti Jrar alstaðar á alvöru dauð- ans, og rósviðarrunnarnir á lífið hinum megimHvítar marmarasúlur af öllum stærð- um, hálfþaktar af bergfléttum, sýndu leg- staði hinna framliðnu, og grafletrið á þeim gaf til kynna sorg og söknuð eftirlifandi ástvina og vonina um sæla samfundi annars heims. Hér settist Gran niður og tók að hugsa um fallvaltleik lífsins, og um dauða frú Bloch, er nú átti innan skamms að leggj- ast niður í hið dimma skaut grafarinnar, eins og allir jDessir, sem á undan voru farn- ir. — En svo hvarflaði hugur hans aftur til hinnar ungu konu sinnar, eða öllu heldur mynd hennar gægðist fram úr hugarfylgsn- um hans, rnynd af henni sem barni, ungri og óþroskaðri, og hafði hann nú fengið það hlutverk að sjá um hana, þroska hana, elska hana og sýna henni nærgætni og umburðar- lyndi! Og þarna í grafarkyrrðinni fannst honum staðurinn svo vel fallinn til að lyfta hnganum í heitri og innilegri bæn til herra lífsins og dauðans, bæn um þolinmæði, stöð- uglyndi og kraft til að standa í stríðinu — og sigra. Á heimleiðinni vatt hann sér inn í blóm- sölubúð og keypti þar Ijómandi fagran blómvönd úr fjólurn og rósum, sem hann vonaði að nrundi gleðja hana. En frúin var konrin inn í dögurðarsalinn, eins konar gangsvalir, er tengdi saman tvær álmur gistihallarinnar, og var hann alsettur gluggum á þeirri hliðinni, er út að vatninu vissi. Þar inni fann liann konu sína í ákafri samræðu við einhverja gestanna um skemmtiförina og hvarf Rússans. Konan „með nriklu brjóstin“ hafði farið burt frá gistihöllinni án Jress að kveðja nokkurn mann, en hafði þó áður stungið upp á Jrví við gistihússstjórann, að eigi færi illa á því, að hann skreytti sali gistihallarinnar nreð hinni alkunnu viðvörun: „Gættu þín fyrir vasaþjófum." Það var nú fengin sönnun fyrir því, að Rússinn hafði laumast á burt með járnbrautarlestinni kvöldið áður. Og hvernig skyldi nú verja tímanum fyrri hluta dagsins? „Eg sting upp á því, að við ökum til Blonay; Jrú hefur enn eigi séð hinar forn- frægu hallarrústir þar, og þangað liggur ágætur vegur,“ mælti Gran „Við tvö ein?“ 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.