Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 27
N. Kv. ÞORSTEINN Þ. ÞORSTEINSSON, RITHOFUNDUR 13 um. Ekki er getið barna þeirra. Síðari kona Þorsteins var Guðrún Þorkelsdóttir smiðs frá Tungufelli og konu lians Ingibjargar Halldórsdóttur frá Brimnesi á Ufsaströnd. Afkomendur þeirra Þorkels smiðs og bónda á Tungufelli og Ingibjargar hefi ég kallað Tungufellsætt eða Tungufellsmenn. Þau áttu 9 börn, er upp komust, syni 6 og dætur 3. Var Guðrún Þorkelsdóttir kona Þorsteins á Ytri-Másstöðum ein þeirra. Hinar voru þær Sólveig á Sandá og Sunneva fyrri kona Páls Þórðarsonar frá Hnjúki. Allar voru þær Tungufellssystur afbragðskonur. Bræð- urnir frá Tungufelli voru: 1. Rögnvaldur bóndi í Dæli (f. um 1800, d. 1836), átti Osk Þorleifsdóttur úr Húnavatnssýslu. Frá þeim eru komnir Vilhjálmur Þór banka- stjóri og Ingimar Oskarsson grasafræðing- ur frá Blængshóli og margt fleira karla og kvenna. 2. Oddur (d. 1867) lengi bóndi á Tungufelli, átti Guðrúnu Sigfúsdóttur. Frá þeim meðal annarra eru þeir komnir Jón smiður Ferdínantsson og Halldór Halldórs- son söðlasmiður á Akureyri. 3. Þorkell bóndi á Búrfelli. Varð maður háaldraður. Síðari kona hans var Jóhanna Gísladóttir frá Göngustöðum. 4. Páll (f. 1795, d. 1889) síðast bóndi á Atlastöðum, átti Guð- i'únu Jónsdóttur frá Brekku. Börn þeirra 3 komust ekki upp. Þau fóstruðu og gerðu að erfingja sínum Björn Sigurðsson, er lengi bjó á Atlastöðum, eða frá 1860—1890. 5. Jón hreppstióri og bóndi í Gönguataðakoti frá 1824—1854, átti Margréti .Tónsdóttur fi'á Hillum á Arskógsströnd. Frá þeim er kominn Jóhann Þorkelsson héraðslæknir á Akureyri og fjöldi manna. 6. Halldór, hann bjó víða í Svarfaðardal, en á Urðum lengst, fi'á 1841—1856. Hann átti Guðrúnu Sig- Urðardóttur frá Hæringsstöðum, Olafssonar bónda s.st. Þá var Halldór orðinn ekkju- ^taður og aldraður, er hann átti son með ráðskonu sinni, Sigríði Jónsdóttur frá Hnjúki, Þórðarsonar. Sveinn sá var Sigurð- ur Halldórsson skipstjóri og bóndi, síðast á Grund í Svarfaðardal (d. 1904). Eittbarna hans er Guðjón Anton Sigurðsson bóndi í Gufudal. Þess er getið, að Þorkell á Tungu- felli væri smiður. Má því við bæta, að jafn var hann um hagleik á tré-, járn- og kopar- smíði. Hinn mesti eljumaður. Sótti löngum hart smíði sitt. Sagaði og telgdi tré, barði járn og steypti kopar, á stundum langt á nætur fram. Voru og allir synir hans hag- leiksmenn. Fremstur þeirra bræðra í hand- menntinni mun þó Halldór á Urðum hafa verið. Búsælir, stöðuglyndir, góðir í þraut og hjálpsamir, svo og hagleiksmenn, hafa þeir margir verið Tungufellsmenn. Hafa þær kynfylgjur enzt þeim frændunum — körlum og ko^um — allt til vorra daga. Þorsteinn Þorsteinsson á Ytri-Másstöðum og kona hans, Guðrún Þorkelsdóttir frá Tungufelli, áttu 4 börn, er upp komust og ég veit að greina: 1. Páll, lézt (drukknaði) ungur og ókvæntur. Efnismaður. 2. Sigur- laug, átti Hannes Halldórsson bónda á Bjarnastöðum í Kolbeinsdal. Eitt barna þeirra var Þorsteinn smiður og bóndi á Ytri-Hofdölum í Viðvíkurhreppi og síðar bóndi á Hjaltastöðum í Blönduhlíð. 3. Þor- kell, fyrst bóndi á Skröflustöðum frá 1856 —1858. Þá á Ytri-Másstöðum frá 1858— 1888 og síðast á Hofsá frá 1888—1901. Þorkell var tvíkvæntur, átti fyrst Guðrúnu Jónsdóttur frá Dæli og eftir hana látna Sig- ríði Sigurðardóttur frá Syðri-Másstöðum. Voru fjöldamörg börn Þorkels með báðum konum hans. Eitt þeirra er Zóphonías Þor- kelsson, Vestur-íslendingur. Þorkell missli sjón og varð alblindur á starfsaldri. Naut hann þess þá, að bæði var hann þreklund- aður, svo og búhöldur í fremstu röð og for- sjármaður hinn mesti. Segja má um Þorkel,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.