Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 44
178 MALÍN STURE NlJMIN BROTT I N. Rv Þá var loksins bitið úr nálinni, og kon- ungurinn sjálfur, Karl hertogi, ekkjudrottn- ingin, allt svenska ríkisráðið og ætt Eiríks Sture ritaði frú Mertu bréf og lagði að henni að taka haria í sátt.. En síðasta háðung- in, að halda brúðkaup í leyfisleysi, gerði ilit verra, og hún tók þvert fyrir allar sættir. — Að lokum komust þær þó á, en á því. sem eftir fer, má gera sér í hugarlund, hve mikils samþykki eða synjun foreldranna mátti sín í hjúskaparmálum á þeirri óld, og hvaða vald það var, sem Eiríkur Stenbock liafði misboðið með ofsa sínum. Frú Malín gekk í sorgarbúningi, Jtangað til hún komst í sátt við móður sína, og samkvæmt gömlu frá- sögninni varð það á þenna hátt: „Og systur frú Malínar féllu á kné fyrir ftú móður þeirra vegna brjóstumkennan- legs brés frú Malínar iil þ.eirra, þar sem hún liaíði minnt þær á, hvað þeim hefði fyrr í milli farið, og að hún sneri ekki heim aftur fyrr nn þær áynnu henni kærleika frú móð- ur sinnar; en það tókst þeim ekki fyrr en að liálfu öðru ári liðnu frá brúðkaupi hennar, að hún mætti konra til frú móður siniur.“ „Þegar lrún ioksirrs konr þangað, var hún niðri í baðstolunni í nokkrar \ ikur, áðui <-n hún konr fy; !r augu Tú móður sinnar. Eu af því að hún var vanfær, báðu systttr henn- ar og bræður henni sátta, áður en lrúit legð- ist á sæng, og það veitti frú móðir hennar henni. Og þau sögðu þá berum orðum, að hún nrætti ekki vera reið barni sínu svo lengi. En vegna þeirrar sorgar og þykkju, sem lrún hafði orðið að þola af hans*) hendi, gat hún ekki unnað honum elskaðrar dótt-( ur sinnar. Loksins leyfði hún þó, að þau nrættu bæði koma upp til lrennar." „Þegai frú Merta leit dóttur sína, frú Malín mælri hún: ,Óheilla-barn!‘ Þá féll frú Malín á kné. skreið til frú móður sinnar og bað hana Lrirgefningar með tárum og kvörtunarorðum, en frú móðir hennar veitti henni hana með heitum tárum, greip um *) Þ. e Eiríks Stenbock. höfuð lrennar, lagði það að brjósti sér og mælti: ,Guð tyrirgefi þér syndir þínar, elsku barn! Eg hef fyrirgefið þér, auma, synduga konal' — og svo reisti hún hana á fætur. En herra Eiríkur stóð grafkyrr, svo að það var átakanlegt. Þarna voru mágar og systur, sem öll gétu heitum tárum, þó að þau gleddust yfir því, að þau voru bæði komin í sátt við móður sína.“ „Svo dvöldust þau þar, herra Eiríkur og frú Malín, þangað til hún lagðist á sæng og fæddi herra Gústav Stenbock. Fyrsta barn sitt hafði hún fætt í Torpa; það var dóttir, sem hét Brita, en hún lifði ekki nema nokkr- ar vikur. Þegar hún lagðist á sæng í þetta sinn og kom nokkuð hart niður, var hún hrædd um, að frú móðir hennar hefði ekki lyrirgefið henni af hjarta, og bað hana því með beiskum tárum um fyrirgefningu og að hún vildi biðja guð fyrir sér, því að þá vissi hún, að guð mundi lijálpa henni annað ii' ort til lífs eða dauða; henni væri sama, hvort heldur væri, úr því að guð hefði lofað henni að lifa það að njóta þeirrar náðar að ná aftur sættum af frú móður sinni. Frú Merta veitti henni þetta að nýju. Síðan sagð> hún: .Elsku frú móðir mín! Lesið þá hátt. svo að eg heyri það, og biðjið fyrir mér ómaklegri'!“ „Þá féll frú Merta á kné fyrir framan hana og las svo hátt, að hún heyrði hvert orð. Þá mælti hún: ,Guði sé lof, að eg fékk að heyra það; nú vil eg fegin deyja, ef guð vill það.“ Svo hughreysti frú Merta hana eins og hún gat og fullvissaði hana um móð- urleg.t elsku sína, og það gladdi hana hjart- anlega. Og nokkru síðar varð hún léttari. Þegar barnið var skírt, hélt frú Merta mlkla skírnarvei/.lu og bauð þangað Jóhanni kon- ungi, Karli hertoga og öllum jungfrúnum. Og þá gaf frú Merta frú Malínu eins mik- inn heimanmnd og hinum dætrum sínum: gull, silfur, íveruföt, búsgögn og hvað annað — alveg eins og hinum. Hafi það ekki verið meira, þá hefur það ekki verið minna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.