Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 17
N.Kv. HUGLEIÐINGAR ÓLAFS Á HAMRABORGUM 3 kærust, þegar þú ert í vanda staddur, lestu eitt lítið innblásið ljóð, láttu það dvelja í vitund þinni ofurlitla stund. Gleymdu öllu öðru en því — öllu öðru en því og lífssál- inni stóru — andanum frá ókunna landinu, er snart hörpustreng skáldsins, listamanns- ins, á þeirri björtu stund, er ljósið kviknaði og ljóðið varð til. Á eftir ertu allur annar maður og miklu færari um að ráða örlaga- gátuna — bæði þína og annarra. Á uppvaxtarárunum var ljóðið það merkilegasta og jafnvel það máttugasta, sem ég þekkti. Það heillaði með löfrandi fegurð sinni. Það gladdi, af því það færði tnanni alltaf eitthvað nýtt. Það vermdi, því að maður var eins og barn í faðmi þess, og það fræddi, því að alltaf var Ijóðið gát- an mikla. Það reyndi á hugsunina, víkkaði skilninginn og stækkaði sjóndeildarhring- inn. Alltaf fannst mér eitthvað dularfullt við ljóðin, því voru þau að mestu leyti mitt einkamál. A bernsku- og uppvaxtarárunum var ég mjög ómannblendinn og ófélagslyndur. Minnimáttarkenndin lá á mér eins og farg og gjörði mér ótrúlega erfitt fyrir á allan hátt. 011 óframfærni mín var hennar sök. Frá því fyrst ég man eftir mér og fram- undir tvítugsaldur, var það mér næstum of- raun að vera í fjölmenni. Og fram eftir öll- um aldri naut ég mín ekki nema með einum förunaut eða sessunaut. Á æskuárunum leit ég upp til þeirra jafnaldra minna, sem voru glaðir og reifir í fjölmenni, eins og ekkert væri um að vera. Það var nokkuð, sem ég skildi ekki. 011 þau fyrirhæri, sem snertu verulega við mér, talaði ég ekki um við ýðra. Alltaf öðruhvoru fann ég eitthvað á hak við raunveruleikann, þetta, sem við Áöllum veraldlega hluti, en aldrei gat ég ýittað mig á því, hvað það var. Eg fann þetta ^íka á bak við ljóðin, en oftast voru þau á- hrif ljúf, þýð og mild. Það eina, sem virtist slá á minnimáttarkenndina á unglingsárun- um, voru íþróttirnar. Með þátttöku í þeim gat ég losað ofurlítið um tök hennar smátt og smátt. Aldrei hefi ég getað áttað mig á því til hlítar, af hverju minnimáttarkenndin stafar. Ymsir ætla, að hún eigi að einhverju leyti upptök sín í áhrifum eða sveiflum frá öðrum tilverusviðum. En vafalaust veldur uppeldi og umhverfi líka miklu þar um. Mörgu dulrænu fólki hefi ég kynnzt, er hefur svipaða sögu að segja. Það hefur ver- ið heltekið af þessari dularfullu minnimátt- arkennd í bernsku og fram á fullorðinsár. Fólk þetta nýtur sín mjög misjafnlega eftir því, hvar það er statt. í ýmsum tilfellum er það óeðlilega mikið háð umhverfinu. Um- hverfið gjörir þá meira að lama en örva — að myrkva en lýsa. Það skyggir á hæfileika þess, í stað þess að laða þá fram. En þetta gildir þó fyrst og fremst það tímabil, sem einstaklingurinn er að átta sig á dulrænum liæfileikum sínum og ná tökum á þeirri orku, sem hann venjulega er í meira eða minna sambandi við og minnimáttarkennd- in segir oft meira eða minna til um. Þessi harátta einstaklingsins, þessi leit hans að sjálfum sér, ef svo mætti segja, tekur mjög misjafnlega langan tíma. Stundum mörg ár. Allt fer eftir því, hvort einhverjir vinir eru viðbúnir að leiðheina og styðja af samúð og skilningi eða hvort þessir menn mæta skilningsleysi og kaldranahætti. En þegar fólk hefur náð að þjálfa dulrænar gáfur sínar og náð fullum tökum á þeirri geisla- orku, sem það venjulega er í tengslum við, getur það, þegar tímar líða, orðið óháðara umhverfinu en fólk almennt. Eg var t. d. svo háður umhverfinu á bernsku- og ungl- ingsárunum, að námsgeta mín valt mjög á því, hver var kennari minn og í hvaða um- hverfi ég var staddur. Þannig verkar um-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.