Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 62
48
N. Kv.
Ávnrp fró útgefendum
I
Um leið og NÝJAR KVÖLDVÖKUR
óska öllum lesendum árs og friðar á liinu
nýbyrjaða ári og þakka hið liðna, vill ritið
gera nokkra grein fyrir breytingum þeim,
sem nú verða á útgáfunni. — Um s. I. ára-
mót lét Þorsteinn M. Jónsson af ritstjórn
tímaritsins, eftir að hafa gefið það út um
28 ára skeið, en við tóku þeir Jónas Rafnar,
fyrrverandi yfirlæknir, og Gísli Jónsson,
menntaskólakennari. — Ritið vill við þetta
tækifœri flytja Þorsteini þakkir lesenda
fyrir farsœla forsjá öll þessi ár, og þó eink-
um það, að ennþá er tímaritið lielgað þjóð-
legum fróðleik og liollum skemmtilestri,
svo sem upphaflegur tilgangur var.
NÝJAR KVÖLDVÖKUR eru nú gefnar
út af útgáfufélaginu KVÖLDVÖKUÚT-
GÁFAN Akureyri. Þær verða áfram í sama
broti, en liafa skipt um andlit. Forsíðu
teiknaði frú Alice Sigurðsson, Akureyri.
Tilgangur og stefna tímaritsins verður ó-
breytt í höndum hinna nýju eigenda. Þeir
munu eftir megni auka á jjölbreytni í efnis-
vali, þannig að sem flestir finni þar eitt-
hvað, er til gamans og fróðleiks má verða,
án þess þó, að hvikað verði frá hinni þjóð-
legu stefnu, sem er og á að vera höfuðmark-
mið tímaritsins. Lögð verður sérstök rækt
við að leita uppi menn, er búa yfir sér-
stæðri lífsreynslu, og fá þá til að leysa frá
skjóðunni. — Nýjar kvöldvökur telja sér og
lesendum það mikið happ að hafa fengið
hinn dulskyggna og listræna mann, Ólaf
Tryggvason í Hamraborgum við Akureyri,
til þess að ríða á vaðið með frásögn af sinni
lífsreynslu og dulrœnumfyrirburðum.Ólaf-
ur er kunnur orðinn víða um land af lækn-
ingum sínum, en liitt munu færri hafa vitað,
hve ágœtlega liann er ritfær, en um það skal
ekki fjölyrt hér, heldur vísað til frásagnar
hans á öðrum stað hér í blaðinu. — Vegna
liækkana á nœr öllum útgjaldaliðum við út-
gáfuna hefur reynzt óhjákvœmilegt að
liækka verð þessa árgangs upp í 50 krónur.
Eftir sem áður eru Nýjar kvöldvökur eitt
allra ódýrasta tímarit landsins. I lausasölu
mun heftið kosta 15 krónur. Afgreiðsla
blaðsins verður á Akureyri hjá umboðs-
manni S.I.B.S., Kristjáni Aðalsteinssyni, og
hjá Kristjáni. Jónssyni, bœjarfógetafulltrúa,
Helga-magra-strœti 44. Annars staðar á
landinu lijá fyrri. umboðsmönnum. / Reykja-
vík mun Stefán Stefánsson, verzlunarmað-
ur hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundsen,
verða aðalumboðsmaður tímaritsins. —
Greiðslur viðkomandi ritinu sendist Krist-
jáni Jónssyni, Helga-magrastr. 44, annars
er utanáskrift ritsins: Nýjar kvöldvökur,
pófthólf 253, Akureyri. — Að lokum vilja
NÝJAR KVÖLDVÖKUR þakka lesendum
tryggð þeirra, svo og öllum umboðsmönn-
um sínum, hvar sem eru á landinu, vel unn-
in störf fyrir ritið, og vona, að þeir leitist
enn við að auka útbreiðslu þess, því aðeins
með auknum áskrifendafjölda verður tíma-
ritinu tryggð fjárhagslegt öryggi.
Útgefendur.
NÝJAR KVÖLKVÖKUR
Utgefandi: Kvöldvökuútgáfan, Akureyri.
Ritstjórar: Jónas Rafnar, Gísli Jónsson. Framkvæmða-
stjóri: Kristján Jónsson. Prentsmiðja Björns Jónssonar.