Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 42
176 MALÍN STURE NUMIN BROTT N. Kv. „Herra Eiríkur er reyndar að nema Mal- ínu systur á brott!“ Frú Merta og frú Sigríð- ur heyrðu kallið, en þær skildu ekki orð hennar og hlupu út í þeirn vændum, að eitt- hvert barna frú Sigríðar hefði dottið út um gluggann. Þegar þær 'spurðu. hvað á seyði væri, og var svarað, að herra Eiríkur hefði numið Malínu brott, skunduðu þær báðar niður stigann, en þá leið yfir frú Mertu og hún datt niður. Þegar hún raknaði við aft- ur og gat varla orði upp komið fyrir gráti, bað hún frú Sigríði að setjast sem skjótast í sleða og þeysa á eftir þeim, og það gerði hún eins fljótt og við varð komið. í þeim svifum kom systir Eiríks Stenbocks, Sesselja greifafrú, út úr herbergi sínu til frú Mertu, sem ennþá lá við stigann, tjáði henni samúð sína og kvaðst vera saklaus að því, sem gerzt hafði. En henni tókst það ekki betur en svo, að frú Merta svaraði henni: „Farið þér til fjandans! Guð refsi bæði yður og bróður yðar! Og ef þér hafið verið í ráðum með honum um að ræna mig elskuðu barni mínu, þá farið þér á eftir honum, svo að hana hendi hvorki smán né háðung.“ Sesselja greifafrú notaði þessi tilmæli til að hypja sig í skyndi og bráðlega rann líka sieði hennar niður brattan veginn frá Hörn- ingshólmi. Henni var kunnugt, í irvaða átt flóttafólksins var að leita.---- Á meðan á þessu stóð, kom Eiríkur Sten- bock með föruneyti sínu til Sverðsbrúar; þar nam hann staðar, fór með konurnar inn í lénsmannsgarðinn, en lét riddarana slá hring um garðinn, svo að enginn gat farið þar út eða inn. Svo vel var flóttinn undirbú- inn, að þar voru fyrir klæðskerar og skinn- saumarar, sem í mesta flýti sniðu og saum- uðu flíkur handa Malínu og konunum, sem með henni voru, því að þær höfðu farið upp í sleðann eins og þær stóðu, yfirhafnarlaus- ar og berhöfðaðar. — Að stundu liðinni kom frú Sigríður ásamt nokkrum vopnuðum mönnum, en ekki fengu þau að koma inn á garðinn; þó var sleða frúarinnar hleypt inn á hlaðið eftir langt þref. í anddyrinu stóðu fjórir varðmenn með langar, hlaðnar byss- ur; fékk frúin að iokum að fara inn til syst- ur 'sinnar. Þegar hún sá Malínu, fór hún að gráta, sagði frá því, sem gerzt hafði heima, og lagði fast að lienni að hverfa aftur heim með sér til móður þeirra, sem væri veik, en mundi fyrirgefa henni þessa yfirsjón. Þegar Malín þagði við, sárbað hún hana að hlýða boði móður þeirra og valda henni ekki meiri sorg, því að annars mundi hún ekki lifa þetta af. Malín svaraði með tárin í aug- unum: „Ef þú getur ábyrgzt mér, að frú móðir okkar leyfi okkur Eiríki að ná sam- an — eg hef skuldbundið mig honum svo rnjög — þá skal eg fara heim með þér aftur.“ En það ioforð þorði frú Sigríður ekki að gefa, og Malín svaraði hágrátandi: „Jæja, þá er fyrsta yfirsjónin engn verri en sú síðasta." Meðan á Jressari viðræðu stóð, gekk Ei- ríkur Stenbock inn til þeirra og mælti við frú Sigríði: „Þér fáið hana ekki heim með yður.“ Hún gafst ]dó ekki upp, en var þar enn um stund, full hugraunar og kvíða, og vildi ekki láta vísa sér þannig á bug. En þá kom Sesselja greifafrú einnig á vettvang, og af því að frú Sigríður þóttist sjá, að hún væri í vitorði með lionum, spurði hún Jrau bæði, hvert þau ætiuðu að fara með systur hennar. Eiríkur Stenbock varð fyrir svörurn: „Til Visingseyjar, til systur minnar, Beötu greifafrúar. Þar á hún að dveljast, þangað til frú móðir yðar samþykkir lijúskap okk- ar.“ Þá bað frú Sigríður Sesselju greifafrú að fara með Malínu þangað, og við því svaraði Eiríkur Stenbock: „Ég hef beðið hana þess.“ Þá var úttalað um þetta, og frú Sigríður og Malín buðu lrvor annarri góða nótt með tárum. Þegar þær skildu, tók Malín verð- mikinn pening upp úr pússi sínum og rnælti: „Elsku systir, færðu frú móður minni þetta; það er það eina, sem eg hef tek- ið með mér frá heimili feðra minna.“ Eirík- ur Stenbock og Sesselja greifafrú báðu því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.