Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Page 9
N. Kv.
ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR
45
Vísu þessa kvað hann ævinlega, þegar
hann hugsaði sem mest. Og aldrei heyrði
ég hann kveða aðra vísu allan þann tíma,
sem ég var hjá honum.
Eftir þrjár vikur hafði hann lokið við
breytinguna á skránni. Og nú var gengið
vel frá henni, og hún síðan send Páli. En
aðferðin við að opna hana hafði nú breytzt.
Snúningsfjöldinn var sá sami, en öfug-snún-
ingarnir og smellirnir voru nú öðruvísi.
Magnús skrifaði Páli nákvæmlega um breyt-
inguna, og hvernig nú ætti að opna skrána,
en það stoðaði ekki. Páll gat aldrei opnað
hana, og kom því með hana heim aftur,
þar sem hann hafði ekki getað sýnt vænt-
anlegum kaupendum hana.
Til þess að geta haldið áfram með sögu
skrárinnar, verð ég að lilaupa yfir fimmtán
ár. Þá átti ég heima í Reykjavík. Árið 1907
var haldin þar iðnsýning. Nokkrum dög-
um áður en sýningin var opnuð, kemur
Pétur Gauti til þings. Magnús hafði þá
beðið Pétur fyrir skrána, og átti hún að
komast inn á sýninguna. En ekki var til
neins að setja hana þangað, nema einhver
gæti sýnt, hvernig hún væri opnuð. Hafði
Magnús kennt Pétri aðferðina, og átti hann
svo að fara með skrána til mín og sýna mér
aðferðina. Átti ég síðan að sjá um hana á
sýningunni og sýna þeim mönnum aðferð-
ina, er gaman hefðu að kynnast henni.
Nú kemur Pétur til mín með skrána.
En sá var þá hængurinn á, að á leiðinni
hafði hann gleymt aðferðinni við að opna
hana. Meðan ég var hjá Magnúsi, hafði ég
lært að opna skrána, en nú var svo langt
um liðið, að ég hafði líka gleymt aðferð-
inni. Sátum við Pétur nokkrar klukku-
stundir og reyndum við hana, en hvorug-
ur okkar gat hitt á réttu aðferðina. Og sú
varð þá niðurstaðan að lokum, að ég skyldi
geyma hana, þar til Pétur færi heim af
þingi, ef Magnús kæmi þá ekki sjálfur og
ráðstafaði lienni á annan hátt.
Nú voru ekki nema tveir dagar, þar til
opna átti sýninguna. Gat ég ekki á heilum
mér tekið fyrir því, hvað mér þótti leiðin-
legt, að skráin skyldi ekki komast á sýning-
una. Mér þótti svo vænt um Magnús, að
ég vildi allt fyrir liann gera, og þótti mér
skömm að geta ekki komið skránni á fram-
færi fyrir það eitt, að ekki væri hægt að
sýna gildi hennar. Ég réðst því í það kvöld-
ið áður en opna átti sýninguna — og þó
með hálfum huga — að skrúfa sundur alla
skrána. Var þetta ekkert áhlaupaverk, því
að í skránni voru um þrjátíu smájárn. Lykl-
arnir voru tveir. Annar þeirra til að gera
hana einfalda eins og hverja aðra skrá, en
hinn til að opna hana og loka með öllum
þeim meinlokum, sem þar voru. Gat ég átt
það á hættu að koma henni aldrei rétt sam-
an aftur. Samt gekk þetta allt vel. Með því
að taka liana alveg sundur, gat ég þraut-
hugsað samsetningu hennar og séð, til hvers
hvert einstakt smájárn var ætlað, og hvernig
þau öll störfuðu innbyrðis. Var ég búinn
að koma öilu rétt saman klukkan tvö um
nóttina og orðinn útfarinn í að opna skrána
og loka henni. Og ég var kominn með hana
á sýninguna, áður en hún var opnuð um
morguninn.
Skráin vakti auðvitað mikla aðdáun á
sýningunni, en svo var því þar með lokið.
Ég kenndi Matthíasi Þórðarsyni þjóðminja-
verði að opna skrána og loka. Seinna kom
Magnús sjálfur suður, og að lokinni sýn-
ingu setti hann skrána á þjóðminjasafnið,
og þar mun hún vera enn.
Er nú að vísu lokið sögu skrárinnar. En
ég tel bezt viðeigandi að ljúka þessu inn-
skoti með nokkuð ýtarlegri ummælum um
Magnús sem hugvitsmann og uppfindinga-
mann. Enda verður því eigi annars staðar
betur við komið í frásögn minni.
Magnús Þórarinsson mun hafa verið ein-
hver mesti hugvitsmaður íslenzkur um
langan aldur. En eina vélin, sem hann gat
fullgert og selt, var dúnhreinsunarvél hans.
Mun hann hafa notið einhvers styrks og