Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 16
2 HUGLEIÐINGAR OLAFS A HAMRABORGUM N.Kv. Ólafur Tryggvason er fæddur 2. ágúst árið 1900 að Arndísarstöðum í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu. — Foreldrar hans voru Tryggvi Jónsson, bóndi að Arndísar- stöðum, og kona hans, Jóhanna Stefánsdóttir frá Tungu á Svalbarðsströnd. Báðir foreldrar voru af þingeyskum bændaættum. Móðir hans er föðursystir hins fræga landkönnuðar, Vilhjálms Stefánssonar. Ólafur er yngstur af 5 systkinum, sem nú eru á Jíii. Hann ólst upp í föðurhúsum til fullorðinsára. 21 árs fór hann í alþýðuskóla Arnórs Sigurjónssonar, sem þá var á Breiðumýri, en næsta vetur stundaði hann nám á alþýðu- skólanum á Eiðum. Aðra skólamenntun hefur hann ekki hlotið. , Arið 1926 hóf hann búskap á hálfum Arndísarstöðum á móti föður sínum. A Arndísarstöðum bjó hann til árs- ins 1933, en reisti þá nýbýlið Lyngholt í landi Arndísar- staða. Árið 1927 gekk hann að eiga Arnbjörgu Halldórs- dóttur frá Torfastöðum í Vopnafirði. Þau bjuggu í Lyng- holti til ársins 1943, en keypti þá jörðina Veisu í Fnjóskadal og fluttu þangað. Þar bjuggu þau í þrjú ár, en brugðu þá búi og fluttu til Reykjavíkur. Ekki festu þau hjón yndi á Suðurlandi og fluttu aftur norður árið 1948. Keyptu þá býlið Hamraborgir við Akureyri og hafa búið þar síðan. Þau lijón eiga fjögur börn, tvo syni og tvær dætur. Meðan Ólafur var búsettur í Þingeyjarsýslu, gegndi hann ýmsum opinberum störfum. M. a. átti hann sæti i sveitarstjórn Bárðdælaltrepps, skólanefnd og skattanefnd. Sýsiunefndarmaður Bárðdælahrepps var hann í 12 ár. Nýjar Kvöldvökur telja sér og lesendum sínum mikið happ að hafa fengið liann til að skýra frá lífi sínu og störfum, og fer frásögn Ólafs hér á eftir. farsældar og ófarsældar. Og þegar ég ýtti minni litlu kænu frá landi, út á hið mikla haf mannlífsins, skapbrigða þess, atvika og örlaga, var farkosturinn lítið annað en hinn ferski blær, hin heita glóð, sem orðin var að þeirri glampandi sannfæringu, þeirri hreinu, skýru vissu, að Ijóðið, hulduljóðið, er hin eina varanlega eign okkar mannanna barna — það eina, sem aldrei verður frá okkur tekið. Á æskuárunum fannst mér hvergi eins gott að koma sem á listasafn íslenzkra skálda — hvergi betra að dvelja en þar. Engir taka betur á móti gestum sínum en listaverkin þeirra. Djarfur og forvitinn gengur maður á fund þeirra. Glaður, þögull og hrærður dvelur maður í návist þeirra, en þau beztu, hugstæðustu og háleitustu kveður maður aldrei, því að þau eru dular- fyllri en flest annað. Hafi maður einu sinni gefið þeim sál sína, ást og aðdáun, skilja þau aldrei við mann. Þau eru verndarengb ar, oftast í návist manns og alltaf næst, þeg- ar vanda ber að höndum — þegar neyðin er stærst. Slíkur er máttur listaverksins. „I fjarlægum héruðum heilsar það oss, þó höfum ei vænzt til þess grand, og það situr fyrir í fjörunni, hvar sem fótum er stigið í land.“ I listaverkum skáldanna, fyrst og fremst, ljóði og lagi, er fólgið margt það bezta, sem maðurinn hefur uppgötvað, margt það göf- ugasta, sem hann hefur numið og reynt. Þar er nám lians og lífsreynsla falin. Þess vegna er skin þeirra svo rnikið og bjart. Það breið- ir sig bæði um jörð og himin. En ólík eru Ijóðin og margbreytileg að útliti og inni- haldi. Sum þeirra eru myrk, sterk og dulúð- ug, draga menn að sér líkt og segull. Onnur eru eins og gígur, opinská, heit og gneist- andi. Þau kveikja í sál manns. Sum eru eins og sólgeisli við tinda. Þau kalla fram nýjar sýnir, en vinna eins og sjónaukar eða loft- speglanir. Þau færa hugsjónirnar nær. Ná- lægð og fjarlægð verða eitt. Mörg ljóð verða til á svo áhrifaríkum augnablikum, að sanngildi þeirra er óafmá- anlegt. Þau geyma algjörlega stundina, augnablikið, sem skóp þau, neistann, sem kveikti þau. Það er nokkurn veginn jafn mikill veruleiki að lesa þau og njóta þeirra, eins og að tala við gáfaðan förunaut — bezta vininn sinn í hjartans einlægni um hjartans mál. Taktu ljóðabókina þína, þá sem þér er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.