Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 21
N. Kv.
TUT-ANK-AMON OG GROF HANS
155
Konungadalinn.var Englendingurinn Ricli-
ard Pococke. í ferðabók sinni, sem kom út
1743, Iýsir hann dalnum mjög nákvæmlega
og nefnir fjórtán grafhýsi, sem hann kom
inn í, en hann þorði ekki að dveljast þar til
lengdar, vegna Araba-illþýðis, sem liélt til
þar í grendinni; voru þeir svo vondir viður-
eignar, að engu tauti varð við þá komið.
Fór á sömu leið um þá ferðamenn, sem þar
komu síðara hluta aldarinnar, en 1815 kom
Italinn Belzoni til sögunnar, og hann hafði
í fullu tré við Arabana, enda var hann helj-
armenni að burðum og lét engan vaða ofan
í sig. Belzoni fann mörg grafhýsi og smurl-
inga nokkurra konunga; hann lann þá Ay,
Mentu-her-ke-pesh-ef, Ramses I. og Seti I.,
en þá Iiélt hann, að hann hefði fundið alla
konunga, er þar lægju. Samt var haldið
áfram að leita. og 1844 fundust þeir feðgar,
Ramses II. og Mernefta sonur hans. Þá var
aftur talið, að öll grafhýsi væru fundin, og
liðn svo nokkrir áratugir.
Árið 1881 kvisaðist, að í þorpinu Kurna
væru undarlega margir dýrmætir forngripir
til sölu. Kvað svo mjög að þessu, að land-
stjórinn lét hefja rannsókn, og bárust bönd-
in að Araba-fjölskyldu nokkurri, sem um
langan aldur hafði rekið þá atvinnu að
snuðra í fornum gröfum, hnupla þaðan öllu
fémætu og selja það. Tókst loksins að knýja
fram þá játningu, að fundizt hefði kletta-
grafhýsi með smurlingum í Deir el Bahari,
en þeir, sem fundu, hefðu lialdið því leyndu
í seic ár, sótt þangað dýra forngripi, þegar
þá skorti fé, og selt þá. í grafhýsi þessu fund-
ust smurlingar fjörutíu konunga, og voru
þeir allir fluttir á safnið f Kairo.
Nokkrum árum síðar fundust enn tvær
konungagrafir í Konungadalnum, og 1898
fann Loret þar grafhýsi Amenofiss II. og
opnaði það. Þar inni lágu þrettán smurling-
ar. Qllum dýrgripum hafði löngu verið stol-
ið, en líkin sjálf voru lítt sködduð, og
Amenofis sjálfur liafði fengið að hvíla kyrr
í kistu sinni yfir þrjú þúsund ár. Þegar
rannsókn hafði farið fram, var gröfinni lok-
að aftur, svo að konungurinn fengi fram-
vegis að hvíla í friði. En ekki var því að
heilsa. Egipzkir ræningjar brutust nokkru
síðar inn í gröfina, höfðu smurlinginn á
brott með sér og hugðust að finna á honurn
einhverja dýra gripi; en sú von brást. Ræn-
ingjarnir náðust bráðlega, en réttvísinni þar
í landi fannst ekki ástæða til að refsa þeim
fyrir tiltækið!
A árunum 1902—14 fundust enn ýmsar
grafir og sömuleiðis smurlingar þeirra kon-
ungarina, Amenofiss IV. og Hor-em-hebs. —
Þá töldu flestir dalinn gertæmdan, og var
eigi laust við, að þeir gerðu gabb að
Carnarvon lávarði og Howard Carter, þegar
ar þeir sóttu um leyfi til að rannsaka dal-
inn enn að nýju. Samt sem áður gerigu þeir
reifir að verki, því að þeir þóttust vissir um,
að sum svæði þar hefðu ekki verið rann-
sökuð til neinnar hlítar. Einkum gerðu þeir
sér von um að geta fundið gröf Tut-ank-
Amons, því að af innsiglunum á gröf Amen-
ofiss IV. sáu þeir, að Tut-ank-Amon hafði
flutt kistu tengdaföður síns í Konungsdal-
inn, og þá voru líkindi til, að liann lægi
sjálfur þar nálægt. — Þegar heimsstyrjöldin
fyrri skall á, tafðist verkið um hríð, og þeg-
ar þeir byrjuðu aftur haustið 1917 og héldu
áfram árið eftir, voru enn litlar horfur um
árangur. Þeir fundu að vísu ýmislegt smá-
vegis, en engin grafhýsi. Loksins eftir sex
ára strit, þann 4. nóvember 1922, var Carter
að láta menn sína grafa í nánd við gröf
Ramsess VI., og þá rákust þeir allt í einu
á steinþrep. Þeir grófu í hamagangi og kom-
ust kvöldið eftir niður að innsiglaðri hurð.
Af innsiglunum mátti ráða, að frá því á
ofanverðri 14. öld-f. Kr. b. hefðu engir graf-
ræningjar verið þar á ferð, en af engu varð
ráðið, hvort þar lægi eða hefði legið kon-
ungur eða eitthvert annað stórmenni. Mest
var undir því komið, hvort hann lægi þar
enn, því að þótt gröfin hefði verið óhreyfð
20*