Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 26
12
N.Kv.
v
BJÖRN R. ÁRNASON:
Þor^teiun Þ. Þor*tein**on
rithöfundnr og? §kuld
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson rithöfundur og
skáld er fæddur á Uppsölum í Svarfaðar-
dal 11. nóvember 1879. Móðir hans var Ai-
dís Eiríksdóttir, skálds og bónda á Uppsöl-
um, Pálssonar hraðskálds í Pottagerði, Þor-
steinssonar skálds og bónda á Reykjavöll-
um. Er það Steinsstaðaætt í Skagafirði, af-
komendur Páls gullsmiðs Sveinssonar á
Steinsstöðum og konu hans, Guðrúnar Jóns-
dóttur, foreldra Sveins læknis Pálssonar í
Vík (d. 1840). Kona Þorsteins á Reykja-
völlum var Ingibjörg Skúladóttir frá Skíða-
stöðum. Kona Páls hraðskálds í Pottageröi
og móðir Eiríks á Uppsölum var Gunnvör
Rafnsdóttir frá Grýtu í Eyjafirði. Kona Ei-
ríks og móðir Aldísar var Margrét Gunn-
laugsdóttir hónda og fræðimanns á Skugga-
björgum í Deildardal í Skagafirði. En kona
Gunnlaugs fræðimanns var Bergljót (f. um
1775) Jónsdóttir frá Þverá í Blönduhlíð,
Ulugasonar. Gunnlaugur á Skuggabjörgum
hefur skrifað aldarfarsbók frá upphafi Is-
landsbyggðar og mikinn annan fróðleik.
Bróðursonur Gunnlaugs á Skuggabjörguin
var Sigmundur Pálsson (f. um 1823, d.
1905) hreppstjóra í Viðvík. Verzlunarstjóri
í Grafarósi og síðar oddviti, sýslumaður og
frömuður ýmissa mála í Hofshreppi. Lengi
bóndi á Ljótsstöðum á Höfðaströnd og vin-
sæll héraðshöfðingi alla stund. Voru þeir
frændur margir göfugir menn og siðlátir.
Svo kvað Bólu-Hjálmar um Signnmd Páls-
son:
Hér er sætið harmi smurt,
ltöldar kæti tepptir.
Rekkur mætur rýrndi hurt,
rústin grætur eftir.
(Hjálmar Jónsson: Ritsafn II., bls. 161.)
Og í kvæðinu Gisting á Skuggabjörgum
1849 hljóðar svo fyrsta erindi:
Gunnlaugs mig að garði har urn grímu kalda.
Manndómsverkin mörg til snillda
mér auglýstu bóndann gildt
(Hjálmar Jónsson frá Bólu: Ritsafn L, bls.
46.)
Faðir Þorsleins Þ. Þorsteinssonar var
Þorsteinn „smiður“ (f. 1825, d. í Winnipeg
í Ameríku 1912) Þorsteinsson bónda á
Ytri-Másstöðum frá 1801-1843, Þorsteins-
sonar Jónssonar. Þorsteinn Jónsson var ætt-
aður af Suðurlandi. Gerðist ungur vinnu-
maður á Hólum í Hjaltadal og síðar bóndi
á Fjalli í Kolbeinsdal,og enn síðar bjó hann
í Göngustaðakoti í Svarfaðardal. Hann var
vel gefinn maður og ráðsvinnur. Þorsteinn
á Ytri-Másstöðum var tvíkvæntur, átti fyrst
Ragnheiði, aldraða ekkju Rögnvaldar Ás-
mundssonar, er áður hafði búið á Másstöð-