Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 32
166 OLDUKAST N. Kv. ruddist frú Gran, blóðrjóð í kinnum og eins og á nálum. „Þú ert þó ekki veikur?" spyr hún, er hún sér mann sinn liggja út af í legubekknum. Hann reis þegar upp. „Hefur þú verið að gráta?“ spyr hún undrundarfull. „Já, eg hef fengið sorgarfregn." Hann benti henni á símskeytið. Hún las það. „Nei, hvað heyri eg, er frú Bloch dáin! Veslings konan; við þessu mátti búast, hún var alltaf svo veikfelld." „En eg átti ekki von á að hún dæi svona snögglega.“ „Og hún Margrét, sem elskaði móður sína svo heitt,“ mælti frúin. „Já, og það verðskuldaði hin látna. Það eru fáar konur lienni líkar.“ „Já, það getur satt verið, eg þekkti hana ekki svo vel,“ svaraði frúin, um leið og hún leit í spegilinn og lagaði til á sér hárið. „Eg vona nú að þú farir ekki að taka þátt í þessari ferð út á vatnið, er svona stendur á,“ mælti Gran. „Mig langar hreint ekkert til þess, en hins vegar er svo leiðinlegt að skorast und- an því að vera með í förinni." „Þú getur borið það fyrir þig, að þú hafir fengið sorgarfregn að heiman.“ „Ætti eg nú að fara að skýra ókunnugum frá þessu dauðsfalli?" Hann svaraði engu. „Finnst jrér það eiga við?“ hélt hún áfram um leið og hún lét á sig hárauða kasmírsjal- ið og hvirfilhúfuna einkennilegu, er allir dáðust að hvað færi henni vel. „Við hvað áttu?“ „Eg á við, að það geti tæplega átt við, að setja alókunnuga inn í heimilisástæður, sem þeir þekkja ekkert til, og sem þeim þar af leiðandi stendur alveg á sama urn. Gestirnir hér eru eigi að skýra frá högum og ástæð- um skyldmenna sinna og vina, og færi eg til þess, yrði eg að athlægi." „Þú gætir sent skriflega afsökun þína.“ „Eg kann ekki að skrifa á frakknesku.“ — Nú var hún að enda við að laga á sér húfuna og hárið. — „Maður g'Hur verið hryggur og angraður yfir svona fréttum þó maður eigi beri hryggðina utan á sér.“ Hún sló nú sjal- inu lauslega yfir axlirnar. „Það er allt undir því komið, hvað vel liverjum og einum tekst að dylja tilfinning- ar sínar.“ Fanney tók eftir því, að maðurinn henn- ar sagði þetta í óvanalega hörkulegum og þó gremjulegum róm. En nú var kominn sá þrái í hana, að enginn hefði þurft að reyna að fá hana ofan af því, að taka þátt í förinni. „Vertu sæll, Karl, og vertu ekki svona ólundarlegur! Þú getur séð bátaflotann héð- an út ,um gluggann, er hann leggur af stað og eg er viss um, að þér geðjast að þeirri sjón.“ Hið fyrsta, sem Gran gerði, er hún var farin, var að láta hlerana fyrir gluggana. Svo fór hann að skrifa. Hann lýsti því fyrir Margréti með alúðlegum og viðkvæmum orðum, hvílíka virðingu hann jafnan hefði borið fyrir móður hennar, og hve einlæg- lega og hjartanlega vináttu þau hefðu bund- ið hvort við annað. Sér hefði því verið það sár harmafregn að frétta lát hennar, og það angraði sig mjög að geta nú aldrei framar ráðfært sig við hana eða leitað álits hennar um jrað, er honum lægi á hjarta. Sárast var að vera livergi nærri, er hún deyði, jrví að skeð gat að hann þá hefði getað létt henni helstríðið, gert eitthvað fyrir hana, svo að hún hefði dáið rólegri. — Þannig hélt hann áfram í bréfinu og duldi í engu hugsanir sínar og tilfinningar. Við þetta létti honum talsvert; og hann endaði bréfið með því að biðja Margréti að muna sig urri það, að skoða sig jafnan sem föðurlegan vin, er teldi sér sæmd og ánægju í að geta orðið henni að einhverju liði í einstæðingsskap hennar. Hann skrifaði og Lorentze systur sinni langt og ræiklegt bréf, og var það hið fyrsta síðan er hann fór að heiman. Aðalefnið var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.