Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 48

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 48
34 N. Kv. Franz von Grillparzer: Klaustrið I Nendomir Friðrik Þorvaldsson og Gísli Jónsson þýddu. Geislar hnígandi sólar slógu gullnum bjarma á hlíðar eins af hinum fegurstu döl- um í furstadæminu Sendomir. Eins og kveðjukoss á vör hvíldu þeir á múrum hins reisulega og skrautlega klausturs í dalnum austanverðum, þegar tveir ríðandi menn í fylgd með nokkrum þjónum komu að hæða- drögunum hinum megin í dalnum. Þeir áðu stundarkorn í kvöldkyrrðinni, en keyrðu því næst hesta sína sporum þvert yfir dal- inn í áttina til klaustursins. Af klæðaburði hinna síðkomnu gesta mátti greina, að þeir voru langt að komnir. Þeir voru með barða- stóra fjaðrahatta, klæddir elgskinnskuflum og í herneskjum þar utan yfir, í þröngum buxum og háum kragastígvélum. Af því mátti sjá, að þeir voru ekki innfæddir Pól- verjar, enda var sú raunin. Þeir voru sendi- menn Þýzkalandskeisara og voru á leið til hirðar hins herskáa Jóhanns Sobieski, og þar eð kvöldaði, fyrr en þá varði, ætluðu þeir sér að leita náttstaðar í klaustrinu, sem þeir sáu framundan. — Klausturhlið- inu hafði verið læst fyrir nóttina, en því var lokið upp fyrir þeim, er þeir beiddust inngöngu, og húsvörðurinn bauð þeim að ganga inn í rúmgóða gestastofu, þar sem biði þeirra hressing og hvíld. „En ábótinn og munkarnir,“ sagði hann, „eru saman kbmnir til aftansÖngs í kapellunni og verða því í kvöld að neita sér um að taka á móti svo tignum gestum.“ Frásögn mannsins, sem leit nokkuð tortryggnislegum augum á gestina, hlaut staðfestingu af tilbreytingar- lausu söngli munkanna, sem barst til þeirra eftir hljóðbærum klausturhvelfingunum. — Báðir gestirnir gengu inn í stofuna, sem þeim var vísað á, en hún var nýbyggð, svo sem klaustrið allt, en af ásettu ráði stæld eftir fornum oddbogastíl. Fáum, en vönd- uðum húsmunum var þar raðað upp með- fram veggjunum. Tunglið, sem var að korna upp í austri og var að sigrast á síð- ustu skímu dagsins, sást út um háa boga- gluggana, og varpaði það daufum bjarma á hólana og hæðirnar í lcring. En nætur- húmið færðist smám saman um lautirnar cg skógana og breiddi blæju sína yfir allt, bæði kvikt og dautt. — Einkaþjónar ridd- aranna báru fram mat og vín, en ferðlúnir gestirnir settust við sterklegt borð hjá brjóstriði opins bogagluggans og skemmtu sér við að horfa á leik tunglsgeislanna, milli þess sem þeir gerðu matnum og vín- inu beztu skil, til þess að styrkja líkamano sem bezt undir ferðalagið daginn eftir. — Þannig leið góð stund, og nú var orðið mjög áliðið kvölds, klukknahljómur og kórsöngur löngu þagnaður. Þjónarnir, sem nú voru gengnir til hvílu, höfðu kveikt á lampa, sem hékk í miðju herberginu, og enn sátu báðir riddararnir við gluggann. j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.