Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 15
N. Kv. TUT-AN K-AMON OG GRÖF HANS 149 að dýrka Alon, sólkringluna; var róið að því öllum árum að gera hann að ríkisgiiði. Ortir voru sálmar til Atons og hann málaður alls staðar — ekki í mynd dýra eða manna eins og aðrir guðir, heldut eins og sólkringla með útréttum höndum til hliðanna. Þá breytti og konungur nafni sínu og kallaðist upp frá því Ekn-Aton, þ. e. sonur sólkringl- unnar. Sagt er, að konungurinn sjálfur hafi ort sálma Aton til dýrðar. Hann ávarpar hann sem einan sannan guð alheimsins, og sé sá átrúnaður borinn saman við fjölgyðis- trúna, sent áður var, liggur í augum uppi, að guðshugmyndin hefur hafizt á hærra stig. Sumir hafa því kallað Amenofis IV. siða- bótamann og jafnvel trúarhöfund. Líklega er það þó ofmælt. Trúin á Aton var ekki ný, heldur runnin frá Helíopolis, og Amenofis hefur viljað efla sem mest trúareiningu þá, sem var að ryðja sér til rúms, en hann hefur viljað sniðganga prestasamkundu Amons í Þebu, því að hún var að verða konunginum ofjarl. Þess vegna afmáði hann nafn Amons í musterum og grafhýsum, en lét nöfn ann- arra guða eiga sig. Siðskipti þessi áttu sér ekki langan aldur. Amenofis IV. var að sönnu hugsjónamaður, en enginn skörungur. Gyðingaland og Sýr- land, sem Thotmes III. hafði unnið á her- ferðum sínum, urðu fyrir sífelldum árásum af Hettitum og hirðingjaþjóðum úr eyði- mörkunum, og þar voru uppreisnir og óeirðir, svo að engu tauti varð við komið; kaupmannalestir voru rændar, borgir rupl- aðar og allt var á ringulreið. Leirtöflurnar í Tell-el-Amarna eru margar hverjar bréf til konungsins frá landstjórum hans, þar sent þeir eru að tjá honum vandræði sín, rægja hverjir aðra og biðja um liðveizlu og fé. Ósanngjarnt væri að kenna Amenoíis um allt það, er aflaga fór um daga hans, en ástandið fór síversnandi, og honum tókst engan veginn að bæta hag skattlanda sinna. Og heinta i Egiptalandi voru horfurnar litlu betri. Allir voru óánægðir. Hermenn- irnir kvörtuðu um aðgerðaleysi konungs, kaupmennirnir kvörtuðu um, að útflutn- ingurinn minnkaði og almenningur kenndi öll óhöpp hel'nd þeirra guða, sem hafðir voru út undan, en prestasamkundan í Þebu lét ekki sitt eftir liggja að blása að kolunum. Amenofis sat að völdum í 17—18 ár, og áður en hann lézt, var farið að bollaleggja um ríkiserfðirnar. Konungur átti enga syni, s\ o að þingað var um dætur hans og tengda- syni, því að þótt kona gæti tekið konungs- tignina áð erfðum, þá varð það ekki hún, heldur maður hennar, sem valdið hlaut; væi i hún ógift eða ekkja, var hún ekki tekin til greina. Mert-Aton, elzta dóttir konungs, fékk að kenna á þessu. Þótt hún væri ekki nema svo sem fimmtán ára gömul, þegar faðir hennar dó, var hún gift, og maður hennar, Smenk-ka-Ra, var meðstjórnandi konungs síðustu tvö árin, sem hann lifði. Hefur konungur ef til vill ætlast til, að með því yrði forðað frá þeirri byltingu, sem í vændum var. En Mert-Aton hélt ekki drottningartigninni lengi, því að maður hennar dó um sama leyti, sem Amenofis tengdafaðir hans dó. Er ekki ólíklegt, að ein- hver hirðklíkan hafi átt sök á dauða hans. Önnur dóttir konungs, Makt-Aton, dó ógift á undan föður sínum, en sú þriðja, Ank-es-en-pa-Aton, var gift Tut-ank-Aton, sem síðar kallaði sig Tut-ank-Amon. Enginn veit um ætt hans, en vel getur verið, að hann hafi verið af ætt faraóanna og því verið rétt- borinn til ríkiserfða; sumir telja javfnel, að 'hann hafi verið sonur Amenofis og verið oq- kvæntur systur sinni, en slík hjónabönd voru algeng í ætt faraóanna. Hann var höf- uðstór og grannvaxinn og að því leyti líkur Amenofis IV. En verið getur líka, að hann liafi ekkert verið skyldur konungsættinni og aðeins hlotið konungstignina vegna mægðanna. Ekki er kunnugt, hvenær brúð- kaupið fór fram. Aton-nafnið gæti bent á, að Amenofis hafi þá enn verið á lífi, því- að annars hefði rnátt búast við, að andstöðu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.