Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Page 34
70
MANNLÍFIÐ ATHUGAÐ í BÍLSPEGLINUM
N. Kv„
vatnið úr byssunni og þarf nú að fylla hana
aftur úr flöskunni, sem hann hafði skilið
eftir á bílgólfinu. „Hæ, bílstjóri!" öskraði
hann.
Eg stöðva bílinn og fer út úr honum, og
þilturinn lítur niður til mín og hlær kjána-
lega. „Ég er fastur. Hjálpaðu mér niður.
Viltu ekki gera það?“
Ég blátt áfram hékk í löppunum á hon-
um og togaði og rykkti og kippti í af öll-
um kröftum, en hann hnikaðist ekki. Hann
var hvorki meira né minna en rígskorðaður
í hleraopinu, og það var að minnsta kosti
þriggja þumlunga ístrukragi utan um hann,
sem bungaðist út yfir hleraops-brúnina á
alla vegu.
Við vorum nú staddir á miðju Tíma-
torgi, og hafði- þegar safnazt saman óhemju
mannfjöldi á gangstéttinni og stöðvað alla
umferð. „Æ, hjálpaðu mér niður aftur,
hjálpaðu mér!“ hélt hann áfram að lirópa
til mín.
Lögregluþjónn ryður sér braut að bíln-
um mínum. Hann ætlar varla að trúa eigin
augum. „Svo er að sjá, að ég verði að senda
eftir slysavarnarliði," segir hann og flýtir
sér að næsta símaklefa. En á meðan hrópar
mannfjöldinn upp og leggur á björgunar-
ráð í hrönnum: „Smyrjið þið hann með
vaselíni! Kitlið þið peyjann duglega!" o. s.
frv., og sjálfboðaliðinn vindur sig og snýr
upp á sig á alla vegu eins og danstrúður.
Að fimm mínútum liðnum kemur björg-
unarsveitin brunandi með gjallandi lúðr-
um. Tveir þrír másandi „laggar" klifra upp
á bílþakið, og aðrir fara inn í bílinn og
reyna að lyfta náunganum upp um opið.
Þegar það tekst ekki, reyna þeir að toga
hann niður. En náunginn situr fastari held-
ur en skrúflok á sultukrukku. Laggarnir
taka því upp brotjárn sín (,,kúbein“). ,,Æ,
piltar góðir,“ segi ég, „gerið svo vel að
brjóta ekki sundur bílinn fyrir mér!“
Foringinn klórar sér í kolli dálitla stund,
og segir síðan:
„Jæja, við verðum þá að reyna talíurnar.
En dugi þær ekki, verðum við að saga utan
af honum.“
Þeir festu nú talíurnar í gálga inni í stóru
vinnutjaldi, sem þeir fluttu með sér. Og nú
ók ég bílnum aftur á bak upp á gangstétt-
ina og inn undir tjaldið. Bundu nú lagg-
arnir reipi undir hendurnar á hermann-
inum og settu tróð undir til hlífðar. „Þú
verður að segja til, þegar þú þolir þetta
ekki lengur," sagði lögregluforinginn, „og
þá skulum við hætta.“
Nú tóku sex laggar að draga talíureipin
hægt og gætilega. Æsihrifning fer um allan
mannfjöldann, og hróp og köll gjalla, eins
og hér væri um fyrstu atrennu í verðlauna-
keppni að ræða. Nú strengist á reipunum,
ofurlítið tognar úr hermanninum, og enn
ofurlítið. Hann er sprengrauður í andliti,
og svitinn streymir ofan eftir andlitinu á
honum. Og loks, er hann tók að losna al-
mennilega, rak mannfjöldinn upp slíkt helj-
aröskur, að það hlýtur að hafa heyrzt alveg
út til Brooklyn.
Laggarnir tóku nú lokadráttinn, og far-
þegi minn kom allur upp úr. En buxur
hans voru stroknar alveg niður af honum,
og þarna hékk hann milli himins og jarðar,
15 fet uppi í loftinu, í stuttum, rauðrönd-
óttum nærbuxum með buxurnar hangandi
á ristum sér. Ég ók svo bílnum út af stétt-
inni, og laggarnir létu piltinn síga til jarðar.
IV.
Leigubíla-akstur getur einnig verið
hættulegur. Bílstjórar í næturakstri eru
stundum rotaðir og rændir, og öðru hvoru
er bílstjóri jafnvel myrtur sökum þeirra
vesælu skildinga, er hann kann að hafa á
sér. Ég hefi aldrei orfðið verulega fyrir barð-
inu á slíkum peyjum. En einu sinni reyndi
þó einn þeirra til að leika þannig á mig.
Þetta var kubbslegur náungi, svarthærður
og ískyggilegur, sem hafði komið upp í og
sagði mér síðan að aka með sig að vega-