Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 53

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 53
N. Kv. BÓKMENNTIR 187 það til manna og lifði í 9 ár þar á eftir. Seg- ir bókin frá því hversu reynt var að venja það aftur við mannasiði, sem þó gekk harla treglega. Er frásögnm öll merkileg og hugsunarverð, og mun margan fýsa að kynn ast bók þessari af eigin raun. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. N ORÐRABÆKUR. í apr.-júní-hefti N. Kv. þessa árs var getið þeirra bóka, er bókaútgáfan Norðri hafði gefið út, það sem af var árinu. Hér skal get- ið nokkurra þeirra Norðrabóka, er komið hafa á bókamarkaðinn síðan. Bessastaðir — þættir úr sögu höfuðbólls — nefnist glæsileg bók, er Vilhjábnuir Þ. Gísla- son hefur samið, en Norðri gefið út með miklum myndarbrag, svo að segja má, að um skrautútgáfu sé að ræða. Svo sem al- kunnugt er, hafa Bessastaðir á Álftanesi ver- ið minningabær og höfuðból fremur flest- um öðrum íslenzkum bæjum um langan aldur. Vissulega voru þeir höfuðstaður landsins um langt skeið, en um leið aðsetur og miðstöð framandi valds og erlendrar ánauðar í landinu. Síðar urðu Bessastaðir merkilegt skólasetur og menntaból, en eftir að skólinn fluttist þaðan, varpaði nafn og búseta Gríms Thomsen ljóma á staðinn. Og með lýðveldisstofnun á íslandi verða Bessa- staðir enn á ný höfuðstaður landsins í viss- um skilningi, því að jaá verður þetta forna og söguríka höfuðból fyrir valinu sem fast aðsetur æðsta manns íslenzka ríkisins, for- seta fullvalda þjóðar. Það er því sízt ofmælt, að saga Bessastaðaergeysimerk, tiibreytinga- rík og myndauðug, svo að áhrifa hennar gætir um alla landssöguna. Fjöldi stór- merkra rnanna og kvenna hafa átt örlög sín tengd við þennan stað, og mörgum mikils- verðum ráðum hefur þar verið ráðið. Það er því vel til fundið og jrakkavert, að saga stað- arins hefur nú verið skráð á einum stað og gefin út í búningi, er vel hæfir svo virðulegu og sögumerku efni. Nokkuð má af nöfnurn meginkafla bók- arinnar marka, hversu þessu mikla efni hef- ur verið skipað niður og hverjum tökum það er tekið. Efnisskráin er á þessa leið: Höfuðból og menning. Bessastaðir á Álfta- nesi (stagfræðilegt yfirlit). Bessastaðasaga í stórum dráttum. Bessastaðakirkja. Bessa- staðabú. Skansinn og Seylan. Fálkahúsið á Bessastöðum. Náttúrufræðingar á Bessa- stöðum. Bessastaðastofa. Bessastaðakóli. Grímur Thomsen á Bessastöðum. Forsetinn á Bessastöðum og að lokunr skrá yfir rit og heimildir og myndaskrá. Mikill fjöldi ágætra mynda prýðir bókina, þar á meðal litprentuð mynd af útsýni til Bessastaða frá Skerjafirði. Er sú mynd sett framan við bók- ina, gegnt titilblaðinu, sem einnig er lit- prentað og sérlega smekklegt. Hið sama má raunar segja um öll vinnubrögð við prentun bókarinnar, því að þau eru mjög til fyrir- myndar, enda hefur Prentverk Odds Bjöms- sonar annast þá hlið útgáfunnar. Vélabók- bandið á Akureyri hefur bundið ritið í al- skinn, smekklega og prýðilega. Pappír er sérlega vandaður, og má því með sanni segja, að bókin er að öllu samanlögðu eitt hið ákjósanlegasta og eigulegasta rit. Rússneska hljómkviðan nefnist skáldsaga eftir Guy Adams, er Hersteinn Pálsson rit- stjóri hefur þýtt, en Norðri nýlega gefið út. Höfundur skáldsögu þessarar hlaut verð- laun fyrir hana úr bókmenntasjóði samein- uðu þjóðanna, og mun það flestra manna mál, að hann sé vel og maklega að þeirri við- urkenningu kominn. Saga þessi segir frá ævi rússneska tónskáldsins Alexis Serkins, og er niðurskipan efnisins sniðin eftir því eina tónverki hans, er umheimurinn hefur kynnst að nokkru ráði, enda ber sagan nafn hljókviðu þessarar. Mörg önnur rússnesk tónskáld og listamenn koma hér mjög við sögu, en aðalpersónan, auk Serkins sjálfs, er ástmær hans, Janina, söngkonan fræga, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.