Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 62

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 62
48 N. Kv. Ávnrp fró útgefendum I Um leið og NÝJAR KVÖLDVÖKUR óska öllum lesendum árs og friðar á liinu nýbyrjaða ári og þakka hið liðna, vill ritið gera nokkra grein fyrir breytingum þeim, sem nú verða á útgáfunni. — Um s. I. ára- mót lét Þorsteinn M. Jónsson af ritstjórn tímaritsins, eftir að hafa gefið það út um 28 ára skeið, en við tóku þeir Jónas Rafnar, fyrrverandi yfirlæknir, og Gísli Jónsson, menntaskólakennari. — Ritið vill við þetta tækifœri flytja Þorsteini þakkir lesenda fyrir farsœla forsjá öll þessi ár, og þó eink- um það, að ennþá er tímaritið lielgað þjóð- legum fróðleik og liollum skemmtilestri, svo sem upphaflegur tilgangur var. NÝJAR KVÖLDVÖKUR eru nú gefnar út af útgáfufélaginu KVÖLDVÖKUÚT- GÁFAN Akureyri. Þær verða áfram í sama broti, en liafa skipt um andlit. Forsíðu teiknaði frú Alice Sigurðsson, Akureyri. Tilgangur og stefna tímaritsins verður ó- breytt í höndum hinna nýju eigenda. Þeir munu eftir megni auka á jjölbreytni í efnis- vali, þannig að sem flestir finni þar eitt- hvað, er til gamans og fróðleiks má verða, án þess þó, að hvikað verði frá hinni þjóð- legu stefnu, sem er og á að vera höfuðmark- mið tímaritsins. Lögð verður sérstök rækt við að leita uppi menn, er búa yfir sér- stæðri lífsreynslu, og fá þá til að leysa frá skjóðunni. — Nýjar kvöldvökur telja sér og lesendum það mikið happ að hafa fengið hinn dulskyggna og listræna mann, Ólaf Tryggvason í Hamraborgum við Akureyri, til þess að ríða á vaðið með frásögn af sinni lífsreynslu og dulrœnumfyrirburðum.Ólaf- ur er kunnur orðinn víða um land af lækn- ingum sínum, en liitt munu færri hafa vitað, hve ágœtlega liann er ritfær, en um það skal ekki fjölyrt hér, heldur vísað til frásagnar hans á öðrum stað hér í blaðinu. — Vegna liækkana á nœr öllum útgjaldaliðum við út- gáfuna hefur reynzt óhjákvœmilegt að liækka verð þessa árgangs upp í 50 krónur. Eftir sem áður eru Nýjar kvöldvökur eitt allra ódýrasta tímarit landsins. I lausasölu mun heftið kosta 15 krónur. Afgreiðsla blaðsins verður á Akureyri hjá umboðs- manni S.I.B.S., Kristjáni Aðalsteinssyni, og hjá Kristjáni. Jónssyni, bœjarfógetafulltrúa, Helga-magra-strœti 44. Annars staðar á landinu lijá fyrri. umboðsmönnum. / Reykja- vík mun Stefán Stefánsson, verzlunarmað- ur hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundsen, verða aðalumboðsmaður tímaritsins. — Greiðslur viðkomandi ritinu sendist Krist- jáni Jónssyni, Helga-magrastr. 44, annars er utanáskrift ritsins: Nýjar kvöldvökur, pófthólf 253, Akureyri. — Að lokum vilja NÝJAR KVÖLDVÖKUR þakka lesendum tryggð þeirra, svo og öllum umboðsmönn- um sínum, hvar sem eru á landinu, vel unn- in störf fyrir ritið, og vona, að þeir leitist enn við að auka útbreiðslu þess, því aðeins með auknum áskrifendafjölda verður tíma- ritinu tryggð fjárhagslegt öryggi. Útgefendur. NÝJAR KVÖLKVÖKUR Utgefandi: Kvöldvökuútgáfan, Akureyri. Ritstjórar: Jónas Rafnar, Gísli Jónsson. Framkvæmða- stjóri: Kristján Jónsson. Prentsmiðja Björns Jónssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.