Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Qupperneq 7
Nýjar kvöldvökur © Október—desember 1951 # XLIV, ár, 4. hefti
Guðmundur Frímann:
Þáttur um Lilju Gottskálksdóttur og Jón
bróður hennar.
Foreldrar þeirra systkina, Lilju og Jóns,
voru Gottskálk bóndi á Mallandi á Skaga,
f. 29. ágúst 1789, d. 14. jan. 1862, Eiríksson-
ar fSkaga-Eiríks durgs) í Víðidalstungu, Ei-
ríkssonar, og Valgerður Árnadóttir í Ennis-
koti í Víðidal, Árnasonar í Brekkukoti í
Þingi. Gottskálk var launsonur Guðrúnar
Arngrímsdóttur lögsagnara í Húnaþingi,
en maður hennar hét Olafur Jónsson. Það
er sagt um Gottskálk, að hann væri „söng-
maður góður, greiðamaður í öllu, er hann
mátti, en fátækur og ómagamaður mik-
ill.“1) Kona Gottskálks hét Ragnheiður, tal-
in hin mesta myndarkona, en heilsuveil,
einkum hin síðari ár. Mun það meðal ann-
ars hafa verið orsök þess, að Gottskálk tók
oftar en einu sinni fram hjá henni með grið-
konu sinni, Valgerði, móður þeirra Lilju
og Jóns.
Jón hefur verið fæddur, eftir því sem ætla
1) Gísli Konráðsson: Saga Skagstrendinga og
Skagamanna, bls. 134.
2) Þetta mun vera rangt hjá heimildarmanni
mínum. Veturinn 1898 orti Jón rímur af Hálfdani
Brönufóstra (Rvík 1905). í annarri vísu I. rímu
segir hann:
Verkið þetta vinnst mér ei,
veiklast tekur dugur,
negla saman Norðra fley,
nærri þvi sextugur.
Ætti hann því að vera fæddur árið 1837.
má, skömmu fyrir 1830,2) en Lilja systir
hans var fædd 25. ágúst 1831. Munu þau
systkin hafa alizt að mestu upp með foreldr-
um sínum, því að Valgerður varð fylgikona
Gottskálks bónda upp frá því. Bæði voru
þau Lilija og Jón greind í bezta lagi og all-
vel hagmælt, en blendin rnunu þau hafa
verið að upplagi, eftir sögnurn af þeim
skráðum og óskráðum. Þó hefur eflaust ver-
ið meira úr því gert, en ástæður voru til.
Verða hér týndar til nokkrar stökur
þeirra systkina og tildraga þeirra getið, eftir
því sem föng eru á. Gefa þær nokkra hug-
mynd unt upplag þeirra og æfikjör.
Jón Gottskálksson mun liafa verið búlaus
alla ævi og blásnauður. Dvaldi hann á ýms-
um stöðum í lausamennsku, en lengst í
Hraunsseli á Skaga fnú í eyði). Þessa minn-
ist hann í vísum þessuin:
Hrauns í seli hefur bið
halur, Jón að nafni.
Armóð dvelur einatt við,
öld hann telur Gottskálks nið.
Tálga spýtur temur sér,
tilber líka stundum:
mynda ónýtur mærðir fer,
metinn lítils þjóð af er.
Um 1870 var Jón í húsmennsku á Ytra-
Mallandi á Skaga. Það sama ár fluttu þang-
16