Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 22
8 HUGLEIÐINGAR ÓLAFS Á HAMRABORGUM N. Kv.. til þess að skrifa nokkrar línur um þessi mál og segja þá meðal annars frá minni eig- in reynslu. Vegna þess fyrst og fremst, að ég er sannfærður um, að allur fjöldi manna er gæddur einhverjum vísi af þessu sjötta skilningarviti — innsæinu. En allur fjöld- inn hirðir ekkert um að glæða og þroska þennan neista — þennan hæfileika, þessa gáfu, af margvíslegum ástæðum. „Gæt þess vel, sem göfgast hjá þér finnst, og glœddu vel þann neista, sem liggur innst,“ segir skáldið. Og það er ástæða til að leggja á- herzlu á þessi orð hans á vorum dögum. Því aðalkjarni mannlífsins er í því fólginn að leita þennan neista uppi, glæða liann og þroska. Það er að gjöra mannlífið andlegt. Það er að lifa andlegu lífi. Það er að finna leyndardóminn — guðs ríkið — innra með sjálfum sér. Árum saman þorði ég ekki að segja nokkrum manni frá reynslu minni í stór- hríðinni 1917 af þeirri einföldu ástæðu, að ég bjóst ekki við, að nokkur tryði frásögn minni. En þar sem ég hef verið hvattur til að skrásetja sögu mína, þ. e. dulræna reynslu, hef ég tekið mér penna í hönd. Ég held það sé að minnsta kosti enginn skaði skeður, þótt óbreyttur alþýðumaður láti til sín heyra um þessi mál opinskátt og af- dráttarlaust. Eg hef kynnzt fólki, sem augljóslega heí- ur fundið guðsríki innra með sjálfu sér og á þess vegna ríki, sem ekki er af þessurn heimi. Og ég er meira að segja svo „fávís“ að ætla, að menn yfirleitt eigi ríki, sem er af öðrum heimi en þessum, sem við þekkj- um bezt. En áður en ég fer lengra út í þessi mál, í sambandi við samferðamenn og sessunauta, langar mig til að fara nokkrum orðum um þann mann sögunnar, sem hefur verið mér einna hugstæðastur allra íslend- inga. Allir kannast við hann, og öllum er hann kær. Það er „listaskáldið góða“, fag- urfræðingurinn og guðstrúarmaðurinn Jón- as Hallgrímsson. Mig langar til að fara um hann nokkrum orðum í þessu sambandi, af því það er auðvelt að sýna í stuttu máli, að hann átti ríki — að vísu af þessum heimi, en eigi að síður ríki af öðrum heimi en þessum. Og allir Islendingar ættu að geta talað til hans inn í framtímann, þar sem hann lifir og ríkir um eilífð, þessi látlausu alvöruorð: „Mér fannst sem ættir þú arf- inn þinn undir trúnaði mínum.“ Lesum við ljóð Jónasar Hallgrímssonar skyggnum augum með aðgæzlu og gjör- hygli og tileinkum okkur síðan heildar- nrynd af manninum sjálfum, eins og hann birtist okkur í ljóðunum, þá verður hún í fáum orðum sagt þessi: Hann er barn þessarar jarðar, þessa jarð- ríkis, og hann er einnig barn guðs, barn guðsríkis. Hann er í raun og sannleika hug- sjón — von samtíðarinnar um mann fram- tíðarinnar. Hann er ímynd — fyrirmynd þess manns, sem koma skal. Einfaldur hversdagsleikinn er honurn tilkomumikil veröld. Allt er honum undursamleg sköpun, undursamleg uppspretta unaðar, fegurðar og vizku, hvar sem hann gengur, á hvað sem hann lítur. I öllu sér hann neista hins eilífa anda, allt lifandi er honum tengt. Það smæsta sem hið hæsta. Allt er samræmis- bundið. Allt verk og gjafir alföður. Þess vegna er sál og minning hins göfuga Egg- erts tengd „vallarstjörnum“ og bundin við „hreiðurbúa lætin kvik, vorglaða hjörð i vænum dal og vatnareyðar sporðablik", svo mjög er samkenndin runnin honum í merg og bein, eigi síður en tilfinningin fyrir guð- dóminum. Svo skarpskyggn er Jónas, svo þroskuð er innsœis-gáfa hans. Þess vegna sér hann líka skoplítinn bagga býflugunn- ar verða að logaskærum ljósum á altari hins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.