Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 32
18 ÞORSTEINN Þ. ÞORSTEINSSON, RITHOFUNDUR N.Kv. eða þegar hann, studdur armi hennar, trítl- aði inn og fram um bæinn á Syðra-Hvarfi og „buldraði við hana barns máli“. Eða þá er hann gekk út á bæjarhlaðið og við aug- um blasti dýrð íslenzkrar náttúru á heið- skírum, sólbjörtum vordegi. Þarf að vísu ekki getur að þessu að leiða. En sannreynt er það, að gljúp, hrifnæm og spurul barns- sál býr yfir margs háttar möguleikum. Og þó að stríðleika kenni í kvæðum Þorsteins Þ. Þorsteinssonar og eigi séu þau með öllu rímgallalaus, þá hafa þau þann boðskap að flytja, er sístæður er og stenzt aldanna próf. Verður og eigi verði metinn eða gulli gold- inn. Þess vegna þykir mér Ijóð hans fallegri en hitt, hvað vel þau eru kveðin. Fræðistörf Þorsleins eru tvorttveggja hin merkilegustu og mikil að vöxtum. Hefi ég sennilega minnst af þeim augum litið. Ætt- fræðin, mannfræðin og sagan er þar víða uppistaðan, ritað við hæfi íslenzkrar al- þýðu. Er þar þó margt með vísindabragði og skáldlegum tilþrifum innan um og sam- an við. Höfundurinn leitast við að vera bæði rétt- máll og sanngjarn. Skilningsríkur á eðli manna og mildur í dómum. Fer það tvennt oftar en hitt saman. Hann hefur þó til að deila á venjur og aldarfar, er það á stund- um skopi og kaldhæðni blandað. Yfrið er hann fróður og sagnamargur, og finnst á, að eigi sé sjóðurinn tæmdur eða kurl öll komin til grafar með því, er komst á papp- írinn. Kennir þar lítt fátæktar eða allsleys- is. Víða er þar leikandi ritfærni í för og frásagnarhæfileikinn með ágætum. Honum er nautn í að segja frá. Virðist oft vera í essinu sínu og vinnuglaður. En hann getur líka orðið djúpt snortinn, haldinn samúð og meðaumkun, ef örlög manna falla á þann veg, að harmsaga varð. Lesandinn kemst á snoðir um, að við skrifborðið hefur setið marghæfur og tilfinningaríkur maður með hjartað á réttum stað. Maður, sem skyggn- ist of heima alla, svo sem til vinnst og getan hrekkur. Skennntilegur alúðarmaður, víð- sýnn og gáfaður. Það er ætlan mín, að ár líði og áratugir —- ætla ekki að segja aldir — þar til upp rís á leggina, af svarfdælsku bergi brotinn, jafnoki Þorsteins Þ. Þor- steinssonar um alþýðlega fræðimennsku. Og með þeim hugblæ, litauðgi og myndar- svip, er rit hans bera. Þá var og Þorsteinn Þ. drátthagur maður til mikilla muna og hvort heldur sem nota skyldi pensil eða penna. Hefi ég séð hér í Svarfaðardal, á einum eða fleiri stöðum, myndir hans, fallega gerðar, er yndi veittu augum og prýði var að í hvers manns húsi. En þó að Þorsteinn Þ. verði eigi sem ljóðskáld til öndvegis leiddur, mun hann í hugum landa sinna skipa virðulegan sess á skáldabekk og svo lengi sem orðsins I ist og íslenzkt mál er einhvers metið. NIÐURLAG. Árið 1901 — og er þess raunar hér að framan getið — hvarf Þorsteinn Þ. úr fóst- urgarði, vestur um haf til Ameríku. Eigi löngu síðar kvæntist liann og gekk að eiga íslenzka stúlku, Rannveigu Jónsdóttur. Lík- lega kynjuð úr Skagafirði í föðurætt. Svnir þeirra voru 2, Jón og Þorsteinn. Sambúð þeirra Þorsteins og Rannveigar mun eigi hafa orðið löng. Hún andaðist og eigi all- gömul. Aftur kvæntist Þorsteinn Goðmundu Haraldsdóttur, steinsmiðs á Sauðárkróki, Sigurðssonar. Liggur föðurætt Goðmundu úr Svarfaðardal norðan, og mun hrin hafa verið einn af fjöldamörgum afkomendum séra Jóns Halldórssonar, fyrst prests í Grímsey, þá á Tjörn í Svarfaðardal og síð- ast á Völlum (séra Jón d. 1779). Varð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.